Lífið, litlu börnin og kjör almennings Guðríður Arnardóttir skrifar 28. febrúar 2018 10:15 Árið 1998 voru 40,3% leikskólabarna hér á landi að meðaltali átta tíma eða lengur í leik-skóla, en árið 2016 var meðaltalshlutfallið komið í 87,3%. Skýrsla Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) frá 2016 vitnar um met Íslendinga í dvalartíma leikskólabarna í leikskólum, bæði í dagafjölda og klukkutímum. Hér á landi er næstum því þrefalt algengara að börn á leikskólaaldri fái tauga- og geðlyf en í Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Er það svona sem við viljum búa að börnunum okkar? Samvera barns með foreldrum sínum sem eyðir þetta löngum tíma í leikskóla er lítil og væntanlega bitnar þreyta barnsins og annarra í fjölskyldunni á gæðum samverunnar. Lífið er núna. Við eigum að njóta barnanna okkar á meðan þau eru lítil. Ekkert er betra fyrir lítið barn en gæðastundir með fjölskyldunni. Það fylgir því álag fyrir lítil kríli að eyða öllum deginum innan veggja skólans í allt of litlu rými þar sem hljóðvist er yfir öllum eðlilegum mörkum. Það er ekki langsótt að ætla að þessi líðan barna tengist að einhverju leyti aðstæðum þeirra. Lífstíll og láglaunastefna hefur væntanlega orðið til þess að börn eru þetta lengi í leikskóla og reyndar á þetta við um grunnskólann líka. Nú þegar rætt er um forsendur kjarasamninga – um kjör og aðbúnað almennings megum við ekki gleyma þeim sem mestu máli skipta. Börnunum okkar. Hluti af því að búa betur að börnunum okkar er að stytta vinnudaginn og þannig fjölga samverustundum fjölskyldunnar. Það er mál sem samfélagið allt þarf að taka höndum saman um og þar hlýtur verkalýðshreyfingin að fara fremst í flokki.Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Árið 1998 voru 40,3% leikskólabarna hér á landi að meðaltali átta tíma eða lengur í leik-skóla, en árið 2016 var meðaltalshlutfallið komið í 87,3%. Skýrsla Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) frá 2016 vitnar um met Íslendinga í dvalartíma leikskólabarna í leikskólum, bæði í dagafjölda og klukkutímum. Hér á landi er næstum því þrefalt algengara að börn á leikskólaaldri fái tauga- og geðlyf en í Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Er það svona sem við viljum búa að börnunum okkar? Samvera barns með foreldrum sínum sem eyðir þetta löngum tíma í leikskóla er lítil og væntanlega bitnar þreyta barnsins og annarra í fjölskyldunni á gæðum samverunnar. Lífið er núna. Við eigum að njóta barnanna okkar á meðan þau eru lítil. Ekkert er betra fyrir lítið barn en gæðastundir með fjölskyldunni. Það fylgir því álag fyrir lítil kríli að eyða öllum deginum innan veggja skólans í allt of litlu rými þar sem hljóðvist er yfir öllum eðlilegum mörkum. Það er ekki langsótt að ætla að þessi líðan barna tengist að einhverju leyti aðstæðum þeirra. Lífstíll og láglaunastefna hefur væntanlega orðið til þess að börn eru þetta lengi í leikskóla og reyndar á þetta við um grunnskólann líka. Nú þegar rætt er um forsendur kjarasamninga – um kjör og aðbúnað almennings megum við ekki gleyma þeim sem mestu máli skipta. Börnunum okkar. Hluti af því að búa betur að börnunum okkar er að stytta vinnudaginn og þannig fjölga samverustundum fjölskyldunnar. Það er mál sem samfélagið allt þarf að taka höndum saman um og þar hlýtur verkalýðshreyfingin að fara fremst í flokki.Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar