Meirihlutinn í borginni myndi halda Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. febrúar 2018 05:45 Tveir turnar eru þegar farnir að myndast í borgarstjórn Reykjavíkur. Vísir/GVA „Við stefnum á að komast í meirihluta og þess vegna þurfum við tólf. Við ætlum að reyna að fá eins marga af þessum tólf og við getum. Það kemur svo í ljós hversu margir þeir verða á endanum. En við ætlum allavega að verða stærsti flokkurinn,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Sjálfstæðisflokkurinn er með mest fylgi allra framboða í borginni, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og vefmiðilsins frettabladid.is. Rúmlega 35 prósent segjast ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn og myndi hann fá níu af 23 borgarfulltrúum.Samfylkingin er næststærsti flokkurinn með rúm 27 prósent og fengi sjö borgarfulltrúa kjörna. Segja má að þessir tveir flokkar yrðu tveir turnar í borgarstjórninni, en þriðji stærsti flokkurinn yrði VG. Hann er með 12 prósenta fylgi og fengi samkvæmt því þrjá menn. Píratar eru með 8,9 prósenta fylgi og fengju tvo menn kjörna. Samkvæmt þessu hefðu Samfylkingin, VG og Píratar tólf menn og meirihluta í 23 manna borgarstjórn. Miðflokkurinn er með 6 prósenta fylgi og fengi einn borgarfulltrúa. Viðreisn fengi líka einn borgarfulltrúa en er með 4,2 prósenta fylgi. Framsóknarflokkurinn er með 3,4 prósenta fylgi og fengi ekki kjörinn borgarfulltrúa. Björt framtíð fengi ekki heldur kjörinn fulltrúa en flokkurinn er með 0,7 prósenta fylgi. Sósíalistaflokkurinn er með 0,5 prósenta fylgi í könnuninni og er eins og Björt framtíð nokkuð langt frá að fá kjörinn fulltrúa. Hringt var í 1.322 manns með lögheimili í Reykjavík þar til náðist í 800 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 26. og 27. febrúar. Svarhlutfallið var 60,5 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir aldri. Alls tóku 63,4 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Þá voru 7 prósent sem sögðust ekki ætla að kjósa eða skila auðu, 5 prósent sögðust óákveðin og 25 prósent vildu ekki svara spurningunni. Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
„Við stefnum á að komast í meirihluta og þess vegna þurfum við tólf. Við ætlum að reyna að fá eins marga af þessum tólf og við getum. Það kemur svo í ljós hversu margir þeir verða á endanum. En við ætlum allavega að verða stærsti flokkurinn,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Sjálfstæðisflokkurinn er með mest fylgi allra framboða í borginni, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og vefmiðilsins frettabladid.is. Rúmlega 35 prósent segjast ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn og myndi hann fá níu af 23 borgarfulltrúum.Samfylkingin er næststærsti flokkurinn með rúm 27 prósent og fengi sjö borgarfulltrúa kjörna. Segja má að þessir tveir flokkar yrðu tveir turnar í borgarstjórninni, en þriðji stærsti flokkurinn yrði VG. Hann er með 12 prósenta fylgi og fengi samkvæmt því þrjá menn. Píratar eru með 8,9 prósenta fylgi og fengju tvo menn kjörna. Samkvæmt þessu hefðu Samfylkingin, VG og Píratar tólf menn og meirihluta í 23 manna borgarstjórn. Miðflokkurinn er með 6 prósenta fylgi og fengi einn borgarfulltrúa. Viðreisn fengi líka einn borgarfulltrúa en er með 4,2 prósenta fylgi. Framsóknarflokkurinn er með 3,4 prósenta fylgi og fengi ekki kjörinn borgarfulltrúa. Björt framtíð fengi ekki heldur kjörinn fulltrúa en flokkurinn er með 0,7 prósenta fylgi. Sósíalistaflokkurinn er með 0,5 prósenta fylgi í könnuninni og er eins og Björt framtíð nokkuð langt frá að fá kjörinn fulltrúa. Hringt var í 1.322 manns með lögheimili í Reykjavík þar til náðist í 800 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 26. og 27. febrúar. Svarhlutfallið var 60,5 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir aldri. Alls tóku 63,4 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Þá voru 7 prósent sem sögðust ekki ætla að kjósa eða skila auðu, 5 prósent sögðust óákveðin og 25 prósent vildu ekki svara spurningunni.
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira