Ríkisstjórnin býður hækkun atvinnuleysisbóta og samráð um breytingar á sköttum og bótum Heimir Már Pétursson skrifar 27. febrúar 2018 18:57 Stjórnvöld eru reiðubúin að hækka atvinnuleysisbætur, launagreiðslur úr Ábyrgðasjóði launa og hefja vinnu með aðilum vinnumarkaðarins um skattkerfisbreytingar til að greiða fyrir að samningum á almennum markaði verði ekki sagt upp á morgun. Um sextíu formenn verkalýðsfélaga innan ASÍ ákveða framhald samninga á morgun. Aðilar vinnumarkaðarins hafa átt fjölda funda með stjórnvöldum á undanförnum vikum. Forsendunefnd ASÍ og Samtaka atvinnulífsins lauk hins vegar störfum í ágreiningi í dag þar sem ASÍ telur forsendur samninga brostnar að óbreyttu en atvinnurekendur telja svo ekki vera. Samningar á almennum markaði hafi verið leiðandi og kaupmáttur aukist í samræmi við markmið. Um 60 formenn aðildarfélaga ASÍ ákveða á morgun hvort samningum verði sagt upp. Og nú þegar tæpur sólarhringur er þar til frestur til að segja upp kjarasamningum rennur út, komu forystumenn í Alþýðusambandinu til fundar með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í stjórnarráðshúsinu síðdegis. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ sagði að loknum fundi að ríkisstjórnin hefði kynnt aðgerðir sem nú þegar sé til fé inni fyrir.Gylfi Arnbjörnsson hjá ASÍ.visir/anton brink„Stjórnvöld voru þá núna að tilkynna okkur ákvörðun sína um að koma til móts við hækkun atvinnuleysisbóta. Þær verði settar í 90 prósent af dagvinnutryggingu. Það þýðir tæplega 50 þúsund króna hækkun á atvinnuleysisbótum 1. maí. Og að færa þá Ábyrgðasjóð launa upp í það sem hann ætti að vera, 635 þúsund. En hámarkið í dag er ekki nema 385 þúsund krónur. Þannig að þetta er talsvert mikil hækkun,“ segir Gylfi. Þá sé ríkisstjórnin reiðubúin að hefja viðræður um breytingar á skatta- og bótakerfi með það að markmiði að bæta kjör þeirra verst settu og framlög til fræðslusjóða. Þetta geti vissulega létt undir í stöðunni. „Auðvitað hefði ég viljað sjá hækkun á fæðingarorlofi og lengingu á tímabilinu. En við verðum að horfast í augu við að það þarf að setjast yfir það. Þar vantar iðgjald til að mæta því. En þarna er þá verið að koma til móts við okkur, bæði atvinnuleysistryggingasjóður og Ábyrgðasjóður launa hafa tekjur til að standa undir þessum ákvörðunum,“ segir Gylfi.Staðan verður erfiðari ef samningum verður sagt uppKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ríkisstjórnina hafa ákveðið að hækka atvinnuleysisbætur og greiðslur úr Ábyrgðasjóði launa eins og ASÍ hafi sett á oddinn varðandi félagslegar umbætur. Um leið vilji ríkisstjórnin halda áfram góðum viðræðum við aðila vinnumarkaðarins sem m.a. hafi skilað breytingum á kjararáði. „Og viljum eiga samtal við aðila vinnumarkaðarins um skattkerfisbreytingar og samspil skattkerfisins við bótakerfið. Barnabætur og húsnæðisbætur. Þannig að við getum betur tryggt stöðu lægri millitekjuhópa og lágtekjuhópa í samfélaginu,“ segir Katrín. Ríkisstjórnin vilji ljúka þessum viðræðum á haustmánuðum þannig að hugsanlega megi leggja til breytingar við gerð fjárlaga næsta árs.Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.Vísir/Ernir„Það liggur auðvitað fyrir að þeir samningar sem nú er verið að ræða eru á milli Samtaka atvinnulífsins og ASÍ. Stjórnvöld eru ekki aðilar að þeim samningum. Við erum einfaldlega að segja með þessari skýru yfirlýsingu að við erum reiðubúin að leggja okkar að mörkum í aðgerðum til að stuðla að félagslegum stöðugleika til að stuðla að aukinni sátt á vinnumarkaði,“ segir Katrín. Framhaldið veltur hins vegar á formannafundi ASÍ á morgun. En forsætisráðherra segir ákvörðun ríkisstjórnarinnar um atvinnuleysisbætur og greiðslur úr tryggingarsjóði launa standa. „Hin vegar liggur fyrir að samtal aðila vinnumarkaðarins verður með öðrum hætti ef hér verða vinnudeilur út árið.“Þannig að það gæti orðið erfiðara? „Ég held að það átti sig allir á því sem eru jarðtengdir,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Kjaramál Tengdar fréttir Útspil ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga kynnt Ríkisstjórnin er reiðubúin til þess að hækka mánaðarlegar greiðslur úr Ábyrgðasjóði launa, hækka atvinnuleysistryggingar og ætlar að hefja endurskoðun á tekjuskattskerfinu með áherslu á lækkun skattbyrði. 27. febrúar 2018 18:26 Bjarni sagði að búið væri að stórbæta kjör Íslendinga á síðustu árum Sagði Samtök atvinnulífsins hafa nokkuð til síns máls í umræðu um kjarasamninga. 24. febrúar 2018 13:08 Frestur til uppsagna kjarasamninga þorra verkafólks að renna út Komið er að ögurstundu varðandi uppsögn um hundrað þúsund manna á almenna launamarkaðnum en frestur til að segja samningunum upp rennur út klukkan fjögur á morgun. 27. febrúar 2018 11:59 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira
Stjórnvöld eru reiðubúin að hækka atvinnuleysisbætur, launagreiðslur úr Ábyrgðasjóði launa og hefja vinnu með aðilum vinnumarkaðarins um skattkerfisbreytingar til að greiða fyrir að samningum á almennum markaði verði ekki sagt upp á morgun. Um sextíu formenn verkalýðsfélaga innan ASÍ ákveða framhald samninga á morgun. Aðilar vinnumarkaðarins hafa átt fjölda funda með stjórnvöldum á undanförnum vikum. Forsendunefnd ASÍ og Samtaka atvinnulífsins lauk hins vegar störfum í ágreiningi í dag þar sem ASÍ telur forsendur samninga brostnar að óbreyttu en atvinnurekendur telja svo ekki vera. Samningar á almennum markaði hafi verið leiðandi og kaupmáttur aukist í samræmi við markmið. Um 60 formenn aðildarfélaga ASÍ ákveða á morgun hvort samningum verði sagt upp. Og nú þegar tæpur sólarhringur er þar til frestur til að segja upp kjarasamningum rennur út, komu forystumenn í Alþýðusambandinu til fundar með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í stjórnarráðshúsinu síðdegis. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ sagði að loknum fundi að ríkisstjórnin hefði kynnt aðgerðir sem nú þegar sé til fé inni fyrir.Gylfi Arnbjörnsson hjá ASÍ.visir/anton brink„Stjórnvöld voru þá núna að tilkynna okkur ákvörðun sína um að koma til móts við hækkun atvinnuleysisbóta. Þær verði settar í 90 prósent af dagvinnutryggingu. Það þýðir tæplega 50 þúsund króna hækkun á atvinnuleysisbótum 1. maí. Og að færa þá Ábyrgðasjóð launa upp í það sem hann ætti að vera, 635 þúsund. En hámarkið í dag er ekki nema 385 þúsund krónur. Þannig að þetta er talsvert mikil hækkun,“ segir Gylfi. Þá sé ríkisstjórnin reiðubúin að hefja viðræður um breytingar á skatta- og bótakerfi með það að markmiði að bæta kjör þeirra verst settu og framlög til fræðslusjóða. Þetta geti vissulega létt undir í stöðunni. „Auðvitað hefði ég viljað sjá hækkun á fæðingarorlofi og lengingu á tímabilinu. En við verðum að horfast í augu við að það þarf að setjast yfir það. Þar vantar iðgjald til að mæta því. En þarna er þá verið að koma til móts við okkur, bæði atvinnuleysistryggingasjóður og Ábyrgðasjóður launa hafa tekjur til að standa undir þessum ákvörðunum,“ segir Gylfi.Staðan verður erfiðari ef samningum verður sagt uppKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ríkisstjórnina hafa ákveðið að hækka atvinnuleysisbætur og greiðslur úr Ábyrgðasjóði launa eins og ASÍ hafi sett á oddinn varðandi félagslegar umbætur. Um leið vilji ríkisstjórnin halda áfram góðum viðræðum við aðila vinnumarkaðarins sem m.a. hafi skilað breytingum á kjararáði. „Og viljum eiga samtal við aðila vinnumarkaðarins um skattkerfisbreytingar og samspil skattkerfisins við bótakerfið. Barnabætur og húsnæðisbætur. Þannig að við getum betur tryggt stöðu lægri millitekjuhópa og lágtekjuhópa í samfélaginu,“ segir Katrín. Ríkisstjórnin vilji ljúka þessum viðræðum á haustmánuðum þannig að hugsanlega megi leggja til breytingar við gerð fjárlaga næsta árs.Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.Vísir/Ernir„Það liggur auðvitað fyrir að þeir samningar sem nú er verið að ræða eru á milli Samtaka atvinnulífsins og ASÍ. Stjórnvöld eru ekki aðilar að þeim samningum. Við erum einfaldlega að segja með þessari skýru yfirlýsingu að við erum reiðubúin að leggja okkar að mörkum í aðgerðum til að stuðla að félagslegum stöðugleika til að stuðla að aukinni sátt á vinnumarkaði,“ segir Katrín. Framhaldið veltur hins vegar á formannafundi ASÍ á morgun. En forsætisráðherra segir ákvörðun ríkisstjórnarinnar um atvinnuleysisbætur og greiðslur úr tryggingarsjóði launa standa. „Hin vegar liggur fyrir að samtal aðila vinnumarkaðarins verður með öðrum hætti ef hér verða vinnudeilur út árið.“Þannig að það gæti orðið erfiðara? „Ég held að það átti sig allir á því sem eru jarðtengdir,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Kjaramál Tengdar fréttir Útspil ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga kynnt Ríkisstjórnin er reiðubúin til þess að hækka mánaðarlegar greiðslur úr Ábyrgðasjóði launa, hækka atvinnuleysistryggingar og ætlar að hefja endurskoðun á tekjuskattskerfinu með áherslu á lækkun skattbyrði. 27. febrúar 2018 18:26 Bjarni sagði að búið væri að stórbæta kjör Íslendinga á síðustu árum Sagði Samtök atvinnulífsins hafa nokkuð til síns máls í umræðu um kjarasamninga. 24. febrúar 2018 13:08 Frestur til uppsagna kjarasamninga þorra verkafólks að renna út Komið er að ögurstundu varðandi uppsögn um hundrað þúsund manna á almenna launamarkaðnum en frestur til að segja samningunum upp rennur út klukkan fjögur á morgun. 27. febrúar 2018 11:59 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira
Útspil ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga kynnt Ríkisstjórnin er reiðubúin til þess að hækka mánaðarlegar greiðslur úr Ábyrgðasjóði launa, hækka atvinnuleysistryggingar og ætlar að hefja endurskoðun á tekjuskattskerfinu með áherslu á lækkun skattbyrði. 27. febrúar 2018 18:26
Bjarni sagði að búið væri að stórbæta kjör Íslendinga á síðustu árum Sagði Samtök atvinnulífsins hafa nokkuð til síns máls í umræðu um kjarasamninga. 24. febrúar 2018 13:08
Frestur til uppsagna kjarasamninga þorra verkafólks að renna út Komið er að ögurstundu varðandi uppsögn um hundrað þúsund manna á almenna launamarkaðnum en frestur til að segja samningunum upp rennur út klukkan fjögur á morgun. 27. febrúar 2018 11:59