Ríkisstjórnin býður hækkun atvinnuleysisbóta og samráð um breytingar á sköttum og bótum Heimir Már Pétursson skrifar 27. febrúar 2018 18:57 Stjórnvöld eru reiðubúin að hækka atvinnuleysisbætur, launagreiðslur úr Ábyrgðasjóði launa og hefja vinnu með aðilum vinnumarkaðarins um skattkerfisbreytingar til að greiða fyrir að samningum á almennum markaði verði ekki sagt upp á morgun. Um sextíu formenn verkalýðsfélaga innan ASÍ ákveða framhald samninga á morgun. Aðilar vinnumarkaðarins hafa átt fjölda funda með stjórnvöldum á undanförnum vikum. Forsendunefnd ASÍ og Samtaka atvinnulífsins lauk hins vegar störfum í ágreiningi í dag þar sem ASÍ telur forsendur samninga brostnar að óbreyttu en atvinnurekendur telja svo ekki vera. Samningar á almennum markaði hafi verið leiðandi og kaupmáttur aukist í samræmi við markmið. Um 60 formenn aðildarfélaga ASÍ ákveða á morgun hvort samningum verði sagt upp. Og nú þegar tæpur sólarhringur er þar til frestur til að segja upp kjarasamningum rennur út, komu forystumenn í Alþýðusambandinu til fundar með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í stjórnarráðshúsinu síðdegis. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ sagði að loknum fundi að ríkisstjórnin hefði kynnt aðgerðir sem nú þegar sé til fé inni fyrir.Gylfi Arnbjörnsson hjá ASÍ.visir/anton brink„Stjórnvöld voru þá núna að tilkynna okkur ákvörðun sína um að koma til móts við hækkun atvinnuleysisbóta. Þær verði settar í 90 prósent af dagvinnutryggingu. Það þýðir tæplega 50 þúsund króna hækkun á atvinnuleysisbótum 1. maí. Og að færa þá Ábyrgðasjóð launa upp í það sem hann ætti að vera, 635 þúsund. En hámarkið í dag er ekki nema 385 þúsund krónur. Þannig að þetta er talsvert mikil hækkun,“ segir Gylfi. Þá sé ríkisstjórnin reiðubúin að hefja viðræður um breytingar á skatta- og bótakerfi með það að markmiði að bæta kjör þeirra verst settu og framlög til fræðslusjóða. Þetta geti vissulega létt undir í stöðunni. „Auðvitað hefði ég viljað sjá hækkun á fæðingarorlofi og lengingu á tímabilinu. En við verðum að horfast í augu við að það þarf að setjast yfir það. Þar vantar iðgjald til að mæta því. En þarna er þá verið að koma til móts við okkur, bæði atvinnuleysistryggingasjóður og Ábyrgðasjóður launa hafa tekjur til að standa undir þessum ákvörðunum,“ segir Gylfi.Staðan verður erfiðari ef samningum verður sagt uppKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ríkisstjórnina hafa ákveðið að hækka atvinnuleysisbætur og greiðslur úr Ábyrgðasjóði launa eins og ASÍ hafi sett á oddinn varðandi félagslegar umbætur. Um leið vilji ríkisstjórnin halda áfram góðum viðræðum við aðila vinnumarkaðarins sem m.a. hafi skilað breytingum á kjararáði. „Og viljum eiga samtal við aðila vinnumarkaðarins um skattkerfisbreytingar og samspil skattkerfisins við bótakerfið. Barnabætur og húsnæðisbætur. Þannig að við getum betur tryggt stöðu lægri millitekjuhópa og lágtekjuhópa í samfélaginu,“ segir Katrín. Ríkisstjórnin vilji ljúka þessum viðræðum á haustmánuðum þannig að hugsanlega megi leggja til breytingar við gerð fjárlaga næsta árs.Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.Vísir/Ernir„Það liggur auðvitað fyrir að þeir samningar sem nú er verið að ræða eru á milli Samtaka atvinnulífsins og ASÍ. Stjórnvöld eru ekki aðilar að þeim samningum. Við erum einfaldlega að segja með þessari skýru yfirlýsingu að við erum reiðubúin að leggja okkar að mörkum í aðgerðum til að stuðla að félagslegum stöðugleika til að stuðla að aukinni sátt á vinnumarkaði,“ segir Katrín. Framhaldið veltur hins vegar á formannafundi ASÍ á morgun. En forsætisráðherra segir ákvörðun ríkisstjórnarinnar um atvinnuleysisbætur og greiðslur úr tryggingarsjóði launa standa. „Hin vegar liggur fyrir að samtal aðila vinnumarkaðarins verður með öðrum hætti ef hér verða vinnudeilur út árið.“Þannig að það gæti orðið erfiðara? „Ég held að það átti sig allir á því sem eru jarðtengdir,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Kjaramál Tengdar fréttir Útspil ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga kynnt Ríkisstjórnin er reiðubúin til þess að hækka mánaðarlegar greiðslur úr Ábyrgðasjóði launa, hækka atvinnuleysistryggingar og ætlar að hefja endurskoðun á tekjuskattskerfinu með áherslu á lækkun skattbyrði. 27. febrúar 2018 18:26 Bjarni sagði að búið væri að stórbæta kjör Íslendinga á síðustu árum Sagði Samtök atvinnulífsins hafa nokkuð til síns máls í umræðu um kjarasamninga. 24. febrúar 2018 13:08 Frestur til uppsagna kjarasamninga þorra verkafólks að renna út Komið er að ögurstundu varðandi uppsögn um hundrað þúsund manna á almenna launamarkaðnum en frestur til að segja samningunum upp rennur út klukkan fjögur á morgun. 27. febrúar 2018 11:59 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Fleiri fréttir Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Sjá meira
Stjórnvöld eru reiðubúin að hækka atvinnuleysisbætur, launagreiðslur úr Ábyrgðasjóði launa og hefja vinnu með aðilum vinnumarkaðarins um skattkerfisbreytingar til að greiða fyrir að samningum á almennum markaði verði ekki sagt upp á morgun. Um sextíu formenn verkalýðsfélaga innan ASÍ ákveða framhald samninga á morgun. Aðilar vinnumarkaðarins hafa átt fjölda funda með stjórnvöldum á undanförnum vikum. Forsendunefnd ASÍ og Samtaka atvinnulífsins lauk hins vegar störfum í ágreiningi í dag þar sem ASÍ telur forsendur samninga brostnar að óbreyttu en atvinnurekendur telja svo ekki vera. Samningar á almennum markaði hafi verið leiðandi og kaupmáttur aukist í samræmi við markmið. Um 60 formenn aðildarfélaga ASÍ ákveða á morgun hvort samningum verði sagt upp. Og nú þegar tæpur sólarhringur er þar til frestur til að segja upp kjarasamningum rennur út, komu forystumenn í Alþýðusambandinu til fundar með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í stjórnarráðshúsinu síðdegis. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ sagði að loknum fundi að ríkisstjórnin hefði kynnt aðgerðir sem nú þegar sé til fé inni fyrir.Gylfi Arnbjörnsson hjá ASÍ.visir/anton brink„Stjórnvöld voru þá núna að tilkynna okkur ákvörðun sína um að koma til móts við hækkun atvinnuleysisbóta. Þær verði settar í 90 prósent af dagvinnutryggingu. Það þýðir tæplega 50 þúsund króna hækkun á atvinnuleysisbótum 1. maí. Og að færa þá Ábyrgðasjóð launa upp í það sem hann ætti að vera, 635 þúsund. En hámarkið í dag er ekki nema 385 þúsund krónur. Þannig að þetta er talsvert mikil hækkun,“ segir Gylfi. Þá sé ríkisstjórnin reiðubúin að hefja viðræður um breytingar á skatta- og bótakerfi með það að markmiði að bæta kjör þeirra verst settu og framlög til fræðslusjóða. Þetta geti vissulega létt undir í stöðunni. „Auðvitað hefði ég viljað sjá hækkun á fæðingarorlofi og lengingu á tímabilinu. En við verðum að horfast í augu við að það þarf að setjast yfir það. Þar vantar iðgjald til að mæta því. En þarna er þá verið að koma til móts við okkur, bæði atvinnuleysistryggingasjóður og Ábyrgðasjóður launa hafa tekjur til að standa undir þessum ákvörðunum,“ segir Gylfi.Staðan verður erfiðari ef samningum verður sagt uppKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ríkisstjórnina hafa ákveðið að hækka atvinnuleysisbætur og greiðslur úr Ábyrgðasjóði launa eins og ASÍ hafi sett á oddinn varðandi félagslegar umbætur. Um leið vilji ríkisstjórnin halda áfram góðum viðræðum við aðila vinnumarkaðarins sem m.a. hafi skilað breytingum á kjararáði. „Og viljum eiga samtal við aðila vinnumarkaðarins um skattkerfisbreytingar og samspil skattkerfisins við bótakerfið. Barnabætur og húsnæðisbætur. Þannig að við getum betur tryggt stöðu lægri millitekjuhópa og lágtekjuhópa í samfélaginu,“ segir Katrín. Ríkisstjórnin vilji ljúka þessum viðræðum á haustmánuðum þannig að hugsanlega megi leggja til breytingar við gerð fjárlaga næsta árs.Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.Vísir/Ernir„Það liggur auðvitað fyrir að þeir samningar sem nú er verið að ræða eru á milli Samtaka atvinnulífsins og ASÍ. Stjórnvöld eru ekki aðilar að þeim samningum. Við erum einfaldlega að segja með þessari skýru yfirlýsingu að við erum reiðubúin að leggja okkar að mörkum í aðgerðum til að stuðla að félagslegum stöðugleika til að stuðla að aukinni sátt á vinnumarkaði,“ segir Katrín. Framhaldið veltur hins vegar á formannafundi ASÍ á morgun. En forsætisráðherra segir ákvörðun ríkisstjórnarinnar um atvinnuleysisbætur og greiðslur úr tryggingarsjóði launa standa. „Hin vegar liggur fyrir að samtal aðila vinnumarkaðarins verður með öðrum hætti ef hér verða vinnudeilur út árið.“Þannig að það gæti orðið erfiðara? „Ég held að það átti sig allir á því sem eru jarðtengdir,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Kjaramál Tengdar fréttir Útspil ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga kynnt Ríkisstjórnin er reiðubúin til þess að hækka mánaðarlegar greiðslur úr Ábyrgðasjóði launa, hækka atvinnuleysistryggingar og ætlar að hefja endurskoðun á tekjuskattskerfinu með áherslu á lækkun skattbyrði. 27. febrúar 2018 18:26 Bjarni sagði að búið væri að stórbæta kjör Íslendinga á síðustu árum Sagði Samtök atvinnulífsins hafa nokkuð til síns máls í umræðu um kjarasamninga. 24. febrúar 2018 13:08 Frestur til uppsagna kjarasamninga þorra verkafólks að renna út Komið er að ögurstundu varðandi uppsögn um hundrað þúsund manna á almenna launamarkaðnum en frestur til að segja samningunum upp rennur út klukkan fjögur á morgun. 27. febrúar 2018 11:59 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Fleiri fréttir Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Sjá meira
Útspil ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga kynnt Ríkisstjórnin er reiðubúin til þess að hækka mánaðarlegar greiðslur úr Ábyrgðasjóði launa, hækka atvinnuleysistryggingar og ætlar að hefja endurskoðun á tekjuskattskerfinu með áherslu á lækkun skattbyrði. 27. febrúar 2018 18:26
Bjarni sagði að búið væri að stórbæta kjör Íslendinga á síðustu árum Sagði Samtök atvinnulífsins hafa nokkuð til síns máls í umræðu um kjarasamninga. 24. febrúar 2018 13:08
Frestur til uppsagna kjarasamninga þorra verkafólks að renna út Komið er að ögurstundu varðandi uppsögn um hundrað þúsund manna á almenna launamarkaðnum en frestur til að segja samningunum upp rennur út klukkan fjögur á morgun. 27. febrúar 2018 11:59