Sagði Braga ekki hafa brotið af sér Birgir Olgeirsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 26. febrúar 2018 17:12 Ásmundur Einar Daðason. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra sagði niðurstöðu á athugun velferðarráðuneytisins á máli Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu, leiða í ljós að hvorki hann né Barnaverndarstofu hefðu brotið af sér. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, spurði á þingfundi í dag hvers vegna niðurstaða þessarar athugunar hefði ekki legið fyrir áður en ríkisstjórnin ákvað að styðja Braga til framboðs í Barnaverndarréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna. Þorsteinn Víglundsson spurði einnig út í málið á þingi. Athugunin var sett í gang af Þorsteini Víglundssyni félagsmálaráðherra í fyrra eftir að formenn barnaverndarnefnda á höfuðborgarsvæðinu með kvörtunum á hendur Braga. Var hann meðal annars sakaður um óeðlileg afskipti í einstaka málum. Ásmundur sagðist sammála þeirri niðurstöðu velferðarráðuneytisins að ekkert brot hafi átt sér stað. Hann telur ekki þörf á frekari rannsókn á málinu en hefur óskað eftir fundi með velferðarnefnd. Þar mun hann gera nefndinni grein fyrir málinu og sitja fyrir svörum. Velferðarráðuneytið birti í dag fjögur bréf á vefsíðu sinni varðandi kvartanirnar vegna Braga. Bréfin eru skrifuð til barnaverndar Reykjavíkur, barnaverndar Kópavogs og barnaverndar Hafnarfjarðar en síðasta bréfið var sent á Braga og Barnaverndarstofu. Í bréfunum kemur fram að augljóslega liggi ekki sá trúnaður og það traust milli aðila í málaflokknum sem þarf að vera til staðar til að tryggja nauðsynlega virkni og framþróun. Þurfi því aðgerðir til að endurheimta traust og trúnað innan málaflokksins. Í bréfunum kemur fram að í janúar á þessu ári hafi ráðuneytið átt tvo fundi með barnaverndarnefndum Reykjavíkur, Hafnarfjarðar og Kópavogs þar sem farið var yfir málið í heild sinni. Í öllum fjórum bréfunum kemur meðal annars fram: „Vinna þarf að því að aðilar málaflokksins leggi ágreining sinn til hliðar og komi sér saman um ákveðnar samskiptareglur og vinni í sameiningu samkvæmt þeim að framgangi barnavernarstarfs. Ráðuneytið mun fela utanaðkomandi aðila að leiða til samtals og samráðs og miðla málum þannig að unnt sé að komast að sameiginlegri niðurstöðu um ásættanlega samskiptahætti og samstarf.“ Bréfin má finna hér fyrir neðan. Fréttin hefur verið uppfærð. Tengdar fréttir Kalla eftir niðurstöðum velferðarráðuneytisins í máli Braga Hann vill taka skýrt fram að málið beinist ekki gegn persónu Braga heldur snúist það fyrst og fremst um eðlilega stjórnsýslu í viðkvæmum málaflokki eins og þessum. 26. febrúar 2018 12:15 Býst við því að niðurstöður í máli Braga verði birtar í dag Niðurstaða ráðuneytisins liggur fyrir en bréf með niðurstöðunum hafa verið send á formenn barnaverndarnefndanna á höfuðborgarsvæðinu. 26. febrúar 2018 14:04 Framboð Braga stuðningsyfirlýsing ríkisstjórnarinnar við vinnubrögð sem kvartað var undan Þorsteinn, sem gengdi stöðu félags-og jafnréttismálaráðherra þegar kvartanirnar bárust, segir að umhvertanir nefndanna hefðu verið fjölmargar og alvarlegar. 25. febrúar 2018 19:42 Krefjast þess að útnefning Braga verði dregin til baka Ung vinstri græn, ungliðahreyfing Vinstri grænna, telur ólíðandi að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hafi verið útnefndur sem framboðsefni Íslands til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. 26. febrúar 2018 08:08 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra sagði niðurstöðu á athugun velferðarráðuneytisins á máli Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu, leiða í ljós að hvorki hann né Barnaverndarstofu hefðu brotið af sér. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, spurði á þingfundi í dag hvers vegna niðurstaða þessarar athugunar hefði ekki legið fyrir áður en ríkisstjórnin ákvað að styðja Braga til framboðs í Barnaverndarréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna. Þorsteinn Víglundsson spurði einnig út í málið á þingi. Athugunin var sett í gang af Þorsteini Víglundssyni félagsmálaráðherra í fyrra eftir að formenn barnaverndarnefnda á höfuðborgarsvæðinu með kvörtunum á hendur Braga. Var hann meðal annars sakaður um óeðlileg afskipti í einstaka málum. Ásmundur sagðist sammála þeirri niðurstöðu velferðarráðuneytisins að ekkert brot hafi átt sér stað. Hann telur ekki þörf á frekari rannsókn á málinu en hefur óskað eftir fundi með velferðarnefnd. Þar mun hann gera nefndinni grein fyrir málinu og sitja fyrir svörum. Velferðarráðuneytið birti í dag fjögur bréf á vefsíðu sinni varðandi kvartanirnar vegna Braga. Bréfin eru skrifuð til barnaverndar Reykjavíkur, barnaverndar Kópavogs og barnaverndar Hafnarfjarðar en síðasta bréfið var sent á Braga og Barnaverndarstofu. Í bréfunum kemur fram að augljóslega liggi ekki sá trúnaður og það traust milli aðila í málaflokknum sem þarf að vera til staðar til að tryggja nauðsynlega virkni og framþróun. Þurfi því aðgerðir til að endurheimta traust og trúnað innan málaflokksins. Í bréfunum kemur fram að í janúar á þessu ári hafi ráðuneytið átt tvo fundi með barnaverndarnefndum Reykjavíkur, Hafnarfjarðar og Kópavogs þar sem farið var yfir málið í heild sinni. Í öllum fjórum bréfunum kemur meðal annars fram: „Vinna þarf að því að aðilar málaflokksins leggi ágreining sinn til hliðar og komi sér saman um ákveðnar samskiptareglur og vinni í sameiningu samkvæmt þeim að framgangi barnavernarstarfs. Ráðuneytið mun fela utanaðkomandi aðila að leiða til samtals og samráðs og miðla málum þannig að unnt sé að komast að sameiginlegri niðurstöðu um ásættanlega samskiptahætti og samstarf.“ Bréfin má finna hér fyrir neðan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Tengdar fréttir Kalla eftir niðurstöðum velferðarráðuneytisins í máli Braga Hann vill taka skýrt fram að málið beinist ekki gegn persónu Braga heldur snúist það fyrst og fremst um eðlilega stjórnsýslu í viðkvæmum málaflokki eins og þessum. 26. febrúar 2018 12:15 Býst við því að niðurstöður í máli Braga verði birtar í dag Niðurstaða ráðuneytisins liggur fyrir en bréf með niðurstöðunum hafa verið send á formenn barnaverndarnefndanna á höfuðborgarsvæðinu. 26. febrúar 2018 14:04 Framboð Braga stuðningsyfirlýsing ríkisstjórnarinnar við vinnubrögð sem kvartað var undan Þorsteinn, sem gengdi stöðu félags-og jafnréttismálaráðherra þegar kvartanirnar bárust, segir að umhvertanir nefndanna hefðu verið fjölmargar og alvarlegar. 25. febrúar 2018 19:42 Krefjast þess að útnefning Braga verði dregin til baka Ung vinstri græn, ungliðahreyfing Vinstri grænna, telur ólíðandi að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hafi verið útnefndur sem framboðsefni Íslands til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. 26. febrúar 2018 08:08 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Kalla eftir niðurstöðum velferðarráðuneytisins í máli Braga Hann vill taka skýrt fram að málið beinist ekki gegn persónu Braga heldur snúist það fyrst og fremst um eðlilega stjórnsýslu í viðkvæmum málaflokki eins og þessum. 26. febrúar 2018 12:15
Býst við því að niðurstöður í máli Braga verði birtar í dag Niðurstaða ráðuneytisins liggur fyrir en bréf með niðurstöðunum hafa verið send á formenn barnaverndarnefndanna á höfuðborgarsvæðinu. 26. febrúar 2018 14:04
Framboð Braga stuðningsyfirlýsing ríkisstjórnarinnar við vinnubrögð sem kvartað var undan Þorsteinn, sem gengdi stöðu félags-og jafnréttismálaráðherra þegar kvartanirnar bárust, segir að umhvertanir nefndanna hefðu verið fjölmargar og alvarlegar. 25. febrúar 2018 19:42
Krefjast þess að útnefning Braga verði dregin til baka Ung vinstri græn, ungliðahreyfing Vinstri grænna, telur ólíðandi að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hafi verið útnefndur sem framboðsefni Íslands til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. 26. febrúar 2018 08:08