Brynjar telur Ásmund ofsóttan Jakob Bjarnar skrifar 26. febrúar 2018 13:15 Ljóst er að ummæli Þórhildar Sunnu leggjast afar þungt í Sjálfstæðismenn. Brynjar er barómeter á veðrabrigðin í herbúðunum þeim. Sú skoðun sem Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírati setti fram í gær, þess efnis að fyrir lægi rökstuddur grunur þess efnis að Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafi dregið sér fé vegna akstursreikninga sinna til þingsins, fer afar illa í marga innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er afar ósáttur og líkir ástandinu á Íslandi við tímana þá í Bandaríkjunum sem kenndir voru við McCarthy, á árunum 1947 til 1956, þegar meintir kommúnistar voru ofsóttir. Þórhildur Sunna gefur lítið fyrir þá líkingu.Verr komið fyrir Ásmundi en komma á McCarthytíma „Nú um stundir þykir ekki tiltökumál að ásaka opinberlega mann og annan um um glæpi og misgjörðir. Krafist er útskúfunar án þess að sýnt sé fram á að ásakanirnar séu réttar og sannar. Stjórnmálamenn og pólitískir hópar gefa ekkert eftir í þessum efnum og eru þeir ákafastir sem telja sig vera í siðvæðingarherferð. Þegar menn voru sakaðir um kommúniskan undirróður og landráð á tímum Carthyismans í bandaríkjunum fengu menn þó að bera hönd fyrir höfuð sér áður en kom að brottvikningu úr starfi eða útskúfun,“ segir Brynjar á Facebooksíðu sinni í morgun. Ljóst er að ummælin sitja í Brynjari, hann telur Ásmund afar grátt leikinn, því hann tjáði sig einnig um málið í gær á sama vettvangi. Þá nálgaðist Brynjar úr þeirri átt að vilja meina að með ummælum sínum væri Þórhildur Sunna að tala niður virðingu og traust til alþingis.Að tala niður virðingu á stjórnmálum„Til eru þingmenn sem leggja meira á sig en aðrir við að efla virðingu og traust til alþingis. Einn slíkur var á Silfrinu í morgun. Sagði þessi þingmaður, sem vill svo til að er í forsvari fyrir Pírata, að rökstuddur grunur væri um að fjármálaráðherra hefði svikið undan skatti og Ásmundur Friðriksson hefði dregið sér fé með akstri sínum um héruð. Einnig var dómsmálaráðherra grunaður um einhver ótilgreind leyndarbrot. Tók þingmaðurinn þó fram að hún væri ekki að segja þau sek enda dómstóla að skera úr um það. Mátti skilja á þingmanninum að einhver spilling lægi að baki að ekki væri búið að ákæra þessa vesalinga,“ sagði Brynjar í gær. Hann bætti háðskur við að þetta sé nokkuð sem þingmaðurinn telji nauðsynlegan hluta þess að efla virðingu og traust á stjórnmálum: „Að dylgja um refsiverð brot pólitískra andstæðinga. Hvað sem því líður veit ég ekki hvernig meint brot Ásmundar getur flokkast sem fjárdráttur. Það hefur ekki verið kenndur mikill refsiréttur í mannréttindalögfræðináminu í Hollandi og kaflanum um ærumeiðingar hefur örugglega verið alveg sleppt,“ sagði Brynjar í gær og sköpuðust þá heitar umræður á Facebook-vegg hans.Þórhildur Sunna kippir sér lítt upp við málflutning Brynjars.visir/ernirEkki eins og þessir karlar séu ofsóttirÞórhildur Sunna sjálf hefur ekki miklar áhyggjur af þessum málflutningi Brynjars, í samtali við Vísi nú rétt áður en brast á með þingflokksfundi Pírata. Og er býsna róleg þó Brynjar megi heita nokkuð stóryrtur. Hún hefur reyndar fengið mjög góð viðbrögð við skeleggri framgöngu sinni í Silfrinu á RÚV í gær. „Ég tengi ekki við þessa líkingu við McCartyisma, að þessir karlar séu eitthvað ofsóttir.“ Hún bendir á að þeir umræddir séu ekki beinlínis í þeirri stöðu að þeir séu beittir þöggun í þessu samfélagi. Þeir þurfi ekki annað en smella fingri, þá fái þeir viðtal í hvaða fjölmiðli sem er til að bera hönd yfir höfuð sér, telji þeir þörf á slíku. „Fyrir utan þinghelgina sem þeir njóta,“ segir Þórhildur Sunna.Brynjar sem stunginn grísÞinghelgi alþingismanna er athyglisvert fyrirbæri og nær ekki aðeins til þeirra orða sem þeir láta falla innan veggja Alþingshússins. „Það er til dæmis ekki hægt að sækja mig til saka fyrir nokkurn skapaðan hlut nema alþingi leyfi það sérstaklega. Og þeir eru aldrei að fara að leyfa það því þá er komið fordæmi. Ég er ekkert smeyk við að lenda í einhverju veseni. Fyrir utan að ekki er um nein meiðyrði að ræða. Ég talaði um rökstuddan grun og að tilefni væri til að rannsaka. Það er allt annað mál en að saka hann um refsiverða háttsemi. Brynjar vælir eins og stunginn grís en það er fullt tilefni til að rannsaka þessi mál,“ segir Þórhildur Sunna.Allt í lagi að móðga SjálfstæðismennBrynjar er ágætur barómeter á það hvort þungt er eða létt í Sjálfstæðismönnum. Hefurðu engar áhyggjur af því að þú sért að móðga Sjálfstæðismenn? „Mér finnst bara allt í lagi að móðga Sjálfstæðismenn af og til. Ég, rétt eins og Sjálfstæðismenn, eða þeir segjast vera það, er mikill talsmaður málfrelsis. Þeir hafa fullan rétt á að vera móðgaðir en ég hef líka fullan rétt á að móðga þá. Ef sannleikurinn er svona móðgandi.“ Alþingi Tengdar fréttir Þórhildur segir rökstuddan grun um að Ásmundur hafi dregið sér fé Reglur og lög landsins virðast aðeins gilda um almenning en ekki efsta lag þjóðfélagsins. Þetta sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, í Silfrinu í ríkissjónvarpinu í morgun. 25. febrúar 2018 14:21 Rekstrarkostnaður við bíl Ásmundar rúmlega tvær milljónir króna Um 2,6 milljónum króna minna en Ásmundur fékk í aksturskostnað frá Alþingi árið 2017 en greiðsla til hans vegna þess nam 4,6 milljónum króna. 14. febrúar 2018 08:44 „Ég er ekki einu sinni með bílpróf“ Hringurinn þrengist um þá sem ekki vilja greina frá akstursgreiðslum. 16. febrúar 2018 16:21 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira
Sú skoðun sem Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírati setti fram í gær, þess efnis að fyrir lægi rökstuddur grunur þess efnis að Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafi dregið sér fé vegna akstursreikninga sinna til þingsins, fer afar illa í marga innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er afar ósáttur og líkir ástandinu á Íslandi við tímana þá í Bandaríkjunum sem kenndir voru við McCarthy, á árunum 1947 til 1956, þegar meintir kommúnistar voru ofsóttir. Þórhildur Sunna gefur lítið fyrir þá líkingu.Verr komið fyrir Ásmundi en komma á McCarthytíma „Nú um stundir þykir ekki tiltökumál að ásaka opinberlega mann og annan um um glæpi og misgjörðir. Krafist er útskúfunar án þess að sýnt sé fram á að ásakanirnar séu réttar og sannar. Stjórnmálamenn og pólitískir hópar gefa ekkert eftir í þessum efnum og eru þeir ákafastir sem telja sig vera í siðvæðingarherferð. Þegar menn voru sakaðir um kommúniskan undirróður og landráð á tímum Carthyismans í bandaríkjunum fengu menn þó að bera hönd fyrir höfuð sér áður en kom að brottvikningu úr starfi eða útskúfun,“ segir Brynjar á Facebooksíðu sinni í morgun. Ljóst er að ummælin sitja í Brynjari, hann telur Ásmund afar grátt leikinn, því hann tjáði sig einnig um málið í gær á sama vettvangi. Þá nálgaðist Brynjar úr þeirri átt að vilja meina að með ummælum sínum væri Þórhildur Sunna að tala niður virðingu og traust til alþingis.Að tala niður virðingu á stjórnmálum„Til eru þingmenn sem leggja meira á sig en aðrir við að efla virðingu og traust til alþingis. Einn slíkur var á Silfrinu í morgun. Sagði þessi þingmaður, sem vill svo til að er í forsvari fyrir Pírata, að rökstuddur grunur væri um að fjármálaráðherra hefði svikið undan skatti og Ásmundur Friðriksson hefði dregið sér fé með akstri sínum um héruð. Einnig var dómsmálaráðherra grunaður um einhver ótilgreind leyndarbrot. Tók þingmaðurinn þó fram að hún væri ekki að segja þau sek enda dómstóla að skera úr um það. Mátti skilja á þingmanninum að einhver spilling lægi að baki að ekki væri búið að ákæra þessa vesalinga,“ sagði Brynjar í gær. Hann bætti háðskur við að þetta sé nokkuð sem þingmaðurinn telji nauðsynlegan hluta þess að efla virðingu og traust á stjórnmálum: „Að dylgja um refsiverð brot pólitískra andstæðinga. Hvað sem því líður veit ég ekki hvernig meint brot Ásmundar getur flokkast sem fjárdráttur. Það hefur ekki verið kenndur mikill refsiréttur í mannréttindalögfræðináminu í Hollandi og kaflanum um ærumeiðingar hefur örugglega verið alveg sleppt,“ sagði Brynjar í gær og sköpuðust þá heitar umræður á Facebook-vegg hans.Þórhildur Sunna kippir sér lítt upp við málflutning Brynjars.visir/ernirEkki eins og þessir karlar séu ofsóttirÞórhildur Sunna sjálf hefur ekki miklar áhyggjur af þessum málflutningi Brynjars, í samtali við Vísi nú rétt áður en brast á með þingflokksfundi Pírata. Og er býsna róleg þó Brynjar megi heita nokkuð stóryrtur. Hún hefur reyndar fengið mjög góð viðbrögð við skeleggri framgöngu sinni í Silfrinu á RÚV í gær. „Ég tengi ekki við þessa líkingu við McCartyisma, að þessir karlar séu eitthvað ofsóttir.“ Hún bendir á að þeir umræddir séu ekki beinlínis í þeirri stöðu að þeir séu beittir þöggun í þessu samfélagi. Þeir þurfi ekki annað en smella fingri, þá fái þeir viðtal í hvaða fjölmiðli sem er til að bera hönd yfir höfuð sér, telji þeir þörf á slíku. „Fyrir utan þinghelgina sem þeir njóta,“ segir Þórhildur Sunna.Brynjar sem stunginn grísÞinghelgi alþingismanna er athyglisvert fyrirbæri og nær ekki aðeins til þeirra orða sem þeir láta falla innan veggja Alþingshússins. „Það er til dæmis ekki hægt að sækja mig til saka fyrir nokkurn skapaðan hlut nema alþingi leyfi það sérstaklega. Og þeir eru aldrei að fara að leyfa það því þá er komið fordæmi. Ég er ekkert smeyk við að lenda í einhverju veseni. Fyrir utan að ekki er um nein meiðyrði að ræða. Ég talaði um rökstuddan grun og að tilefni væri til að rannsaka. Það er allt annað mál en að saka hann um refsiverða háttsemi. Brynjar vælir eins og stunginn grís en það er fullt tilefni til að rannsaka þessi mál,“ segir Þórhildur Sunna.Allt í lagi að móðga SjálfstæðismennBrynjar er ágætur barómeter á það hvort þungt er eða létt í Sjálfstæðismönnum. Hefurðu engar áhyggjur af því að þú sért að móðga Sjálfstæðismenn? „Mér finnst bara allt í lagi að móðga Sjálfstæðismenn af og til. Ég, rétt eins og Sjálfstæðismenn, eða þeir segjast vera það, er mikill talsmaður málfrelsis. Þeir hafa fullan rétt á að vera móðgaðir en ég hef líka fullan rétt á að móðga þá. Ef sannleikurinn er svona móðgandi.“
Alþingi Tengdar fréttir Þórhildur segir rökstuddan grun um að Ásmundur hafi dregið sér fé Reglur og lög landsins virðast aðeins gilda um almenning en ekki efsta lag þjóðfélagsins. Þetta sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, í Silfrinu í ríkissjónvarpinu í morgun. 25. febrúar 2018 14:21 Rekstrarkostnaður við bíl Ásmundar rúmlega tvær milljónir króna Um 2,6 milljónum króna minna en Ásmundur fékk í aksturskostnað frá Alþingi árið 2017 en greiðsla til hans vegna þess nam 4,6 milljónum króna. 14. febrúar 2018 08:44 „Ég er ekki einu sinni með bílpróf“ Hringurinn þrengist um þá sem ekki vilja greina frá akstursgreiðslum. 16. febrúar 2018 16:21 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira
Þórhildur segir rökstuddan grun um að Ásmundur hafi dregið sér fé Reglur og lög landsins virðast aðeins gilda um almenning en ekki efsta lag þjóðfélagsins. Þetta sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, í Silfrinu í ríkissjónvarpinu í morgun. 25. febrúar 2018 14:21
Rekstrarkostnaður við bíl Ásmundar rúmlega tvær milljónir króna Um 2,6 milljónum króna minna en Ásmundur fékk í aksturskostnað frá Alþingi árið 2017 en greiðsla til hans vegna þess nam 4,6 milljónum króna. 14. febrúar 2018 08:44
„Ég er ekki einu sinni með bílpróf“ Hringurinn þrengist um þá sem ekki vilja greina frá akstursgreiðslum. 16. febrúar 2018 16:21