Lögreglan á Vesturlandi biðlar til fólks að læsa tryggilega gluggum og hurðum þegar hús eru yfirgefin og vera vel vakandi fyrir óvenjulegum mannaferðum við hús hvort sem er að nóttu eða degi. Eins er fólki bent á að hafa vakandi auga með nágrönnum sínum og ef yfirgefa á hús til lengri tíma að fá nágranna til að fylgjast með húsinu.
Lögregla mun herða eftirlit með íbúðahverfum næstu daga.
Innbrotahrina á höfuðborgarsvæðinu hefur verið til rannsóknar undanfarnar vikur og mánuði. Innbrotin á höfuðborgarsvæðinu áttu mörg hver það sameiginlegt að þjófarnir leituðu helst eftir skartgripum, peningum og verðmætum smáhlutum í hjónaherbergjum.