Innlent

Körlum verði heimilt að höfða faðernismál

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Helga Vala Helgadóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Helga Vala Helgadóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur lagt fram frumvarp um breytingu á barnalögum þess efnis að karlmönnum verði gert kleift að höfða faðernismál. Hingað til hafa karlar aðeins getað höfðað slíkt mál ef barnið hefur ekki verið feðrað.

Áður var heimild til höfðunar faðernismáls takmörkuð við móður og barn en með dómi Hæstaréttar árið 2000 var komist að þeirri niðurstöðu að sú takmörkun bryti gegn stjórnarskrá. Við breytingu laganna í kjölfar dómsins var ákveðið að heimild karlmanna til höfðunar slíks máls yrði takmörkuð við ófeðruð börn til að forðast tilhæfulausar málshöfðanir.

Hingað til hefur skráður faðir, móðir eða barn þurft að höfða véfengingarmál til niðurfellingar faðernis áður en hægt er að höfða faðernismál. Sambærilegt frumvarp hefur verið lagt fram á Alþingi í þrígang en ekki náð fram að ganga




Fleiri fréttir

Sjá meira


×