Segir velferð fiskanna aldrei hafða að leiðarljósi hér á landi Sveinn Arnarsson skrifar 26. febrúar 2018 09:00 Formaður Dýraverndunarsamtaka Íslands segir frístundaveiðar og laxeldi vera siðlaust athæfi. Vísir/Sigurjón Rúmlega 50 þúsund dýr drápust í umsjá Arnarlax í Tálknafirði þann 12. febrúar síðastliðinn þegar sjókví hjá þeim aflagaðist og seig. Dýraverndunarsamtök Íslands gagnrýna þauleldi eins og þetta og segja velferð fiskanna virta að vettugi. „Við höfum áhyggjur af fiskeldi á Íslandi út frá dýravelferðarsjónarmiðum. Við verðum aldrei vör við að velferð fiskanna sé rædd," segir Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands. „Nú er uppi barátta milli fiskeldismanna og frístundaveiðimanna án þess að velferð fiskanna sé höfð að leiðarljósi, aðeins hagsmunir, yfirráð og peningar.“ Tvö óskyld atvik áttu sér stað hjá Arnarlaxi þann 12. febrúar þegar níu göt komu á sjókví fyrirtækisins í Arnarfirði og önnur kví í Tálknafirði seig að hluta til undir yfirborð sjávar. Matvælastofnun telur ólíklegt að fiskur hafi sloppið úr kvínni. Af þeim myndum og gögnum sem MAST fékk frá fyrirtækinu segjast þeir geta metið það sem svo að fyrirtækið hafi brugðist rétt við til að fyrirbyggja frekara tjón. Miklar deilur hafa sprottið upp um laxeldi hér við land og vilja sumir meina að eldislax geti eyðilagt hinn íslenskættaða villta laxastofn og að eldi mengi út frá sér. Hallgerður bendir hins vegar á að bæði frístundaveiðimennska sem og þauleldi séu í eðli sínu siðlausar athafnir. „Frístundaveiðimenn og aðilar í fiskeldi eiga fyrst og fremst í deilum vegna sinna eigin hagsmuna. Báðir hóparnir fara þannig með dýrin að þau þjást. Við þauleldi fiska eins og hér er stundað eru 20 prósent afföll algeng á fiskum, í hvaða búskap eru 20 prósent afföll bústofns eðlileg? Og veiðimenn sem veiða laxinn og sleppa honum síðan. Það eru auðvitað pyntingar. Báðir hóparnir sýna því siðleysi gagnvart velferð fiskanna. Fiskur gefur ekki frá sér hljóð við sársauka þrátt fyrir að finna hann. Að mati Dýraverndunarsamtaka Íslands yrði annað hljóð í strokknum ef fiskar gæfu frá sér hljóð. „Auðvitað skiptir máli að fiskurinn gefur ekki frá sér hljóð. Það væri nú eitthvað annað uppi á teningnum ef hljóð kæmi frá fiskum líkt og hundum eða köttum þegar þeir finna til. Hljóðleysi fiskanna gerir fólki auðveldara að leiða hjá sér hugsanlegar þjáningar þeirra.“ Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Rúmlega 50 þúsund dýr drápust í umsjá Arnarlax í Tálknafirði þann 12. febrúar síðastliðinn þegar sjókví hjá þeim aflagaðist og seig. Dýraverndunarsamtök Íslands gagnrýna þauleldi eins og þetta og segja velferð fiskanna virta að vettugi. „Við höfum áhyggjur af fiskeldi á Íslandi út frá dýravelferðarsjónarmiðum. Við verðum aldrei vör við að velferð fiskanna sé rædd," segir Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands. „Nú er uppi barátta milli fiskeldismanna og frístundaveiðimanna án þess að velferð fiskanna sé höfð að leiðarljósi, aðeins hagsmunir, yfirráð og peningar.“ Tvö óskyld atvik áttu sér stað hjá Arnarlaxi þann 12. febrúar þegar níu göt komu á sjókví fyrirtækisins í Arnarfirði og önnur kví í Tálknafirði seig að hluta til undir yfirborð sjávar. Matvælastofnun telur ólíklegt að fiskur hafi sloppið úr kvínni. Af þeim myndum og gögnum sem MAST fékk frá fyrirtækinu segjast þeir geta metið það sem svo að fyrirtækið hafi brugðist rétt við til að fyrirbyggja frekara tjón. Miklar deilur hafa sprottið upp um laxeldi hér við land og vilja sumir meina að eldislax geti eyðilagt hinn íslenskættaða villta laxastofn og að eldi mengi út frá sér. Hallgerður bendir hins vegar á að bæði frístundaveiðimennska sem og þauleldi séu í eðli sínu siðlausar athafnir. „Frístundaveiðimenn og aðilar í fiskeldi eiga fyrst og fremst í deilum vegna sinna eigin hagsmuna. Báðir hóparnir fara þannig með dýrin að þau þjást. Við þauleldi fiska eins og hér er stundað eru 20 prósent afföll algeng á fiskum, í hvaða búskap eru 20 prósent afföll bústofns eðlileg? Og veiðimenn sem veiða laxinn og sleppa honum síðan. Það eru auðvitað pyntingar. Báðir hóparnir sýna því siðleysi gagnvart velferð fiskanna. Fiskur gefur ekki frá sér hljóð við sársauka þrátt fyrir að finna hann. Að mati Dýraverndunarsamtaka Íslands yrði annað hljóð í strokknum ef fiskar gæfu frá sér hljóð. „Auðvitað skiptir máli að fiskurinn gefur ekki frá sér hljóð. Það væri nú eitthvað annað uppi á teningnum ef hljóð kæmi frá fiskum líkt og hundum eða köttum þegar þeir finna til. Hljóðleysi fiskanna gerir fólki auðveldara að leiða hjá sér hugsanlegar þjáningar þeirra.“
Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent