Krefjast þess að útnefning Braga verði dregin til baka Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 26. febrúar 2018 08:08 Bragi Guðbrandsson, fráfarandi forstjóri Barnaverndarstofu sækist eftir kjöri til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. vísir/valli Ung vinstri græn, ungliðahreyfing Vinstri grænna, telur ólíðandi að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hafi verið útnefndur sem framboðsefni Íslands til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Þetta kemur fram í ályktun framkvæmdastjórnar ungliðahreyfingarinnar sem birt var á Facebook síðu hennar í gærkvöldi. Þar krefjast ungliðar að Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, dragi útnefningu Braga til baka. „Barnaréttarnefnd sameinuðu þjóðanna hefur það hlutverk að tryggja að þjóðir fari eftir Barnasáttmálanum en gagnrýni á vinnubrögð Braga beinast meðal annars af því að hann sjálfur og Barnaverndarstofa færu ekki ávallt eftir Barnasáttmálanum. Frá því í nóvember hafa starfsmenn barnaverndarnefnda víða um land stigið fram og sagt frá andlegu ofbeldi af hálfu Braga, ófaglegum vinnubrögðum og því að Bragi hafi hlutast til í kynferðisbrotamálum,“ segir í ályktuninni. „Maður sem sakaður er um alvarleg brot í starfi og mismunun í málsmeðferð á ekki að vera fulltrúi Íslands í nefnd sem þessari. Börn eiga alltaf að njóta vafans.“Sakaður um óeðlileg afskipti og ruddalega framkomuÍ lok nóvember var greint frá því að Bragi hafi verið sakaður um óeðlileg afskipti af málum, ruddalega framkomu og órökstuddar ávirðingar. Barnaverndarnefndir á höfuðborgarsvæðinu leituðu til Velferðarráðuneytisins vegna þessa og var ráðuneytinu sent formlegt kvörtunarbréf vegna Braga. Í tilkynningu frá Velferðarráðuneytinu á föstudag var sagt frá því að ríkisstjórnin hafi samþykkt að sækjast eftir sæti fyrir Íslands hönd í Barnaréttarnefnd Sameinuðu Þjóðanna. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hafi verið valinn til þess að vera í kjöri til nefndarinnar. Í tilkynningunni segir enn fremur: „Staða Braga sem frambjóðanda Íslands er talin sterk vegna áratuga reynslu hans af málaflokknum og þátttöku í alþjóðlegu samstarfi á þessu sviði.“ Sama dag og þetta var tilkynnt fundaði Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, með formönnum barnaverndarnefnda Reykjavíkur, Hafnarfjarðar og Kópavogs og kynnti breytingar sem til stendur að ráðast í til þess að byggja upp traust innan málaflokksins. Formenn þessara barnaverndarnefnda leituðu til Velferðarráðuneytisins síðastliðið haust vegna samskipta við Braga Guðbrandsson og lögðu fram umkvartanir. Að sögn ráðherra er breytingunum ætlað að endurheimta traust í kjölfar þessara umkvartana. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar sem var félags- og jafnréttismálaráðherra þegar kvartanir undan Braga bárust, telur að með stuðningi við framboð Braga sé ríkisstjórnin að gefa út stuðningsyfirlýsingu við þau vinnubrögð sem kvartað var undan. Tengdar fréttir Þórhildur segir ríkisstjórnina nánast verðlauna Braga fyrir vonda hegðun Þórhildur Sunna fór með þrumuræðu í stjórnmálaþættinum Silfrinu í morgun. 25. febrúar 2018 16:11 Bragi í leyfi frá Barnaverndarstofu Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu sækist eftir sæti fyrir Íslands hönd í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna. 23. febrúar 2018 12:00 Framboð Braga stuðningsyfirlýsing ríkisstjórnarinnar við vinnubrögð sem kvartað var undan Þorsteinn, sem gengdi stöðu félags-og jafnréttismálaráðherra þegar kvartanirnar bárust, segir að umhvertanir nefndanna hefðu verið fjölmargar og alvarlegar. 25. febrúar 2018 19:42 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Ung vinstri græn, ungliðahreyfing Vinstri grænna, telur ólíðandi að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hafi verið útnefndur sem framboðsefni Íslands til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Þetta kemur fram í ályktun framkvæmdastjórnar ungliðahreyfingarinnar sem birt var á Facebook síðu hennar í gærkvöldi. Þar krefjast ungliðar að Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, dragi útnefningu Braga til baka. „Barnaréttarnefnd sameinuðu þjóðanna hefur það hlutverk að tryggja að þjóðir fari eftir Barnasáttmálanum en gagnrýni á vinnubrögð Braga beinast meðal annars af því að hann sjálfur og Barnaverndarstofa færu ekki ávallt eftir Barnasáttmálanum. Frá því í nóvember hafa starfsmenn barnaverndarnefnda víða um land stigið fram og sagt frá andlegu ofbeldi af hálfu Braga, ófaglegum vinnubrögðum og því að Bragi hafi hlutast til í kynferðisbrotamálum,“ segir í ályktuninni. „Maður sem sakaður er um alvarleg brot í starfi og mismunun í málsmeðferð á ekki að vera fulltrúi Íslands í nefnd sem þessari. Börn eiga alltaf að njóta vafans.“Sakaður um óeðlileg afskipti og ruddalega framkomuÍ lok nóvember var greint frá því að Bragi hafi verið sakaður um óeðlileg afskipti af málum, ruddalega framkomu og órökstuddar ávirðingar. Barnaverndarnefndir á höfuðborgarsvæðinu leituðu til Velferðarráðuneytisins vegna þessa og var ráðuneytinu sent formlegt kvörtunarbréf vegna Braga. Í tilkynningu frá Velferðarráðuneytinu á föstudag var sagt frá því að ríkisstjórnin hafi samþykkt að sækjast eftir sæti fyrir Íslands hönd í Barnaréttarnefnd Sameinuðu Þjóðanna. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hafi verið valinn til þess að vera í kjöri til nefndarinnar. Í tilkynningunni segir enn fremur: „Staða Braga sem frambjóðanda Íslands er talin sterk vegna áratuga reynslu hans af málaflokknum og þátttöku í alþjóðlegu samstarfi á þessu sviði.“ Sama dag og þetta var tilkynnt fundaði Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, með formönnum barnaverndarnefnda Reykjavíkur, Hafnarfjarðar og Kópavogs og kynnti breytingar sem til stendur að ráðast í til þess að byggja upp traust innan málaflokksins. Formenn þessara barnaverndarnefnda leituðu til Velferðarráðuneytisins síðastliðið haust vegna samskipta við Braga Guðbrandsson og lögðu fram umkvartanir. Að sögn ráðherra er breytingunum ætlað að endurheimta traust í kjölfar þessara umkvartana. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar sem var félags- og jafnréttismálaráðherra þegar kvartanir undan Braga bárust, telur að með stuðningi við framboð Braga sé ríkisstjórnin að gefa út stuðningsyfirlýsingu við þau vinnubrögð sem kvartað var undan.
Tengdar fréttir Þórhildur segir ríkisstjórnina nánast verðlauna Braga fyrir vonda hegðun Þórhildur Sunna fór með þrumuræðu í stjórnmálaþættinum Silfrinu í morgun. 25. febrúar 2018 16:11 Bragi í leyfi frá Barnaverndarstofu Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu sækist eftir sæti fyrir Íslands hönd í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna. 23. febrúar 2018 12:00 Framboð Braga stuðningsyfirlýsing ríkisstjórnarinnar við vinnubrögð sem kvartað var undan Þorsteinn, sem gengdi stöðu félags-og jafnréttismálaráðherra þegar kvartanirnar bárust, segir að umhvertanir nefndanna hefðu verið fjölmargar og alvarlegar. 25. febrúar 2018 19:42 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Þórhildur segir ríkisstjórnina nánast verðlauna Braga fyrir vonda hegðun Þórhildur Sunna fór með þrumuræðu í stjórnmálaþættinum Silfrinu í morgun. 25. febrúar 2018 16:11
Bragi í leyfi frá Barnaverndarstofu Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu sækist eftir sæti fyrir Íslands hönd í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna. 23. febrúar 2018 12:00
Framboð Braga stuðningsyfirlýsing ríkisstjórnarinnar við vinnubrögð sem kvartað var undan Þorsteinn, sem gengdi stöðu félags-og jafnréttismálaráðherra þegar kvartanirnar bárust, segir að umhvertanir nefndanna hefðu verið fjölmargar og alvarlegar. 25. febrúar 2018 19:42