Skólabílar munu ekki keyra á milli Hellissands og Ólafsvíkur í dag vegna veðurs.
Að sögn aðstoðarskólastjóra Grunnskóla Snæfellsbæjar, Elfu Eydal Ármannsdóttur, er kennsla að jafnaði ekki felld niður þótt veður sé slæmt.
Það sé hins vegar á valdi forráðamanna að meta hvort rétt sé að senda nemendur í skólann. Hyggist þeir ekki gera það skulu þeir tilkynna skólanum þá ákvörðun sína líkt og með önnur forföll.
Nemendur sem sendir verða í skólann skulu mæta á þá starfstöð sem næst er þeirra heimili að sögn Elfu.
Akstur skólabíla fellur niður vegna óveðurs á Snæfellsnesi
Stefán Ó. Jónsson skrifar
