Handritshöfundar vilja fulltrúa í Kvikmyndaráð Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. febrúar 2018 07:00 Handritshöfundar eiga engan fulltrúa í sjóðnum. VÍSIR/ANTON BRINK Félag leikskálda og handritshöfunda (FLH) gerir þá kröfu að fulltrúi félagsins fái sæti í Kvikmyndaráði. Þá setja handritshöfundar út á aðkomu kvikmyndaráðgjafa Kvikmyndamiðstöðvar Íslands (KMÍ) og leggja til að setutímabil þeirra verði stytt. Þetta er meðal þess sem fram kemur í athugasemdum við frumvarpsdrög um breytingu á kvikmyndalögum. „Leiðrétting samsetningar Kvikmyndaráðs er baráttumál sem við höfum verið að vinna að í nokkur ár. Í ráðinu eiga sæti fulltrúar úr öllum stéttum kvikmyndageirans nema handritshöfundar,“ segir Margrét Örnólfsdóttir, formaður FLH. „Ég hef rætt bæði við ráðið og stjórnvöld og allir tóku mjög vel í þetta en þegar frumvarpsdrögin birtust þá virðist sem þessi krafa okkar hafi ekki skilað sér.“ Tilefni breytinganna eru að stærstum hluta leiðbeinandi reglur frá ESA sem lúta að því að gera erlendum aðilum kleift að sækja um stuðning úr Kvikmyndasjóði.Margrét Örnólfsdóttir, formaður FLH.Vísir/eyþórÞá er einnig stefnt að því að skerpa á hlutverkum KMÍ, Kvikmyndasjóðs og Kvikmyndaráðs. Þá er lagt til að heimilt sé að skipa forstöðumann KMÍ í tvöfalt lengri tíma en nú er leyft. Í innsendum athugasemdum við drögin er meðal annars fundið að því að hámarksskipunartíminn, tíu ár, sé helst til langur. Einnig er fundið að því að ekkert hámark sé á hve lengi handritsráðgjafar KMÍ geti setið en hluti þeirra hefur að sögn setið „áratugum saman“. Þá er fundið að því að þeir fari ítrekað út fyrir starfssvið sitt og reyni að hafa áhrif á handritshöfunda „að því er virðist fyrir eigin lífsskoðanir en ekki samkvæmt handritalegum gildum“ líkt og segir í umsögn Hjálmars Einarssonar. „Handritsráðgjafarnir hafa í auknum mæli verið að hafa áhrif á listræna þróun höfunda. Þeir hafa margir setið þarna mjög lengi. Ég tel að það sé óheilbrigt fyrir kvikmyndagerð að það sé alltaf sama fólkið sem situr þarna og stýrir hvernig myndir eru gerðar, hvaða sögur við segjum og hvernig við segjum þær,“ segir Margrét. Hún telur gott ef þak verður sett á lengd setu sem ráðgjafi. „Kerfið hefur ekki haldið í við þróunina. Nú er gífurleg eftirspurn eftir leiknu norrænu sjónvarpsefni og við gætum framleitt þrefalt fleiri þáttaraðir en sjóðurinn gerir ráð fyrir. Það er sorglegt að sjónvarpsþáttaraðir, nánast fullfjármagnaðar að utan og með kaupendur um heim allan, séu ekki framleiddar því það vantar þessa pínulitlu prósentu sem þarf að heiman,“ segir Margrét. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira
Félag leikskálda og handritshöfunda (FLH) gerir þá kröfu að fulltrúi félagsins fái sæti í Kvikmyndaráði. Þá setja handritshöfundar út á aðkomu kvikmyndaráðgjafa Kvikmyndamiðstöðvar Íslands (KMÍ) og leggja til að setutímabil þeirra verði stytt. Þetta er meðal þess sem fram kemur í athugasemdum við frumvarpsdrög um breytingu á kvikmyndalögum. „Leiðrétting samsetningar Kvikmyndaráðs er baráttumál sem við höfum verið að vinna að í nokkur ár. Í ráðinu eiga sæti fulltrúar úr öllum stéttum kvikmyndageirans nema handritshöfundar,“ segir Margrét Örnólfsdóttir, formaður FLH. „Ég hef rætt bæði við ráðið og stjórnvöld og allir tóku mjög vel í þetta en þegar frumvarpsdrögin birtust þá virðist sem þessi krafa okkar hafi ekki skilað sér.“ Tilefni breytinganna eru að stærstum hluta leiðbeinandi reglur frá ESA sem lúta að því að gera erlendum aðilum kleift að sækja um stuðning úr Kvikmyndasjóði.Margrét Örnólfsdóttir, formaður FLH.Vísir/eyþórÞá er einnig stefnt að því að skerpa á hlutverkum KMÍ, Kvikmyndasjóðs og Kvikmyndaráðs. Þá er lagt til að heimilt sé að skipa forstöðumann KMÍ í tvöfalt lengri tíma en nú er leyft. Í innsendum athugasemdum við drögin er meðal annars fundið að því að hámarksskipunartíminn, tíu ár, sé helst til langur. Einnig er fundið að því að ekkert hámark sé á hve lengi handritsráðgjafar KMÍ geti setið en hluti þeirra hefur að sögn setið „áratugum saman“. Þá er fundið að því að þeir fari ítrekað út fyrir starfssvið sitt og reyni að hafa áhrif á handritshöfunda „að því er virðist fyrir eigin lífsskoðanir en ekki samkvæmt handritalegum gildum“ líkt og segir í umsögn Hjálmars Einarssonar. „Handritsráðgjafarnir hafa í auknum mæli verið að hafa áhrif á listræna þróun höfunda. Þeir hafa margir setið þarna mjög lengi. Ég tel að það sé óheilbrigt fyrir kvikmyndagerð að það sé alltaf sama fólkið sem situr þarna og stýrir hvernig myndir eru gerðar, hvaða sögur við segjum og hvernig við segjum þær,“ segir Margrét. Hún telur gott ef þak verður sett á lengd setu sem ráðgjafi. „Kerfið hefur ekki haldið í við þróunina. Nú er gífurleg eftirspurn eftir leiknu norrænu sjónvarpsefni og við gætum framleitt þrefalt fleiri þáttaraðir en sjóðurinn gerir ráð fyrir. Það er sorglegt að sjónvarpsþáttaraðir, nánast fullfjármagnaðar að utan og með kaupendur um heim allan, séu ekki framleiddar því það vantar þessa pínulitlu prósentu sem þarf að heiman,“ segir Margrét.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira