Handritshöfundar vilja fulltrúa í Kvikmyndaráð Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. febrúar 2018 07:00 Handritshöfundar eiga engan fulltrúa í sjóðnum. VÍSIR/ANTON BRINK Félag leikskálda og handritshöfunda (FLH) gerir þá kröfu að fulltrúi félagsins fái sæti í Kvikmyndaráði. Þá setja handritshöfundar út á aðkomu kvikmyndaráðgjafa Kvikmyndamiðstöðvar Íslands (KMÍ) og leggja til að setutímabil þeirra verði stytt. Þetta er meðal þess sem fram kemur í athugasemdum við frumvarpsdrög um breytingu á kvikmyndalögum. „Leiðrétting samsetningar Kvikmyndaráðs er baráttumál sem við höfum verið að vinna að í nokkur ár. Í ráðinu eiga sæti fulltrúar úr öllum stéttum kvikmyndageirans nema handritshöfundar,“ segir Margrét Örnólfsdóttir, formaður FLH. „Ég hef rætt bæði við ráðið og stjórnvöld og allir tóku mjög vel í þetta en þegar frumvarpsdrögin birtust þá virðist sem þessi krafa okkar hafi ekki skilað sér.“ Tilefni breytinganna eru að stærstum hluta leiðbeinandi reglur frá ESA sem lúta að því að gera erlendum aðilum kleift að sækja um stuðning úr Kvikmyndasjóði.Margrét Örnólfsdóttir, formaður FLH.Vísir/eyþórÞá er einnig stefnt að því að skerpa á hlutverkum KMÍ, Kvikmyndasjóðs og Kvikmyndaráðs. Þá er lagt til að heimilt sé að skipa forstöðumann KMÍ í tvöfalt lengri tíma en nú er leyft. Í innsendum athugasemdum við drögin er meðal annars fundið að því að hámarksskipunartíminn, tíu ár, sé helst til langur. Einnig er fundið að því að ekkert hámark sé á hve lengi handritsráðgjafar KMÍ geti setið en hluti þeirra hefur að sögn setið „áratugum saman“. Þá er fundið að því að þeir fari ítrekað út fyrir starfssvið sitt og reyni að hafa áhrif á handritshöfunda „að því er virðist fyrir eigin lífsskoðanir en ekki samkvæmt handritalegum gildum“ líkt og segir í umsögn Hjálmars Einarssonar. „Handritsráðgjafarnir hafa í auknum mæli verið að hafa áhrif á listræna þróun höfunda. Þeir hafa margir setið þarna mjög lengi. Ég tel að það sé óheilbrigt fyrir kvikmyndagerð að það sé alltaf sama fólkið sem situr þarna og stýrir hvernig myndir eru gerðar, hvaða sögur við segjum og hvernig við segjum þær,“ segir Margrét. Hún telur gott ef þak verður sett á lengd setu sem ráðgjafi. „Kerfið hefur ekki haldið í við þróunina. Nú er gífurleg eftirspurn eftir leiknu norrænu sjónvarpsefni og við gætum framleitt þrefalt fleiri þáttaraðir en sjóðurinn gerir ráð fyrir. Það er sorglegt að sjónvarpsþáttaraðir, nánast fullfjármagnaðar að utan og með kaupendur um heim allan, séu ekki framleiddar því það vantar þessa pínulitlu prósentu sem þarf að heiman,“ segir Margrét. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Blóðug slagsmál tveggja landsfundagesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Sjá meira
Félag leikskálda og handritshöfunda (FLH) gerir þá kröfu að fulltrúi félagsins fái sæti í Kvikmyndaráði. Þá setja handritshöfundar út á aðkomu kvikmyndaráðgjafa Kvikmyndamiðstöðvar Íslands (KMÍ) og leggja til að setutímabil þeirra verði stytt. Þetta er meðal þess sem fram kemur í athugasemdum við frumvarpsdrög um breytingu á kvikmyndalögum. „Leiðrétting samsetningar Kvikmyndaráðs er baráttumál sem við höfum verið að vinna að í nokkur ár. Í ráðinu eiga sæti fulltrúar úr öllum stéttum kvikmyndageirans nema handritshöfundar,“ segir Margrét Örnólfsdóttir, formaður FLH. „Ég hef rætt bæði við ráðið og stjórnvöld og allir tóku mjög vel í þetta en þegar frumvarpsdrögin birtust þá virðist sem þessi krafa okkar hafi ekki skilað sér.“ Tilefni breytinganna eru að stærstum hluta leiðbeinandi reglur frá ESA sem lúta að því að gera erlendum aðilum kleift að sækja um stuðning úr Kvikmyndasjóði.Margrét Örnólfsdóttir, formaður FLH.Vísir/eyþórÞá er einnig stefnt að því að skerpa á hlutverkum KMÍ, Kvikmyndasjóðs og Kvikmyndaráðs. Þá er lagt til að heimilt sé að skipa forstöðumann KMÍ í tvöfalt lengri tíma en nú er leyft. Í innsendum athugasemdum við drögin er meðal annars fundið að því að hámarksskipunartíminn, tíu ár, sé helst til langur. Einnig er fundið að því að ekkert hámark sé á hve lengi handritsráðgjafar KMÍ geti setið en hluti þeirra hefur að sögn setið „áratugum saman“. Þá er fundið að því að þeir fari ítrekað út fyrir starfssvið sitt og reyni að hafa áhrif á handritshöfunda „að því er virðist fyrir eigin lífsskoðanir en ekki samkvæmt handritalegum gildum“ líkt og segir í umsögn Hjálmars Einarssonar. „Handritsráðgjafarnir hafa í auknum mæli verið að hafa áhrif á listræna þróun höfunda. Þeir hafa margir setið þarna mjög lengi. Ég tel að það sé óheilbrigt fyrir kvikmyndagerð að það sé alltaf sama fólkið sem situr þarna og stýrir hvernig myndir eru gerðar, hvaða sögur við segjum og hvernig við segjum þær,“ segir Margrét. Hún telur gott ef þak verður sett á lengd setu sem ráðgjafi. „Kerfið hefur ekki haldið í við þróunina. Nú er gífurleg eftirspurn eftir leiknu norrænu sjónvarpsefni og við gætum framleitt þrefalt fleiri þáttaraðir en sjóðurinn gerir ráð fyrir. Það er sorglegt að sjónvarpsþáttaraðir, nánast fullfjármagnaðar að utan og með kaupendur um heim allan, séu ekki framleiddar því það vantar þessa pínulitlu prósentu sem þarf að heiman,“ segir Margrét.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Blóðug slagsmál tveggja landsfundagesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Sjá meira