Handritshöfundar vilja fulltrúa í Kvikmyndaráð Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. febrúar 2018 07:00 Handritshöfundar eiga engan fulltrúa í sjóðnum. VÍSIR/ANTON BRINK Félag leikskálda og handritshöfunda (FLH) gerir þá kröfu að fulltrúi félagsins fái sæti í Kvikmyndaráði. Þá setja handritshöfundar út á aðkomu kvikmyndaráðgjafa Kvikmyndamiðstöðvar Íslands (KMÍ) og leggja til að setutímabil þeirra verði stytt. Þetta er meðal þess sem fram kemur í athugasemdum við frumvarpsdrög um breytingu á kvikmyndalögum. „Leiðrétting samsetningar Kvikmyndaráðs er baráttumál sem við höfum verið að vinna að í nokkur ár. Í ráðinu eiga sæti fulltrúar úr öllum stéttum kvikmyndageirans nema handritshöfundar,“ segir Margrét Örnólfsdóttir, formaður FLH. „Ég hef rætt bæði við ráðið og stjórnvöld og allir tóku mjög vel í þetta en þegar frumvarpsdrögin birtust þá virðist sem þessi krafa okkar hafi ekki skilað sér.“ Tilefni breytinganna eru að stærstum hluta leiðbeinandi reglur frá ESA sem lúta að því að gera erlendum aðilum kleift að sækja um stuðning úr Kvikmyndasjóði.Margrét Örnólfsdóttir, formaður FLH.Vísir/eyþórÞá er einnig stefnt að því að skerpa á hlutverkum KMÍ, Kvikmyndasjóðs og Kvikmyndaráðs. Þá er lagt til að heimilt sé að skipa forstöðumann KMÍ í tvöfalt lengri tíma en nú er leyft. Í innsendum athugasemdum við drögin er meðal annars fundið að því að hámarksskipunartíminn, tíu ár, sé helst til langur. Einnig er fundið að því að ekkert hámark sé á hve lengi handritsráðgjafar KMÍ geti setið en hluti þeirra hefur að sögn setið „áratugum saman“. Þá er fundið að því að þeir fari ítrekað út fyrir starfssvið sitt og reyni að hafa áhrif á handritshöfunda „að því er virðist fyrir eigin lífsskoðanir en ekki samkvæmt handritalegum gildum“ líkt og segir í umsögn Hjálmars Einarssonar. „Handritsráðgjafarnir hafa í auknum mæli verið að hafa áhrif á listræna þróun höfunda. Þeir hafa margir setið þarna mjög lengi. Ég tel að það sé óheilbrigt fyrir kvikmyndagerð að það sé alltaf sama fólkið sem situr þarna og stýrir hvernig myndir eru gerðar, hvaða sögur við segjum og hvernig við segjum þær,“ segir Margrét. Hún telur gott ef þak verður sett á lengd setu sem ráðgjafi. „Kerfið hefur ekki haldið í við þróunina. Nú er gífurleg eftirspurn eftir leiknu norrænu sjónvarpsefni og við gætum framleitt þrefalt fleiri þáttaraðir en sjóðurinn gerir ráð fyrir. Það er sorglegt að sjónvarpsþáttaraðir, nánast fullfjármagnaðar að utan og með kaupendur um heim allan, séu ekki framleiddar því það vantar þessa pínulitlu prósentu sem þarf að heiman,“ segir Margrét. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Félag leikskálda og handritshöfunda (FLH) gerir þá kröfu að fulltrúi félagsins fái sæti í Kvikmyndaráði. Þá setja handritshöfundar út á aðkomu kvikmyndaráðgjafa Kvikmyndamiðstöðvar Íslands (KMÍ) og leggja til að setutímabil þeirra verði stytt. Þetta er meðal þess sem fram kemur í athugasemdum við frumvarpsdrög um breytingu á kvikmyndalögum. „Leiðrétting samsetningar Kvikmyndaráðs er baráttumál sem við höfum verið að vinna að í nokkur ár. Í ráðinu eiga sæti fulltrúar úr öllum stéttum kvikmyndageirans nema handritshöfundar,“ segir Margrét Örnólfsdóttir, formaður FLH. „Ég hef rætt bæði við ráðið og stjórnvöld og allir tóku mjög vel í þetta en þegar frumvarpsdrögin birtust þá virðist sem þessi krafa okkar hafi ekki skilað sér.“ Tilefni breytinganna eru að stærstum hluta leiðbeinandi reglur frá ESA sem lúta að því að gera erlendum aðilum kleift að sækja um stuðning úr Kvikmyndasjóði.Margrét Örnólfsdóttir, formaður FLH.Vísir/eyþórÞá er einnig stefnt að því að skerpa á hlutverkum KMÍ, Kvikmyndasjóðs og Kvikmyndaráðs. Þá er lagt til að heimilt sé að skipa forstöðumann KMÍ í tvöfalt lengri tíma en nú er leyft. Í innsendum athugasemdum við drögin er meðal annars fundið að því að hámarksskipunartíminn, tíu ár, sé helst til langur. Einnig er fundið að því að ekkert hámark sé á hve lengi handritsráðgjafar KMÍ geti setið en hluti þeirra hefur að sögn setið „áratugum saman“. Þá er fundið að því að þeir fari ítrekað út fyrir starfssvið sitt og reyni að hafa áhrif á handritshöfunda „að því er virðist fyrir eigin lífsskoðanir en ekki samkvæmt handritalegum gildum“ líkt og segir í umsögn Hjálmars Einarssonar. „Handritsráðgjafarnir hafa í auknum mæli verið að hafa áhrif á listræna þróun höfunda. Þeir hafa margir setið þarna mjög lengi. Ég tel að það sé óheilbrigt fyrir kvikmyndagerð að það sé alltaf sama fólkið sem situr þarna og stýrir hvernig myndir eru gerðar, hvaða sögur við segjum og hvernig við segjum þær,“ segir Margrét. Hún telur gott ef þak verður sett á lengd setu sem ráðgjafi. „Kerfið hefur ekki haldið í við þróunina. Nú er gífurleg eftirspurn eftir leiknu norrænu sjónvarpsefni og við gætum framleitt þrefalt fleiri þáttaraðir en sjóðurinn gerir ráð fyrir. Það er sorglegt að sjónvarpsþáttaraðir, nánast fullfjármagnaðar að utan og með kaupendur um heim allan, séu ekki framleiddar því það vantar þessa pínulitlu prósentu sem þarf að heiman,“ segir Margrét.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira