Hafdís stökk lengst Dagur Lárusson skrifar 25. febrúar 2018 16:00 Hafdís Sigurðardóttir vísir/Daníel Seinni keppnisdegi Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum var að ljúka í Laugardalshöllinni. Það var íþróttafólkið úr ÍR og FH sem var oftast í efstu sætunum en einn athyglisverðasti árangur dagsins kom hjá Hafdísi Sigurðardóttir úr UFA sem stökk lengst allra í langstökki en hún stökk 6,94 metra. Ingi Rúnar Kristinnson úr Breiðablik endaði í 1. sæti í langstökki karla. Ingi stökk lengst 6,89 metra en næstur á eftir honum var Ísak Óli Traustason sem stökk lengst 6,75 metra. Mikil spenna var í úrslitum í 200 metra hlaupi kvenna. Þær Arna Stefanía Guðmundsdóttir og Þórdís Eva Steinsdóttir úr FH voru hnífjafnar á lokasprettinum en það var að lokum Arna Stefanía sem var á undan en hún hljóp á 24,68 sekúndum en Þórdís Eva á 24, 97 sekúndum. Það var síðan Helga Margrét Haraldsdóttir úr ÍR sem endaði í 3. sæti en hún hljóp á 25,43 sekúndum. Kristján Viggó Sigfinnsson fór með sigur af hólmi í hástökki karla en hann stökk 1,94 metra. Hann reyndi við 2,02 metra í sinni síðustu tilraun en mistókst. Þeir Jón Gunnar og Benjamón Jóhann úr ÍR stukku báðir hæst 1,91 metra og voru því í 2. og 3. sæti. Ari Bragi Kárason úr FH var fljótastur allra í úrslitum í 200 metra hlaupi karla en hann hljóp á 22,03 sekúndum. Næstur á eftir honum var Guðmundur Thoroddsen úr Aftureldingu en hann hljóp á 22, 19 sekúndum. Kormákur Ari Hafliðason tók 3. sætið en hann hljóp á 22, 37 sekúndum. Iðunn Björg Arnarldsdóttir úr ÍR tók 1. sætið í 800 metra hlaupi kvenna en hún var rúmum þremur sekúndum á undan Ingibjörgu Sigurðardóttir sem hljóp á 2 mínútum og 21,22 sekúndum. Dagbjört Lilja Magnúsdóttir endaði í 3. sæti og því voru bara ÍR-ingar í efstu þremur sætunum. Það var mikil spenna í 800 metra hlaupi karla en þar fór Sæmundur Ólafsson úr ÍR með sigur af hólmi eftir mikla keppni við þá Huginn Harðarson og Daða Arnarson úr Fjölni. Sæmundur hljóp á 1 mínútu og 56, 12 sekúndum. Hafdís Sigurðardóttir stökk lengst allra í langstökki kvenna en hún stökk 6,04 metra. Næst á eftir henni var Irma Gunnarsdóttir en hún stökk 5,82 metra. María Rún úr FH endaði í 3. sæti en hún stökk 5,69 metra. María Birkisdóttir úr FH tók 1. sætið í 3000 metra hlaupi kvenna en hún hljóp á 10 mínútum og 13,69 sekúndum. Andrea Kolbeinsdóttir var í 2. sæti, rétt á undan Elínu Eddu sem var nokkrum sekúndumbrotum á eftir henni. Kristinn Þór Kristinnson var langt á undan öllum öðrum í 3000 metra hlaupi karla en hann hljóp á 9 mínútum og 3,46 sekúndum. Næstur á eftir honum var Þórólfur Ingi Þórsson sem hljóp á 9 mínútum og 11,73 sekúndum. Irma Gunnarsdóttir hljóp á 8,92 sekúndum í 60 metra grindahlaupi kvenna en það var nóg til þess að tryggja henni 1. sætið í greininni. María Rún Gunnlaugsdóttir úr Breiðablik var aðeins tveimur sekúndumbrotum á eftir Irmu og endaði í 2. sætinu. Það var síðan Hildigunnur Þórarinsdóttir úr ÍR sem endaði í 3. sætinu en hún hljóp á 9,09 sekúndum. Ísak Óli Traustason tók 1. sætið í karlaflokki í greininni en hann hljóp á 8,26 sekúndum. Einar Daði Lárusson úr ÍR hljóp á 8,39 sekúndum, rétt á undan liðsfélaga sínum Benjamín Jóhanni Johnsen sem hljóp á 8,65 sekúndum. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir FH leiðir eftir fyrri daginn Frjálsíþróttafólk úr FH var hlutskarpast á fyrri keppnisdegi Meistaramóts Íslands í frjálsum íþrótum sem fram fer í Laugardalshöll um helgina 24. febrúar 2018 15:26 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Í beinni: Grikkland - Ísland | Stíga nýjar hetjur fram á erfiðu sviði? Handbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Lille - Dortmund | Hákon og félagar ætla sér áfram Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Í beinni: Grikkland - Ísland | Stíga nýjar hetjur fram á erfiðu sviði? Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps Fékk rúmlega sautján milljóna króna sekt fyrir eggjakastið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Dagskráin: Komast Hákon og félagar í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar? Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Sjá meira
Seinni keppnisdegi Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum var að ljúka í Laugardalshöllinni. Það var íþróttafólkið úr ÍR og FH sem var oftast í efstu sætunum en einn athyglisverðasti árangur dagsins kom hjá Hafdísi Sigurðardóttir úr UFA sem stökk lengst allra í langstökki en hún stökk 6,94 metra. Ingi Rúnar Kristinnson úr Breiðablik endaði í 1. sæti í langstökki karla. Ingi stökk lengst 6,89 metra en næstur á eftir honum var Ísak Óli Traustason sem stökk lengst 6,75 metra. Mikil spenna var í úrslitum í 200 metra hlaupi kvenna. Þær Arna Stefanía Guðmundsdóttir og Þórdís Eva Steinsdóttir úr FH voru hnífjafnar á lokasprettinum en það var að lokum Arna Stefanía sem var á undan en hún hljóp á 24,68 sekúndum en Þórdís Eva á 24, 97 sekúndum. Það var síðan Helga Margrét Haraldsdóttir úr ÍR sem endaði í 3. sæti en hún hljóp á 25,43 sekúndum. Kristján Viggó Sigfinnsson fór með sigur af hólmi í hástökki karla en hann stökk 1,94 metra. Hann reyndi við 2,02 metra í sinni síðustu tilraun en mistókst. Þeir Jón Gunnar og Benjamón Jóhann úr ÍR stukku báðir hæst 1,91 metra og voru því í 2. og 3. sæti. Ari Bragi Kárason úr FH var fljótastur allra í úrslitum í 200 metra hlaupi karla en hann hljóp á 22,03 sekúndum. Næstur á eftir honum var Guðmundur Thoroddsen úr Aftureldingu en hann hljóp á 22, 19 sekúndum. Kormákur Ari Hafliðason tók 3. sætið en hann hljóp á 22, 37 sekúndum. Iðunn Björg Arnarldsdóttir úr ÍR tók 1. sætið í 800 metra hlaupi kvenna en hún var rúmum þremur sekúndum á undan Ingibjörgu Sigurðardóttir sem hljóp á 2 mínútum og 21,22 sekúndum. Dagbjört Lilja Magnúsdóttir endaði í 3. sæti og því voru bara ÍR-ingar í efstu þremur sætunum. Það var mikil spenna í 800 metra hlaupi karla en þar fór Sæmundur Ólafsson úr ÍR með sigur af hólmi eftir mikla keppni við þá Huginn Harðarson og Daða Arnarson úr Fjölni. Sæmundur hljóp á 1 mínútu og 56, 12 sekúndum. Hafdís Sigurðardóttir stökk lengst allra í langstökki kvenna en hún stökk 6,04 metra. Næst á eftir henni var Irma Gunnarsdóttir en hún stökk 5,82 metra. María Rún úr FH endaði í 3. sæti en hún stökk 5,69 metra. María Birkisdóttir úr FH tók 1. sætið í 3000 metra hlaupi kvenna en hún hljóp á 10 mínútum og 13,69 sekúndum. Andrea Kolbeinsdóttir var í 2. sæti, rétt á undan Elínu Eddu sem var nokkrum sekúndumbrotum á eftir henni. Kristinn Þór Kristinnson var langt á undan öllum öðrum í 3000 metra hlaupi karla en hann hljóp á 9 mínútum og 3,46 sekúndum. Næstur á eftir honum var Þórólfur Ingi Þórsson sem hljóp á 9 mínútum og 11,73 sekúndum. Irma Gunnarsdóttir hljóp á 8,92 sekúndum í 60 metra grindahlaupi kvenna en það var nóg til þess að tryggja henni 1. sætið í greininni. María Rún Gunnlaugsdóttir úr Breiðablik var aðeins tveimur sekúndumbrotum á eftir Irmu og endaði í 2. sætinu. Það var síðan Hildigunnur Þórarinsdóttir úr ÍR sem endaði í 3. sætinu en hún hljóp á 9,09 sekúndum. Ísak Óli Traustason tók 1. sætið í karlaflokki í greininni en hann hljóp á 8,26 sekúndum. Einar Daði Lárusson úr ÍR hljóp á 8,39 sekúndum, rétt á undan liðsfélaga sínum Benjamín Jóhanni Johnsen sem hljóp á 8,65 sekúndum.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir FH leiðir eftir fyrri daginn Frjálsíþróttafólk úr FH var hlutskarpast á fyrri keppnisdegi Meistaramóts Íslands í frjálsum íþrótum sem fram fer í Laugardalshöll um helgina 24. febrúar 2018 15:26 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Í beinni: Grikkland - Ísland | Stíga nýjar hetjur fram á erfiðu sviði? Handbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Lille - Dortmund | Hákon og félagar ætla sér áfram Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Í beinni: Grikkland - Ísland | Stíga nýjar hetjur fram á erfiðu sviði? Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps Fékk rúmlega sautján milljóna króna sekt fyrir eggjakastið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Dagskráin: Komast Hákon og félagar í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar? Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Sjá meira
FH leiðir eftir fyrri daginn Frjálsíþróttafólk úr FH var hlutskarpast á fyrri keppnisdegi Meistaramóts Íslands í frjálsum íþrótum sem fram fer í Laugardalshöll um helgina 24. febrúar 2018 15:26