Hildur endurheimti framtíðina eftir krabbamein og fór í pólitík Þórdís Valsdóttir skrifar 24. febrúar 2018 16:00 Hildur Björnsdóttir lögfræðingur ásamt Eyþóri Arnalds oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík þegar framboðslisti flokksins var samþykktur nánast samhljóða á fundi í Valhöll á dögunum. Hildur er í öðru sæti á listanum. Vísir/Anton Brink Hildur Björnsdóttir lögfræðingur tekur annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hildur svaraði nokkrum spurningum blaðamanns um hennar skoðanir á ýmsum hlutum sem eru á vörum allra borgarbúa. Hildur vill leysa umferðarvandann í borginni með blandaðri lausn í samgöngumálum. Hún talar einnig fyrir þéttingu byggðar og segir að uppbygging í Örfirisey sé góður kostur. Þá segir hún að ekki verði unnt að flytja flugvöllinn úr Vatnsmýrinni fyrr en innanlandsflugi hafi verið fundinn annar jafngóður staður. Muni það takast, væri spennandi að sjá byggð rísa í Vatnsmýrinni. Hildur er 31 árs gömul, þriggja barna móðir sem býr í Reykjavík ásamt sambýlismanni sínum, Jóni Skaftasyni. Hún segir að áhuginn á pólitík hafi alltaf blundað í henni en hún tók þátt í stúdentapólitíkinni fyrir nokkrum árum síðan og var formaður Stúdentaráðs. Hún segir að þetta hafi verið ótrúlega skemmtilegur tími, þrátt fyrir mikla reiði í samfélaginu í kjölfarið á hruninu og mikla grimmd í stúdentapólitíkinni. „Við lifðum algjörlega fyrir þetta og ég hef alltaf verið að leita eftir þessari tilfinningu aftur, að brenna svona fyrir það sem ég er að gera, að líða þegar ég er í vinnunni eins og ég sé ekkert í vinnunni. Ég finn að þessi tilfinning kviknaði algjörlega aftur í þessu,“ segir Hildur og bætir við að áhuginn hafi alltaf verið til staðar.Hildur greindist með eitlafrumukrabbamein þegar yngri dóttir hennar var einungis sjö daga gömul. Hún fékk þær gleðfréttir fyrir rúmu ári síðan að hún væri laus við sjúkdóminn.Mynd/Hildur BjörnsdóttirTækifærið kom á réttum tíma Hildur segir að tækifærið til þess að taka sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hafi komið á réttum tíma í hennar lífi. Hildur sigraðist á eitlafrumukrabbameini fyrir rúmu ári síðan en hún greindist með krabbamein einungis sjö dögum eftir að hafa átt yngri dóttur sína. Hildur kláraði lyfjameðferð í byrjun síðasta árs og fékk þá þau gleðitíðindi að hún væri laus við sjúkdóminn. „Ég ákvað að taka síðasta ár í endurhæfingu. Ég vildi styrkja mig og efla, ná áttum hvað mig langaði að gera við framtíðina sem ég var búin að endurheimta,“ segir Hildur en hún er nú í eftirliti og í góðu samráði við sína lækna. „Ég er búin að vera að safna kröftum og svona lífsreynsla gefur manni svolítið skýra sýn á lífið og maður flokkar svolítið í höfðinu á sér og áttar sig á því hvað maður vill og hvað ekki og ég er mjög til í þennan slag.“Nauðsynlegt að leysa umferðarvandann Hildur segir að almenningssamgöngur séu henni hjartans mál og að besta lausnin til þess að leysa umferðarvandann í borginni sé að fara blandaða leið. Þá segir hún að það sé lífsgæðamál að fólk sitji ekki fast í bílum sínum eða í strætó á leið í og úr vinnu. „Þetta er tími sem þú gætir eytt með börnunum þínum eða í heilsurækt til dæmis.“ „Ég held við þurfum klárlega að fara í einhverjar vegaumbætur en ég vil alls ekki sjá einhver þriggja hæða, ógnvekjandi, mislæg gatnamót, ég held að það sé slæmt fordæmi til framtíðar og ég held að það sé óþarfi. Ég myndi vilja sjá litlar, smekklegar lausnir og ég er mjög hrifin af því að umferðin sé neðanjarðar.“ Hildur segir einnig að stórátak í almenningssamgöngum sé nauðsynlegt og að byggja þurfi upp öflugt kerfi svo almenningssamgöngur geti verið raunverulegur valkostur fyrir fólk. „Við ráðum ekki við bílafjöldann sem er á götunni núna og ef mannfjöldaspár ganga eftir þá verða hér miklu fleiri bílar á næstu árum. Ef við getum einhvern veginn minnkað bílaumferð þá væri það auðvitað stórkostlegt,“ segir Hildur og bætir við að með slíku átaki í almenningssamgöngum gæti bílaumferð minnkað og þær fjölskyldur sem reka tvo bíla gætu mögulega komist af með einn ef þær kjósa því það er ekki eingöngu hagkvæmt fyrir umferðina, heldur einnig heimilisbókhaldið. Að hennar mati eru þeir valkostir sem í boði eru í dag ekki raunhæfir og þjónustan ekki nógu góð. „Ég myndi ekki fara í dag upp í Grafarvog og spyrja fólk þar „af hverju takið þið ekki strætó?“, þjónustan þar er ekki boðleg og það er ekki raunhæft.“ Hildur biður fólk að hafa það í huga að borgarlínan er enn á hugmyndastigi. „Ég er ung og mér finnst gaman að hafa framtíðarsýn og það er margt spennandi í þessum hugmyndum um borgarlínu en fólk hefur líka ýmsar áhyggjur, til dæmis að kostnaðurinn sé mjög vanreiknaður og að það eigi að loka einhverjum stórum stofnbrautum sem nú þegar eru stíflaðar og svo framvegis og mér finnst allt í lagi að taka tillit til þess að fólk hafi þessar áhyggjur,“ segir Hildur. Hildur segir að það sé þó ekkert því til fyrirstöðu að borgin vinni tillögur um borgarlínu í samstarfi við nágrannasveitarfélög. „Kannski er þetta lausnin, en kannski ekki. Við þurfum bara að skoða það og gera það af skynsemi og yfirvegun.“Hildur segir að stórátak í almenningssamgöngum sé nauðsynlegt og útilokar ekki borgarlínu í þeim efnum.Mynd/borgarlinan.isÖrfirisey spennandi kostur Hildur er með Eyþóri Arnalds, nýjum oddvita Sjálfstæðisflokksins í borginni, í liði þegar kemur að því að þétta byggð. Hún segir að henni þyki spennandi þær hugmyndir sem varpað hefur verið fram um uppbyggingu byggðar í Örfirisey, enda sýna íbúakannanir að mikil eftirspurn er eftir því að búa vestarlega í borginni. „Þétting byggðar er ekki eitthvað óskeikult kosept, það er hægt að klúðra því. Ég held að það sé mjög mikilvægt að þétta byggð í sátt við íbúana sem fyrir eru, það er rosalega mikið um óánægju hjá fólki sem hefur lent í þéttingu í öðrum hverfum og það þarf að vinna það í sátt og samvinnu við fólkið sem er þar fyrir,“ segir Hildur. Hún segir að þétting byggðar eigi ekki einungis við í miðbænum. „Það er hægt að þétta víðar og þétta fleiri hverfi og það mun skapa aðstæður til að hverfið getið orðið meira lifandi,“ segir Hildur.Vill lengja leikskóladvöl Hildur á þrjú börn, einn dreng sem er á grunnskólaaldri og tvær dætur sem eru á leikskólaaldri. Hún segir að það þurfi að gera stórátak í skólamálum í borginni, en að það sé samvinna ríkis og sveitarfélaga. „Það er sjokkerandi að sjá hversu aftarlega við stöndum í samanburði við aðrar þjóðir og til dæmis hversu illa við erum að halda utan um Íslendinga sem eru af erlendu bergi brotnir, hvað þeir standa lakar að vígi heldur en börn sem eru innfæddir Íslendingar. Ég vona að við tökum mjög fast á þessum málum.“ Hún segir að daggæslumálin séu einnig mikið baráttumál fyrir hana og að leysa þurfi úr manneklunni á leikskólum borgarinnar. „Ég veit ekki einu sinni hversu marga daga við þurftum að vera heima með dætur okkar í vetur út af manneklu og þetta þekkja flest heimili í Reykjavík.“ Hildur er hrifnust af þeirri lausn að lengja leikskólaaldurinn en að slík lausn sé ekki tæk fyrr en búið er að ráða bug á mannekluvandanum. „Svo ég sé sanngjörn þá er það kannski ekki raunhæft fyrr en við erum búin að leysa úr leikskólavandanum eins og hann er núna. Það væri algjört stórslys ef við ætluðum bara að lengja leikskólaaldurinn en ekki gera neitt til að bæta úr ástandinu eins og það er í dag. Við þurfum fyrst að byrja á því að fara inn á leikskólana og leysa úr þeim vanda sem til staðar er þar eins og mannekluna og þegar það er komið í farveg getum við farið að skoða það að brúa bilið,“ segir Hildur og bætir við að þetta sé vandasamt því fæðingarorlofið sé einungis níu mánuðir og að við tekur dagforeldrakerfi sem virkar ekki sem skyldi því einnig er skortur á dagforeldrum í borginni. Hún segir þetta mikið jafnréttismál.Vill svör við því hver mun greiða kostnaðinn af því að flytja flugvöllinn Hildur segir að staðreyndin með flugvöllinn í Vatnsmýri sé sú að ekki er hægt að færa hann fyrr en búið er að finna honum annan og jafnframt jafngóðan stað. „Ég held að það sé mjög nauðsynlegt í þessu máli að við reynum að finna einhverja sátt. Sumir hafa nefnt að Hvassahraun geti verið þessi framtíðarstaður, og það kann að vera, en það er ýmsum spurningum ósvarað, til dæmis er talað um að þessar framkvæmdir munu kosta 200 milljarða en það hefur enginn svarað því hver mun borga brúsann. Við þurfum svar við því.“ Hún segir að ríkið þurfi einnig að vera samþykkt því að færa flugvöllinn og að málið sé því flókið. „Ég held að enginn flokkur geti lofað kjósendum sínum því að flugvöllurinn fari á næsta kjörtímabili. Það er mikilvægt að við segjum fólki hvað við ætlum að gera á næsta kjörtímabili,“ segir Hildur Þá segir hún að ef horft er til framtíðar þá væri hún mjög spennt fyrir því að sjá byggð rísa í Vatnsmýrinni.Vill finna stað fyrir sjúkrahúsið á þessu ári Hildur segir að rétt eins og með flugvöllinn séu málin varðandi staðsetningu Landspítalans flókin en að hún sé hlynnt því að finna sáttaleið í málinu. „Við höfum rætt við hagsmunaaðila úr báðum hópum um og teljum skynsamlegt að við klárum að byggja það sem er óhjákvæmilegt á núverandi stað en á þessu ári viljum við finna stað fyrir framtíðarspítala,“ segir Hildur. Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Hildur Björnsdóttir lögfræðingur tekur annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hildur svaraði nokkrum spurningum blaðamanns um hennar skoðanir á ýmsum hlutum sem eru á vörum allra borgarbúa. Hildur vill leysa umferðarvandann í borginni með blandaðri lausn í samgöngumálum. Hún talar einnig fyrir þéttingu byggðar og segir að uppbygging í Örfirisey sé góður kostur. Þá segir hún að ekki verði unnt að flytja flugvöllinn úr Vatnsmýrinni fyrr en innanlandsflugi hafi verið fundinn annar jafngóður staður. Muni það takast, væri spennandi að sjá byggð rísa í Vatnsmýrinni. Hildur er 31 árs gömul, þriggja barna móðir sem býr í Reykjavík ásamt sambýlismanni sínum, Jóni Skaftasyni. Hún segir að áhuginn á pólitík hafi alltaf blundað í henni en hún tók þátt í stúdentapólitíkinni fyrir nokkrum árum síðan og var formaður Stúdentaráðs. Hún segir að þetta hafi verið ótrúlega skemmtilegur tími, þrátt fyrir mikla reiði í samfélaginu í kjölfarið á hruninu og mikla grimmd í stúdentapólitíkinni. „Við lifðum algjörlega fyrir þetta og ég hef alltaf verið að leita eftir þessari tilfinningu aftur, að brenna svona fyrir það sem ég er að gera, að líða þegar ég er í vinnunni eins og ég sé ekkert í vinnunni. Ég finn að þessi tilfinning kviknaði algjörlega aftur í þessu,“ segir Hildur og bætir við að áhuginn hafi alltaf verið til staðar.Hildur greindist með eitlafrumukrabbamein þegar yngri dóttir hennar var einungis sjö daga gömul. Hún fékk þær gleðfréttir fyrir rúmu ári síðan að hún væri laus við sjúkdóminn.Mynd/Hildur BjörnsdóttirTækifærið kom á réttum tíma Hildur segir að tækifærið til þess að taka sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hafi komið á réttum tíma í hennar lífi. Hildur sigraðist á eitlafrumukrabbameini fyrir rúmu ári síðan en hún greindist með krabbamein einungis sjö dögum eftir að hafa átt yngri dóttur sína. Hildur kláraði lyfjameðferð í byrjun síðasta árs og fékk þá þau gleðitíðindi að hún væri laus við sjúkdóminn. „Ég ákvað að taka síðasta ár í endurhæfingu. Ég vildi styrkja mig og efla, ná áttum hvað mig langaði að gera við framtíðina sem ég var búin að endurheimta,“ segir Hildur en hún er nú í eftirliti og í góðu samráði við sína lækna. „Ég er búin að vera að safna kröftum og svona lífsreynsla gefur manni svolítið skýra sýn á lífið og maður flokkar svolítið í höfðinu á sér og áttar sig á því hvað maður vill og hvað ekki og ég er mjög til í þennan slag.“Nauðsynlegt að leysa umferðarvandann Hildur segir að almenningssamgöngur séu henni hjartans mál og að besta lausnin til þess að leysa umferðarvandann í borginni sé að fara blandaða leið. Þá segir hún að það sé lífsgæðamál að fólk sitji ekki fast í bílum sínum eða í strætó á leið í og úr vinnu. „Þetta er tími sem þú gætir eytt með börnunum þínum eða í heilsurækt til dæmis.“ „Ég held við þurfum klárlega að fara í einhverjar vegaumbætur en ég vil alls ekki sjá einhver þriggja hæða, ógnvekjandi, mislæg gatnamót, ég held að það sé slæmt fordæmi til framtíðar og ég held að það sé óþarfi. Ég myndi vilja sjá litlar, smekklegar lausnir og ég er mjög hrifin af því að umferðin sé neðanjarðar.“ Hildur segir einnig að stórátak í almenningssamgöngum sé nauðsynlegt og að byggja þurfi upp öflugt kerfi svo almenningssamgöngur geti verið raunverulegur valkostur fyrir fólk. „Við ráðum ekki við bílafjöldann sem er á götunni núna og ef mannfjöldaspár ganga eftir þá verða hér miklu fleiri bílar á næstu árum. Ef við getum einhvern veginn minnkað bílaumferð þá væri það auðvitað stórkostlegt,“ segir Hildur og bætir við að með slíku átaki í almenningssamgöngum gæti bílaumferð minnkað og þær fjölskyldur sem reka tvo bíla gætu mögulega komist af með einn ef þær kjósa því það er ekki eingöngu hagkvæmt fyrir umferðina, heldur einnig heimilisbókhaldið. Að hennar mati eru þeir valkostir sem í boði eru í dag ekki raunhæfir og þjónustan ekki nógu góð. „Ég myndi ekki fara í dag upp í Grafarvog og spyrja fólk þar „af hverju takið þið ekki strætó?“, þjónustan þar er ekki boðleg og það er ekki raunhæft.“ Hildur biður fólk að hafa það í huga að borgarlínan er enn á hugmyndastigi. „Ég er ung og mér finnst gaman að hafa framtíðarsýn og það er margt spennandi í þessum hugmyndum um borgarlínu en fólk hefur líka ýmsar áhyggjur, til dæmis að kostnaðurinn sé mjög vanreiknaður og að það eigi að loka einhverjum stórum stofnbrautum sem nú þegar eru stíflaðar og svo framvegis og mér finnst allt í lagi að taka tillit til þess að fólk hafi þessar áhyggjur,“ segir Hildur. Hildur segir að það sé þó ekkert því til fyrirstöðu að borgin vinni tillögur um borgarlínu í samstarfi við nágrannasveitarfélög. „Kannski er þetta lausnin, en kannski ekki. Við þurfum bara að skoða það og gera það af skynsemi og yfirvegun.“Hildur segir að stórátak í almenningssamgöngum sé nauðsynlegt og útilokar ekki borgarlínu í þeim efnum.Mynd/borgarlinan.isÖrfirisey spennandi kostur Hildur er með Eyþóri Arnalds, nýjum oddvita Sjálfstæðisflokksins í borginni, í liði þegar kemur að því að þétta byggð. Hún segir að henni þyki spennandi þær hugmyndir sem varpað hefur verið fram um uppbyggingu byggðar í Örfirisey, enda sýna íbúakannanir að mikil eftirspurn er eftir því að búa vestarlega í borginni. „Þétting byggðar er ekki eitthvað óskeikult kosept, það er hægt að klúðra því. Ég held að það sé mjög mikilvægt að þétta byggð í sátt við íbúana sem fyrir eru, það er rosalega mikið um óánægju hjá fólki sem hefur lent í þéttingu í öðrum hverfum og það þarf að vinna það í sátt og samvinnu við fólkið sem er þar fyrir,“ segir Hildur. Hún segir að þétting byggðar eigi ekki einungis við í miðbænum. „Það er hægt að þétta víðar og þétta fleiri hverfi og það mun skapa aðstæður til að hverfið getið orðið meira lifandi,“ segir Hildur.Vill lengja leikskóladvöl Hildur á þrjú börn, einn dreng sem er á grunnskólaaldri og tvær dætur sem eru á leikskólaaldri. Hún segir að það þurfi að gera stórátak í skólamálum í borginni, en að það sé samvinna ríkis og sveitarfélaga. „Það er sjokkerandi að sjá hversu aftarlega við stöndum í samanburði við aðrar þjóðir og til dæmis hversu illa við erum að halda utan um Íslendinga sem eru af erlendu bergi brotnir, hvað þeir standa lakar að vígi heldur en börn sem eru innfæddir Íslendingar. Ég vona að við tökum mjög fast á þessum málum.“ Hún segir að daggæslumálin séu einnig mikið baráttumál fyrir hana og að leysa þurfi úr manneklunni á leikskólum borgarinnar. „Ég veit ekki einu sinni hversu marga daga við þurftum að vera heima með dætur okkar í vetur út af manneklu og þetta þekkja flest heimili í Reykjavík.“ Hildur er hrifnust af þeirri lausn að lengja leikskólaaldurinn en að slík lausn sé ekki tæk fyrr en búið er að ráða bug á mannekluvandanum. „Svo ég sé sanngjörn þá er það kannski ekki raunhæft fyrr en við erum búin að leysa úr leikskólavandanum eins og hann er núna. Það væri algjört stórslys ef við ætluðum bara að lengja leikskólaaldurinn en ekki gera neitt til að bæta úr ástandinu eins og það er í dag. Við þurfum fyrst að byrja á því að fara inn á leikskólana og leysa úr þeim vanda sem til staðar er þar eins og mannekluna og þegar það er komið í farveg getum við farið að skoða það að brúa bilið,“ segir Hildur og bætir við að þetta sé vandasamt því fæðingarorlofið sé einungis níu mánuðir og að við tekur dagforeldrakerfi sem virkar ekki sem skyldi því einnig er skortur á dagforeldrum í borginni. Hún segir þetta mikið jafnréttismál.Vill svör við því hver mun greiða kostnaðinn af því að flytja flugvöllinn Hildur segir að staðreyndin með flugvöllinn í Vatnsmýri sé sú að ekki er hægt að færa hann fyrr en búið er að finna honum annan og jafnframt jafngóðan stað. „Ég held að það sé mjög nauðsynlegt í þessu máli að við reynum að finna einhverja sátt. Sumir hafa nefnt að Hvassahraun geti verið þessi framtíðarstaður, og það kann að vera, en það er ýmsum spurningum ósvarað, til dæmis er talað um að þessar framkvæmdir munu kosta 200 milljarða en það hefur enginn svarað því hver mun borga brúsann. Við þurfum svar við því.“ Hún segir að ríkið þurfi einnig að vera samþykkt því að færa flugvöllinn og að málið sé því flókið. „Ég held að enginn flokkur geti lofað kjósendum sínum því að flugvöllurinn fari á næsta kjörtímabili. Það er mikilvægt að við segjum fólki hvað við ætlum að gera á næsta kjörtímabili,“ segir Hildur Þá segir hún að ef horft er til framtíðar þá væri hún mjög spennt fyrir því að sjá byggð rísa í Vatnsmýrinni.Vill finna stað fyrir sjúkrahúsið á þessu ári Hildur segir að rétt eins og með flugvöllinn séu málin varðandi staðsetningu Landspítalans flókin en að hún sé hlynnt því að finna sáttaleið í málinu. „Við höfum rætt við hagsmunaaðila úr báðum hópum um og teljum skynsamlegt að við klárum að byggja það sem er óhjákvæmilegt á núverandi stað en á þessu ári viljum við finna stað fyrir framtíðarspítala,“ segir Hildur.
Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira