Bjarni um aksturgreiðslur þingmanna: „Menn verða að svara fyrir þá reikninga sem þeir senda þinginu“ Birgir Olgeirsson skrifar 24. febrúar 2018 13:31 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í Víglínunni fyrr í dag. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er sammála því að reglum um akstursgreiðslur þingmanna verði breitt. Vill Bjarni að þær verði skýrari og gagnsæi ríki um þessar greiðslur. „Og menn verða að svara fyrir þá reikninga sem þeir senda þinginu. Og ef menn eru ekki tilbúnir til þess, þá er eitthvað að,“ sagði Bjarni í Víglínunni á Stöð 2 fyrr í dag. Þar var hann spurður út í akstursgreiðslur þingmanna og hvort Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefði ekki notast við þær aðeins of mikið. Bjarni sagði það ekki vera sitt að dæma og honum væri ekki kunnugt um að neitt brot hafi komið í ljós. „Ég hins vegar skil það mjög vel að fólki þyki einkennilegt að einstaka þingmenn keyri tugi þúsunda kílómetra og það séu engin ytri mörk á því hversu mikið af því sé hægt að fá endurgreitt, og það er komið upp núna. Það þýðir ekki að reglurnar hafa verið brotnar en það getur hins vegar vel verið að reglurnar hafi verið of óskýrar eða of lausbundna,“ sagði Bjarni. Hann var spurður hvort að reglurnar væru of gjafmildar en Bjarni vildi ekki segja það. „Vegna þess að þingmannsstarfið er engin venjuleg vinna. Sumir þingmenn, og ég hef kynnst nokkrum á mínum ferli, eru stanslaust á ferðinni að hitta fólk . Það koma varla saman tveir menn í héraði án þess að þingmaðurinn sé mættur til að taka þátt í samtalinu.“ Hann sagðist ekki vilja einsleitni í hóp þingmanna. „Ég styð til dæmis þetta kjördæmafyrirkomulag sem við erum með sem tryggir að við fáum fulltrúa landsbyggðarinnar inn á þingið þó að meirihluti þingmanna komi héðan af höfuðborgarsvæðinu þar sem flestir búa. Ég elska þegar ég sé fjölbreytni í svona reynslu og svona áherslum frá þingmönnum.“ Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk hæstu akstursgreiðslur endurgreiddar úr ríkissjóði. Hann skilur að fólk gagnrýni háar akstursgreiðslur til þingmanna. 9. febrúar 2018 14:30 Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Fara fram á að utanaðkomandi rannsaki aksturdagbækurnar Forsætisráðherra vill allt upp á yfirborðið og telur eðlilegt að akstursdagbækur þingmanna séu aðgengilegar landsmönnum. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir þingmenn auðveldlega geta veitt upplýsingar um eigin akstur. 19. febrúar 2018 07:00 Bjarni sagði að búið væri að stórbæta kjör Íslendinga á síðustu árum Sagði Samtök atvinnulífsins hafa nokkuð til síns máls í umræðu um kjarasamninga. 24. febrúar 2018 13:08 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er sammála því að reglum um akstursgreiðslur þingmanna verði breitt. Vill Bjarni að þær verði skýrari og gagnsæi ríki um þessar greiðslur. „Og menn verða að svara fyrir þá reikninga sem þeir senda þinginu. Og ef menn eru ekki tilbúnir til þess, þá er eitthvað að,“ sagði Bjarni í Víglínunni á Stöð 2 fyrr í dag. Þar var hann spurður út í akstursgreiðslur þingmanna og hvort Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefði ekki notast við þær aðeins of mikið. Bjarni sagði það ekki vera sitt að dæma og honum væri ekki kunnugt um að neitt brot hafi komið í ljós. „Ég hins vegar skil það mjög vel að fólki þyki einkennilegt að einstaka þingmenn keyri tugi þúsunda kílómetra og það séu engin ytri mörk á því hversu mikið af því sé hægt að fá endurgreitt, og það er komið upp núna. Það þýðir ekki að reglurnar hafa verið brotnar en það getur hins vegar vel verið að reglurnar hafi verið of óskýrar eða of lausbundna,“ sagði Bjarni. Hann var spurður hvort að reglurnar væru of gjafmildar en Bjarni vildi ekki segja það. „Vegna þess að þingmannsstarfið er engin venjuleg vinna. Sumir þingmenn, og ég hef kynnst nokkrum á mínum ferli, eru stanslaust á ferðinni að hitta fólk . Það koma varla saman tveir menn í héraði án þess að þingmaðurinn sé mættur til að taka þátt í samtalinu.“ Hann sagðist ekki vilja einsleitni í hóp þingmanna. „Ég styð til dæmis þetta kjördæmafyrirkomulag sem við erum með sem tryggir að við fáum fulltrúa landsbyggðarinnar inn á þingið þó að meirihluti þingmanna komi héðan af höfuðborgarsvæðinu þar sem flestir búa. Ég elska þegar ég sé fjölbreytni í svona reynslu og svona áherslum frá þingmönnum.“
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk hæstu akstursgreiðslur endurgreiddar úr ríkissjóði. Hann skilur að fólk gagnrýni háar akstursgreiðslur til þingmanna. 9. febrúar 2018 14:30 Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Fara fram á að utanaðkomandi rannsaki aksturdagbækurnar Forsætisráðherra vill allt upp á yfirborðið og telur eðlilegt að akstursdagbækur þingmanna séu aðgengilegar landsmönnum. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir þingmenn auðveldlega geta veitt upplýsingar um eigin akstur. 19. febrúar 2018 07:00 Bjarni sagði að búið væri að stórbæta kjör Íslendinga á síðustu árum Sagði Samtök atvinnulífsins hafa nokkuð til síns máls í umræðu um kjarasamninga. 24. febrúar 2018 13:08 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira
Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk hæstu akstursgreiðslur endurgreiddar úr ríkissjóði. Hann skilur að fólk gagnrýni háar akstursgreiðslur til þingmanna. 9. febrúar 2018 14:30
Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00
Fara fram á að utanaðkomandi rannsaki aksturdagbækurnar Forsætisráðherra vill allt upp á yfirborðið og telur eðlilegt að akstursdagbækur þingmanna séu aðgengilegar landsmönnum. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir þingmenn auðveldlega geta veitt upplýsingar um eigin akstur. 19. febrúar 2018 07:00
Bjarni sagði að búið væri að stórbæta kjör Íslendinga á síðustu árum Sagði Samtök atvinnulífsins hafa nokkuð til síns máls í umræðu um kjarasamninga. 24. febrúar 2018 13:08