Eitraðir málmar finnast í rafrettum Þórdís Valsdóttir skrifar 24. febrúar 2018 10:35 Rannsakendur gerðu prófanir á 56 rafrettum sem fengnar voru frá reglulegum notendum. Vísir/getty Nýleg rannsókn á rafrettum sýnir að eitraðir málmar leynist í rafrettuvökva í tönkum þeirra. Þá sýnir hún einnig að í gufunni sem notandinn andar frá sér er einnig að finna slíka málma. Rannsóknin, sem framkvæmd var af vísindamönnum John Hopkins háskólans í Baltimore í Bandaríkjunum, var birt í vísindaritinu Environmental Health Perspectives. Í rafrettum er vökvinn hitaður með brennurum, eða keflum, sem eru gerðir úr málmum. Vísindamennirnir tóku sýni úr þremur hlutum rafretta; vökvanum sjálfum, vökvanum innan úr tankinum á rafrettunni og gufunni sem kemur úr henni. Rannsókn þeirra snerist að því hvort brennarinn innan í rafrettunni, sem notaður er til að hita vökvann, myndi búa til eitraðan málm.Tenging á milli eitraðra málma og sjúkdóma Prófanir voru gerðar á 56 rafrettum sem fengnar voru frá reglulegum notendum og í yfir helmingi þeirra fannst króm, nikkel, mangan og blý. Niðurstaða rannsóknarinnar var sú að eitruðu málmarnir smitist frá brennurum rafrettanna og þá er einnig að finna í gufunni sem notendur rafrettanna anda að sér. „Það er mikilvægt að matvæla- og lyfjaeftirlitið (FDA), rafrettu fyrirtækin og notendurnir sjálfir viti að brennararnir, eins og þeir eru gerðir í dag, virðast vera að smita frá sér eitruðum málmum - sem fara svo í gufuna sem notendur anda að sér,“ sagði Ana María Rule, einn aðalhöfunda rannsóknarinnar í tilkynningu frá John Hopkins háskólanum. Samkvæmt rannsókninni hefur verið sýnt fram á tengingu á milli króms og nikkels og öndunarfærasjúkdóma og lungnakrabbameins. Allir þessir málmar eru eitraðir þegar þeim er andað að sér. Þá getur blý valdið hjartasjúkdómum samkvæmt rannsókninni. Samkvæmt rannsókninni fannst einnig arsenik í yfir tíu prósentum rafrettanna sem prófaðar voru, bæði í vökvanum sjálfum og í gufunni sem andað er að sér í gegnum rettuna.Rannsóknina í heild sinni má skoða hér. Tengdar fréttir Rafrettan sprakk í jakkavasanum: „Þetta eru tímasprengjur“ Rafretta sprakk í vasanum á íslenskum manni og brenndi gat á jakka hans. Aðstandandi furðar sig á því hversu lítið eftirlit er með sölu og neyslu á rafrettum. 30. desember 2017 21:00 Rafrettur gætu gert unglinga líklegri til að reykja Bandarískir lýðheilsusérfræðingar telja rafsígarettur mun hættuminni en hefðbundnar sígarettur. Þeir ganga þó ekki svo langt að lýsa þær hættulausar í viðamikilli skýrslu. 23. janúar 2018 21:08 Segir frumvarp um rafrettur stuðla að löglegum innflutningi Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir frumvarp um rafrettur stuðla að lögmætum viðskiptum og setji nauðsynlegar skorður við sölu og markaðssetningu á þessum varningi þegar börn eiga í hlut. 23. febrúar 2018 11:00 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Nýleg rannsókn á rafrettum sýnir að eitraðir málmar leynist í rafrettuvökva í tönkum þeirra. Þá sýnir hún einnig að í gufunni sem notandinn andar frá sér er einnig að finna slíka málma. Rannsóknin, sem framkvæmd var af vísindamönnum John Hopkins háskólans í Baltimore í Bandaríkjunum, var birt í vísindaritinu Environmental Health Perspectives. Í rafrettum er vökvinn hitaður með brennurum, eða keflum, sem eru gerðir úr málmum. Vísindamennirnir tóku sýni úr þremur hlutum rafretta; vökvanum sjálfum, vökvanum innan úr tankinum á rafrettunni og gufunni sem kemur úr henni. Rannsókn þeirra snerist að því hvort brennarinn innan í rafrettunni, sem notaður er til að hita vökvann, myndi búa til eitraðan málm.Tenging á milli eitraðra málma og sjúkdóma Prófanir voru gerðar á 56 rafrettum sem fengnar voru frá reglulegum notendum og í yfir helmingi þeirra fannst króm, nikkel, mangan og blý. Niðurstaða rannsóknarinnar var sú að eitruðu málmarnir smitist frá brennurum rafrettanna og þá er einnig að finna í gufunni sem notendur rafrettanna anda að sér. „Það er mikilvægt að matvæla- og lyfjaeftirlitið (FDA), rafrettu fyrirtækin og notendurnir sjálfir viti að brennararnir, eins og þeir eru gerðir í dag, virðast vera að smita frá sér eitruðum málmum - sem fara svo í gufuna sem notendur anda að sér,“ sagði Ana María Rule, einn aðalhöfunda rannsóknarinnar í tilkynningu frá John Hopkins háskólanum. Samkvæmt rannsókninni hefur verið sýnt fram á tengingu á milli króms og nikkels og öndunarfærasjúkdóma og lungnakrabbameins. Allir þessir málmar eru eitraðir þegar þeim er andað að sér. Þá getur blý valdið hjartasjúkdómum samkvæmt rannsókninni. Samkvæmt rannsókninni fannst einnig arsenik í yfir tíu prósentum rafrettanna sem prófaðar voru, bæði í vökvanum sjálfum og í gufunni sem andað er að sér í gegnum rettuna.Rannsóknina í heild sinni má skoða hér.
Tengdar fréttir Rafrettan sprakk í jakkavasanum: „Þetta eru tímasprengjur“ Rafretta sprakk í vasanum á íslenskum manni og brenndi gat á jakka hans. Aðstandandi furðar sig á því hversu lítið eftirlit er með sölu og neyslu á rafrettum. 30. desember 2017 21:00 Rafrettur gætu gert unglinga líklegri til að reykja Bandarískir lýðheilsusérfræðingar telja rafsígarettur mun hættuminni en hefðbundnar sígarettur. Þeir ganga þó ekki svo langt að lýsa þær hættulausar í viðamikilli skýrslu. 23. janúar 2018 21:08 Segir frumvarp um rafrettur stuðla að löglegum innflutningi Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir frumvarp um rafrettur stuðla að lögmætum viðskiptum og setji nauðsynlegar skorður við sölu og markaðssetningu á þessum varningi þegar börn eiga í hlut. 23. febrúar 2018 11:00 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Rafrettan sprakk í jakkavasanum: „Þetta eru tímasprengjur“ Rafretta sprakk í vasanum á íslenskum manni og brenndi gat á jakka hans. Aðstandandi furðar sig á því hversu lítið eftirlit er með sölu og neyslu á rafrettum. 30. desember 2017 21:00
Rafrettur gætu gert unglinga líklegri til að reykja Bandarískir lýðheilsusérfræðingar telja rafsígarettur mun hættuminni en hefðbundnar sígarettur. Þeir ganga þó ekki svo langt að lýsa þær hættulausar í viðamikilli skýrslu. 23. janúar 2018 21:08
Segir frumvarp um rafrettur stuðla að löglegum innflutningi Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir frumvarp um rafrettur stuðla að lögmætum viðskiptum og setji nauðsynlegar skorður við sölu og markaðssetningu á þessum varningi þegar börn eiga í hlut. 23. febrúar 2018 11:00