Við komumst ekki öll á leikina á HM í Rússlandi Magnús Guðmundsson skrifar 25. febrúar 2018 17:00 Benedict Andrews segist hafa viljað skapa leikurunum rými til þess að takast á við þessar stóru amerísku erkitýpur Williams. Vísir/Stefán Benedict Andrews er ástralskur leikstjóri, búsettur í Reykjavík en starfar í London og víðar um veröldina. Aðspurður um ástæðu þessa heimshornaflakks segir hann svarið auðvitað vera ástina. En þrátt fyrir að hann starfi mest erlendis gefst Íslendingum nú um helgina kostur á að sjá sýningu á Cat on a Hot Tin Roof eftir bandaríska leikskáldið Tennessee Williams í leikstjórn Andrews. Sýningin verður í beinni útsendingu frá Young Vic leikhúsinu í London í Bíói Paradís bæði laugardags- og sunnudagskvöld kl. 20. Cat on a Hot Tin Roof (Köttur á heitu blikkþaki) er eitt þekktasta verk Tennessee Williams og Andrews segir að óneitanlega feli þetta í sér mikla áskorun. „Minn skilningur felur það í sér að allir í þessu verki eru undir hælnum á persónunni Big Daddy sem minnir einna helst á Lé konung þar sem allt er knúið áfram í gegnum hann. Þetta er eins og risavaxin vél í meðförum Williams þar sem tannhjólin eru óstöðvandi og persónurnar fá lítið sem ekkert við ráðið. Fyrir vikið verður þetta eins og línudans fyrir persónurnar og línan er strengd yfir hyldýpi. Williams sér líka til þess að persónurnar skynja þetta hyldýpi og með sama hætti þá verða leikararnir líka tæknilega meðvitaðir um að fallið er hátt. Þeir verða stöðugt að leggja allt í sölurnar tilfinningalega.“Leikarinn Colm Meaney í hlutverki sínu.Johan PerssonHlutverk leikstjórans Andrews bætir við að innan hefðbundinna þriggja þátta verksins sé engu að síður mjög sérstök uppbygging. Persónurnar streymi fram á sjónarsviðið í fyrsta þætti og áherslan sé á fund Maggie og Bricks. En innkoma Big Daddy og átökin á milli hans og Bricks í öðrum þætti séu líkast til besti leiktexti nútíma leikritunar. Þriðji þátturinn er svo um margt mjög sérstakur uppgjörsþáttur. „Ég nálgaðist þetta óneitanlega aðeins út frá því að ég hef tvisvar leikstýrt A Streetcar Named Desire eftir Williams, einu sinni í Þýskalandi og svo í Bandaríkjunum fyrir skömmu. Mér finnst að það hafi gefið mér ákveðna tilfinningu fyrir skáldskap hans og hvernig hann nálgaðist leikhúsið sem tæki til þess að rannsaka manneskjuna. Mér fannst vera fólgið í þessu ákveðið tækifæri til þess að skoða hvað er líkt með þessum verkum og taka þetta svo þaðan.“Lisa Palfrey og Michael J. Shannon í hlutverkum sínum í Cat on a Hot Tin Roof í leikstjórn Benedicts Andrews í Young Vic leikhúsinu.Johan Persson„Hvað leikarana varðar þá vildi ég skapa þeim rými og svigrúm til þess að takast á við þessar stóru amerísku erkitýpur. Þessar sterku, sjálfmiðuðu og karllægu amerísku persónur sem á sama tíma eru svo brothættar og jafnvel brotnar undir sinni hörðu skel. Þarna nálgumst við kjarna verksins sem er hvernig fólk sem lifir í lygi er þvingað til þess að horfast í augu við sannleikann. Mitt markmið er að hjálpa frábærum leikurum til þess að finna sannleikann í þessu á sama tíma og ég reyni að setja á svið þessa afhjúpun og láta hana tala inn í okkar samtíð. Taka þetta í sundur og afhjúpa þessa mannlegu eiginleika sem ná langt yfir öll tímaskeið og landsvæði ef út í það er farið. Það er hlutverk leikstjórans að taka verkið inn í samtímann og láta það enduróma þar.“Leikkonan Hayley Squires í hlutverki sínu.Johan PerssonEflir leikhúsið Leikhús er upplifun sem, eins og Andrews segir sjálfur, snýst um að vera á staðnum en hvernig finnst honum það samræmast því að vera með beina útsendingu þaðan? „Leikhúsið er staður sem við förum á til þess að vera á sama stað og leikararnir og allt sem þeim fylgir. Ég elska leikhúsið en ég elska líka kvikmyndalistina en þetta eru tvö gjörólík listform. Þessi nýja leið, að sjónvarpa leikhúsinu, er eitthvað annað og eitthvað nýtt. Það er eitthvað alveg sérstakt við þetta og ég svona sannfærðist um þetta þegar ég horfði á útsendingu á minni eigin uppfærslu á A Streetcar Named Desire ásamt fullt af leikhúsfólki og vinum hérna heima. Þetta vakti með mér bæði einhverjar sjálfselskar tilfinningar út frá því að fólk í Sydney og Reykjavík gæti verið að horfa á uppfærslu eftir mig í London og taka þátt í umræðunni. En hitt sem er mikilvægt við þessa leið er að hún þykist ekki vera eitthvað annað en hún er. Bein útsending frá viðburði.“ „Þegar Ísland fer og spilar á HM í Rússlandi og gengur vonandi vel þá er hætt við að við komumst ekki öll á völlinn. Sum okkar verða á Arnarhóli eða fyrir framan sjónvarpið. Þessar sýningar í Bíói Paradís eru einmitt þetta. Leið til þess að vera nánast á staðnum og taka þátt í upplifuninni og mér finnst það frábært. Ég held meira að segja að þetta hvetji fólk til þess að fara svo meira í leikhús.“Leikkonan Sienna Miller fer með eitt aðalhlutverkanna, Maggie.Johan PerssonAndrews leggur áherslu á að hann sé ekkert að leikstýra þessu sérstaklega. „Ég vann mína vinnu í leikhúsinu og svo kemur allt annað teymi inn til þess að sjá um þessa útsendingu. Við ræddum bara mínar áherslur, ég fékk að sjá prufutöku og gaf mínar nótur og þar með var þetta komið. Þannig að á laugardagskvöld verð ég með mínu fólki í Bíói Paradís á sýningunni og ég er bara farinn að hlakka til.“ Þess má geta að eftir sýninguna á laugardagskvöldið verður spurt og svarað með Benedict Andrews en Sigríður Jónsdóttir, leiklistargagnrýnandi Fréttablaðsins, stýrir umræðunum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Benedict Andrews er ástralskur leikstjóri, búsettur í Reykjavík en starfar í London og víðar um veröldina. Aðspurður um ástæðu þessa heimshornaflakks segir hann svarið auðvitað vera ástina. En þrátt fyrir að hann starfi mest erlendis gefst Íslendingum nú um helgina kostur á að sjá sýningu á Cat on a Hot Tin Roof eftir bandaríska leikskáldið Tennessee Williams í leikstjórn Andrews. Sýningin verður í beinni útsendingu frá Young Vic leikhúsinu í London í Bíói Paradís bæði laugardags- og sunnudagskvöld kl. 20. Cat on a Hot Tin Roof (Köttur á heitu blikkþaki) er eitt þekktasta verk Tennessee Williams og Andrews segir að óneitanlega feli þetta í sér mikla áskorun. „Minn skilningur felur það í sér að allir í þessu verki eru undir hælnum á persónunni Big Daddy sem minnir einna helst á Lé konung þar sem allt er knúið áfram í gegnum hann. Þetta er eins og risavaxin vél í meðförum Williams þar sem tannhjólin eru óstöðvandi og persónurnar fá lítið sem ekkert við ráðið. Fyrir vikið verður þetta eins og línudans fyrir persónurnar og línan er strengd yfir hyldýpi. Williams sér líka til þess að persónurnar skynja þetta hyldýpi og með sama hætti þá verða leikararnir líka tæknilega meðvitaðir um að fallið er hátt. Þeir verða stöðugt að leggja allt í sölurnar tilfinningalega.“Leikarinn Colm Meaney í hlutverki sínu.Johan PerssonHlutverk leikstjórans Andrews bætir við að innan hefðbundinna þriggja þátta verksins sé engu að síður mjög sérstök uppbygging. Persónurnar streymi fram á sjónarsviðið í fyrsta þætti og áherslan sé á fund Maggie og Bricks. En innkoma Big Daddy og átökin á milli hans og Bricks í öðrum þætti séu líkast til besti leiktexti nútíma leikritunar. Þriðji þátturinn er svo um margt mjög sérstakur uppgjörsþáttur. „Ég nálgaðist þetta óneitanlega aðeins út frá því að ég hef tvisvar leikstýrt A Streetcar Named Desire eftir Williams, einu sinni í Þýskalandi og svo í Bandaríkjunum fyrir skömmu. Mér finnst að það hafi gefið mér ákveðna tilfinningu fyrir skáldskap hans og hvernig hann nálgaðist leikhúsið sem tæki til þess að rannsaka manneskjuna. Mér fannst vera fólgið í þessu ákveðið tækifæri til þess að skoða hvað er líkt með þessum verkum og taka þetta svo þaðan.“Lisa Palfrey og Michael J. Shannon í hlutverkum sínum í Cat on a Hot Tin Roof í leikstjórn Benedicts Andrews í Young Vic leikhúsinu.Johan Persson„Hvað leikarana varðar þá vildi ég skapa þeim rými og svigrúm til þess að takast á við þessar stóru amerísku erkitýpur. Þessar sterku, sjálfmiðuðu og karllægu amerísku persónur sem á sama tíma eru svo brothættar og jafnvel brotnar undir sinni hörðu skel. Þarna nálgumst við kjarna verksins sem er hvernig fólk sem lifir í lygi er þvingað til þess að horfast í augu við sannleikann. Mitt markmið er að hjálpa frábærum leikurum til þess að finna sannleikann í þessu á sama tíma og ég reyni að setja á svið þessa afhjúpun og láta hana tala inn í okkar samtíð. Taka þetta í sundur og afhjúpa þessa mannlegu eiginleika sem ná langt yfir öll tímaskeið og landsvæði ef út í það er farið. Það er hlutverk leikstjórans að taka verkið inn í samtímann og láta það enduróma þar.“Leikkonan Hayley Squires í hlutverki sínu.Johan PerssonEflir leikhúsið Leikhús er upplifun sem, eins og Andrews segir sjálfur, snýst um að vera á staðnum en hvernig finnst honum það samræmast því að vera með beina útsendingu þaðan? „Leikhúsið er staður sem við förum á til þess að vera á sama stað og leikararnir og allt sem þeim fylgir. Ég elska leikhúsið en ég elska líka kvikmyndalistina en þetta eru tvö gjörólík listform. Þessi nýja leið, að sjónvarpa leikhúsinu, er eitthvað annað og eitthvað nýtt. Það er eitthvað alveg sérstakt við þetta og ég svona sannfærðist um þetta þegar ég horfði á útsendingu á minni eigin uppfærslu á A Streetcar Named Desire ásamt fullt af leikhúsfólki og vinum hérna heima. Þetta vakti með mér bæði einhverjar sjálfselskar tilfinningar út frá því að fólk í Sydney og Reykjavík gæti verið að horfa á uppfærslu eftir mig í London og taka þátt í umræðunni. En hitt sem er mikilvægt við þessa leið er að hún þykist ekki vera eitthvað annað en hún er. Bein útsending frá viðburði.“ „Þegar Ísland fer og spilar á HM í Rússlandi og gengur vonandi vel þá er hætt við að við komumst ekki öll á völlinn. Sum okkar verða á Arnarhóli eða fyrir framan sjónvarpið. Þessar sýningar í Bíói Paradís eru einmitt þetta. Leið til þess að vera nánast á staðnum og taka þátt í upplifuninni og mér finnst það frábært. Ég held meira að segja að þetta hvetji fólk til þess að fara svo meira í leikhús.“Leikkonan Sienna Miller fer með eitt aðalhlutverkanna, Maggie.Johan PerssonAndrews leggur áherslu á að hann sé ekkert að leikstýra þessu sérstaklega. „Ég vann mína vinnu í leikhúsinu og svo kemur allt annað teymi inn til þess að sjá um þessa útsendingu. Við ræddum bara mínar áherslur, ég fékk að sjá prufutöku og gaf mínar nótur og þar með var þetta komið. Þannig að á laugardagskvöld verð ég með mínu fólki í Bíói Paradís á sýningunni og ég er bara farinn að hlakka til.“ Þess má geta að eftir sýninguna á laugardagskvöldið verður spurt og svarað með Benedict Andrews en Sigríður Jónsdóttir, leiklistargagnrýnandi Fréttablaðsins, stýrir umræðunum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira