Ekki hægt að hringja eftir aðstoð á slysstað Sigurður Mikael Jónsson skrifar 25. febrúar 2018 15:00 Dritvík í Snæfellsjökulsþjóðgarði er einn margra vinsælla ferðamannastaða á umræddu svæði þar sem símasamband og tetra-samband næst ekki. Á þriðja hundrað þúsund ferðamenn fara um tíu kílómetra kafla í Snæfellsjökulsþjóðgarði á ári þar sem fullkomið fjarskiptaleysi ríkir. Framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar vonar að hægt verði að fara í úrbætur í sumar en hið dauða svæði hefur plagað vegfarendur og viðbragðsaðila um árabil. Tvö slys urðu á svæðinu í fyrra þar sem ekki var hægt að hringja eftir aðstoð. „Þarna við Dritvík og Djúpalónssand koma mjög margir ferðamenn. Vonandi verður þetta dekkað í sumar en við erum að vinna í útreikningum og það er ekki búið að taka ákvörðun enn þá,“ segir Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar. Hann segir málið nokkuð flókið en að Neyðarlínan sé búin að reisa 80 fjarskiptastöðvar um landið í samvinnu við Fjarskiptasjóð og fjarskiptafélögin á undanförnum árum. „Við erum að holufylla og bæta svona staði. Við viljum auðvitað að fólk geti hringt eftir aðstoð. Þú getur bara ímyndað þér að keyra út af í hálku og vitlausu veðri, þá labbar þú ekki fimm kílómetra eftir símasambandi.“Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar.Vísir/ErnirÞórhallur segir þetta eitt af mörgum verkefnum sem unnið hafi verið að um nokkra hríð í samvinnu við marga aðila. Að mörgu sé þó að huga. „Við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að bæta úr þannig að þessi dauðu svæði minnki. Það voru tvö slys þarna í fyrra og það er óþægilegt. Þú getur ímyndað þér að keyra með einhverjum sem fær heilablóðfall og þú þarft að keyra nokkra kílómetra til að ná símasambandi. Þetta er líka vont fyrir lögreglu og sjúkraflutningamenn að vera ekki í tetrasambandi á svæðinu. Það eru nokkrir svona staðir á landinu og við höfum verið að pilla út einn og einn. En við höfum ekki óendanleg fjárráð í þetta og erum að forgangsraða.“ Þórhallur segir þó að miðað við það sem gengur og gerist séu Íslendingar mun betur settir en flestar þjóðir hvað þetta varðar. Varðandi kaflann á Snæfellsnesi segir Þórhallur málið viðkvæmt og ganga þurfi frá öllum leyfum. Um sé þó að ræða jörð í eigu ríkisins svo það ætti ekki að vera vandamál. „Það kostar heilmikinn pening. Þegar menn byrjuðu á þessari gsm-væðingu fóru þeir á staði sem voru fyrir með rafmagn en voru ekki endilega að velja staðina með tilliti til þessara þarfa sem við erum með til að ná sem bestri dekkun í gsm. Það þarf að draga niður rafstreng, koma ljósleiðara að, byggja hús og mastur og þetta kostar allt sitt.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Fleiri fréttir Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Sjá meira
Á þriðja hundrað þúsund ferðamenn fara um tíu kílómetra kafla í Snæfellsjökulsþjóðgarði á ári þar sem fullkomið fjarskiptaleysi ríkir. Framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar vonar að hægt verði að fara í úrbætur í sumar en hið dauða svæði hefur plagað vegfarendur og viðbragðsaðila um árabil. Tvö slys urðu á svæðinu í fyrra þar sem ekki var hægt að hringja eftir aðstoð. „Þarna við Dritvík og Djúpalónssand koma mjög margir ferðamenn. Vonandi verður þetta dekkað í sumar en við erum að vinna í útreikningum og það er ekki búið að taka ákvörðun enn þá,“ segir Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar. Hann segir málið nokkuð flókið en að Neyðarlínan sé búin að reisa 80 fjarskiptastöðvar um landið í samvinnu við Fjarskiptasjóð og fjarskiptafélögin á undanförnum árum. „Við erum að holufylla og bæta svona staði. Við viljum auðvitað að fólk geti hringt eftir aðstoð. Þú getur bara ímyndað þér að keyra út af í hálku og vitlausu veðri, þá labbar þú ekki fimm kílómetra eftir símasambandi.“Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar.Vísir/ErnirÞórhallur segir þetta eitt af mörgum verkefnum sem unnið hafi verið að um nokkra hríð í samvinnu við marga aðila. Að mörgu sé þó að huga. „Við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að bæta úr þannig að þessi dauðu svæði minnki. Það voru tvö slys þarna í fyrra og það er óþægilegt. Þú getur ímyndað þér að keyra með einhverjum sem fær heilablóðfall og þú þarft að keyra nokkra kílómetra til að ná símasambandi. Þetta er líka vont fyrir lögreglu og sjúkraflutningamenn að vera ekki í tetrasambandi á svæðinu. Það eru nokkrir svona staðir á landinu og við höfum verið að pilla út einn og einn. En við höfum ekki óendanleg fjárráð í þetta og erum að forgangsraða.“ Þórhallur segir þó að miðað við það sem gengur og gerist séu Íslendingar mun betur settir en flestar þjóðir hvað þetta varðar. Varðandi kaflann á Snæfellsnesi segir Þórhallur málið viðkvæmt og ganga þurfi frá öllum leyfum. Um sé þó að ræða jörð í eigu ríkisins svo það ætti ekki að vera vandamál. „Það kostar heilmikinn pening. Þegar menn byrjuðu á þessari gsm-væðingu fóru þeir á staði sem voru fyrir með rafmagn en voru ekki endilega að velja staðina með tilliti til þessara þarfa sem við erum með til að ná sem bestri dekkun í gsm. Það þarf að draga niður rafstreng, koma ljósleiðara að, byggja hús og mastur og þetta kostar allt sitt.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Fleiri fréttir Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Sjá meira