Fyrsta Boeing 737 MAX þotan komin á loft í litum Icelandair Kristján Már Unnarsson skrifar 23. febrúar 2018 20:30 Fyrsta Boeing 737 MAX þotan komin á loft í litum Icelandair. Ef vel er gáð má sjá skráningarstafina TF-ICE. Mynd/Boeing. Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair, af sextán, TF-ICE, er komin út úr flugvélaverksmiðjunni í Seattle í Bandaríkjunum og farin í sitt fyrsta reynsluflug. Myndir af vélinni í flugtaki voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Fimm ár eru liðin frá því Icelandair tilkynnti um þessi stærstu flugvélakaup Íslandssögunnar og nú er fyrsta vélin komin í flugprófanir hjá Boeing. Búið er að mála hana í litum Icelandair og hefur hún fengið skráningarstafina TF-ICE. Hún verður afhent Icelandair næstkomandi miðvikudag, þann 28. febrúar, að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair. Flugmenn Icelandair munu fljúga henni ytra í þjálfunarskyni í nokkra daga en hún er síðan væntanleg til Íslands þann 5. mars.Þotan er nú í flugprófunum hjá Boeing. Flugmenn Icelandair taka við henni næstkomandi miðvikudag, 28. febrúar.Mynd/Boeing.Það var þann 6. desember árið 2012 sem ráðamenn Icelandair tilkynntu um valið á Boeing 737 MAX sem framtíðarvél félagsins. Samkvæmt verðlista Boeing kostar hver vél um tólf milljarða króna, en í slíkum kaupum tíðkast þó verulegir afslættir. Alls keypti Icelandair sextán eintök í tveimur lengdum, MAX 8 og MAX 9. Styttri gerðin verður með 153 sætum en sú lengri með 173 sætum. Önnur vél er væntanleg um miðjan mars og sú þriðja í apríl. Þær verða innréttaðar hérlendis og fara síðan á áætlunarleiðir í byrjun maímánaðar. Síðasta þotan af þessum sextán verður afhent árið 2021. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Segir Boeing 737 langbesta kostinn Kaupin á tólf Boeing 737-þotum eru langbesti kosturinn fyrir félagið og mjög hagstæð. Þetta sagði forstjóri Icelandair Group, Björgólfur Jóhannsson, þegar hann kynnti endurnýjun flugflotans, sem fer þó fyrst að gerast eftir fimm ár. Það var frammi fyrir fullum sal starfsmanna, fréttamanna og fjárfesta sem ráðamenn Icelandair kynntu ákvörðun sína um að velja Boeing 737-max sem framtíðarþotu félagsins. 6. desember 2012 20:12 Þotukaupin réðust að morgni eftir næturfund Airbus-verksmiðjurnar voru hársbreidd frá því að ná samningunum um endurnýjun flugflota Icelandair og voru inni í myndinni allt fram á miðvikudagsmorgun þegar næturlöngum samningafundum lauk með því að Icelandair-menn völdu Boeing. Það var í hádeginu í gær sem ráðamenn Icelandair kynntu þá ákvörðun sína að velja Boeing 737 MAX sem framtíðarvél félagsins, með því að panta tólf slíkar þotur og festa sér kauprétt að öðrum tólf til viðbótar. 7. desember 2012 18:37 Framtíðarþota Icelandair í flugprófunum hjá Boeing Þotan sem sennilega mun flytja flesta Íslendinga til útlanda næstu áratugina flaug í fyrsta sinn á dögunum. 13. febrúar 2016 18:45 Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Sjá meira
Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair, af sextán, TF-ICE, er komin út úr flugvélaverksmiðjunni í Seattle í Bandaríkjunum og farin í sitt fyrsta reynsluflug. Myndir af vélinni í flugtaki voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Fimm ár eru liðin frá því Icelandair tilkynnti um þessi stærstu flugvélakaup Íslandssögunnar og nú er fyrsta vélin komin í flugprófanir hjá Boeing. Búið er að mála hana í litum Icelandair og hefur hún fengið skráningarstafina TF-ICE. Hún verður afhent Icelandair næstkomandi miðvikudag, þann 28. febrúar, að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair. Flugmenn Icelandair munu fljúga henni ytra í þjálfunarskyni í nokkra daga en hún er síðan væntanleg til Íslands þann 5. mars.Þotan er nú í flugprófunum hjá Boeing. Flugmenn Icelandair taka við henni næstkomandi miðvikudag, 28. febrúar.Mynd/Boeing.Það var þann 6. desember árið 2012 sem ráðamenn Icelandair tilkynntu um valið á Boeing 737 MAX sem framtíðarvél félagsins. Samkvæmt verðlista Boeing kostar hver vél um tólf milljarða króna, en í slíkum kaupum tíðkast þó verulegir afslættir. Alls keypti Icelandair sextán eintök í tveimur lengdum, MAX 8 og MAX 9. Styttri gerðin verður með 153 sætum en sú lengri með 173 sætum. Önnur vél er væntanleg um miðjan mars og sú þriðja í apríl. Þær verða innréttaðar hérlendis og fara síðan á áætlunarleiðir í byrjun maímánaðar. Síðasta þotan af þessum sextán verður afhent árið 2021. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Segir Boeing 737 langbesta kostinn Kaupin á tólf Boeing 737-þotum eru langbesti kosturinn fyrir félagið og mjög hagstæð. Þetta sagði forstjóri Icelandair Group, Björgólfur Jóhannsson, þegar hann kynnti endurnýjun flugflotans, sem fer þó fyrst að gerast eftir fimm ár. Það var frammi fyrir fullum sal starfsmanna, fréttamanna og fjárfesta sem ráðamenn Icelandair kynntu ákvörðun sína um að velja Boeing 737-max sem framtíðarþotu félagsins. 6. desember 2012 20:12 Þotukaupin réðust að morgni eftir næturfund Airbus-verksmiðjurnar voru hársbreidd frá því að ná samningunum um endurnýjun flugflota Icelandair og voru inni í myndinni allt fram á miðvikudagsmorgun þegar næturlöngum samningafundum lauk með því að Icelandair-menn völdu Boeing. Það var í hádeginu í gær sem ráðamenn Icelandair kynntu þá ákvörðun sína að velja Boeing 737 MAX sem framtíðarvél félagsins, með því að panta tólf slíkar þotur og festa sér kauprétt að öðrum tólf til viðbótar. 7. desember 2012 18:37 Framtíðarþota Icelandair í flugprófunum hjá Boeing Þotan sem sennilega mun flytja flesta Íslendinga til útlanda næstu áratugina flaug í fyrsta sinn á dögunum. 13. febrúar 2016 18:45 Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Sjá meira
Segir Boeing 737 langbesta kostinn Kaupin á tólf Boeing 737-þotum eru langbesti kosturinn fyrir félagið og mjög hagstæð. Þetta sagði forstjóri Icelandair Group, Björgólfur Jóhannsson, þegar hann kynnti endurnýjun flugflotans, sem fer þó fyrst að gerast eftir fimm ár. Það var frammi fyrir fullum sal starfsmanna, fréttamanna og fjárfesta sem ráðamenn Icelandair kynntu ákvörðun sína um að velja Boeing 737-max sem framtíðarþotu félagsins. 6. desember 2012 20:12
Þotukaupin réðust að morgni eftir næturfund Airbus-verksmiðjurnar voru hársbreidd frá því að ná samningunum um endurnýjun flugflota Icelandair og voru inni í myndinni allt fram á miðvikudagsmorgun þegar næturlöngum samningafundum lauk með því að Icelandair-menn völdu Boeing. Það var í hádeginu í gær sem ráðamenn Icelandair kynntu þá ákvörðun sína að velja Boeing 737 MAX sem framtíðarvél félagsins, með því að panta tólf slíkar þotur og festa sér kauprétt að öðrum tólf til viðbótar. 7. desember 2012 18:37
Framtíðarþota Icelandair í flugprófunum hjá Boeing Þotan sem sennilega mun flytja flesta Íslendinga til útlanda næstu áratugina flaug í fyrsta sinn á dögunum. 13. febrúar 2016 18:45
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf