Landsliðsþjálfari Serba var fullur á hliðarlínunni á EM í handbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2018 15:25 Jovica Cvetkovic. Vísir/Getty Leikmenn serbneska landsliðsins í handbolta sendu í dag frá sér yfirlýsingu vegna landsliðsþjálfarans Jovica Cvetkovic og framkomu hans á Evrópumótinu í handbolta í Króatíu í janúar. Serbneska landsliðið sendi íslenska landsliðið heim af EM eftir sigur í lokaumferð riðlakeppninnar. Það var hinsvegar eini sigur serbneska landsliðsins á mótinu. Króatíska síðan 24sata segir frá yfirlýsingu leikmanna serbneska liðsins og það er heldur betur athyglisverður lestur. Fyrirsögnin er: „Serbneski þjálfarinn var fullur á hverju kvöldi: Vissi ekki hvar leikmennirnir hans spiluðu“ Jovica Cvetkovic var frábær leikmaður á sínum tíma og heimsmeistari með Júgóslavíu á HM í Svis 1986. Hann hefur þjálfað serbneska landsliðið frá því í október 2016. Það var hinsvegar ekki glæsileg framkoma hjá honum á Evrópumótinu í Króatíu. Leikmennirnir saka nefnilega Cvetkovic um að hafa ekki vitað með hvaða félagsliðum leikmennirnir spiluðu, segja hann hafa verið fullan á hliðarlínunni í lokaleiknum á móti Hvíta-Rússlandi og að hann hafi skilið eftir 1200 evru reikning á hótelinu. Þessar tólf hundruð evrur, 149 þúsund krónur íslenskar, fóru víst í áfengi úr hótelherbergisbarnum.Jovica CvetkovicVísir/GettyLeikmennirnir stigu fram af því að þeir segja landsliðsþjálfarinn hafi verið að ljúga upp á þá í viðtölum við fjölmiðla. Þeir gátu ekki setið lengur undir því. Zarko Sesum er einn leikmaðurinn sem landsliðsþjálfarinn vissi ekki hvar spilaði. Hann hefur verið í Göppingen í fjögur ár en þjálfarinn hélt að hann væri ennþá leikmaður Rhein Neckar Löwen. Jovica Cvetkovic réðst líka fullur á varaformanninn Dragan Skrbic og sló hann. Leikmenn serbneska liðsins þurftu að stíga á milli þeirra og stilla til friðar. 86 prósent æfinga liðsins á mótinu fóru ekki fram og þjálfarinn og aðstoðarmenn hans skiptu sér lítið að leikmönnunum. Þeir ferðuðust þannig ekki í sama bíl og leikmennirnir. Leikmennirnir vissu oft ekkert um hvað var í gangi eða hvar þeir áttu að vera. EM 2018 í handbolta Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Sjá meira
Leikmenn serbneska landsliðsins í handbolta sendu í dag frá sér yfirlýsingu vegna landsliðsþjálfarans Jovica Cvetkovic og framkomu hans á Evrópumótinu í handbolta í Króatíu í janúar. Serbneska landsliðið sendi íslenska landsliðið heim af EM eftir sigur í lokaumferð riðlakeppninnar. Það var hinsvegar eini sigur serbneska landsliðsins á mótinu. Króatíska síðan 24sata segir frá yfirlýsingu leikmanna serbneska liðsins og það er heldur betur athyglisverður lestur. Fyrirsögnin er: „Serbneski þjálfarinn var fullur á hverju kvöldi: Vissi ekki hvar leikmennirnir hans spiluðu“ Jovica Cvetkovic var frábær leikmaður á sínum tíma og heimsmeistari með Júgóslavíu á HM í Svis 1986. Hann hefur þjálfað serbneska landsliðið frá því í október 2016. Það var hinsvegar ekki glæsileg framkoma hjá honum á Evrópumótinu í Króatíu. Leikmennirnir saka nefnilega Cvetkovic um að hafa ekki vitað með hvaða félagsliðum leikmennirnir spiluðu, segja hann hafa verið fullan á hliðarlínunni í lokaleiknum á móti Hvíta-Rússlandi og að hann hafi skilið eftir 1200 evru reikning á hótelinu. Þessar tólf hundruð evrur, 149 þúsund krónur íslenskar, fóru víst í áfengi úr hótelherbergisbarnum.Jovica CvetkovicVísir/GettyLeikmennirnir stigu fram af því að þeir segja landsliðsþjálfarinn hafi verið að ljúga upp á þá í viðtölum við fjölmiðla. Þeir gátu ekki setið lengur undir því. Zarko Sesum er einn leikmaðurinn sem landsliðsþjálfarinn vissi ekki hvar spilaði. Hann hefur verið í Göppingen í fjögur ár en þjálfarinn hélt að hann væri ennþá leikmaður Rhein Neckar Löwen. Jovica Cvetkovic réðst líka fullur á varaformanninn Dragan Skrbic og sló hann. Leikmenn serbneska liðsins þurftu að stíga á milli þeirra og stilla til friðar. 86 prósent æfinga liðsins á mótinu fóru ekki fram og þjálfarinn og aðstoðarmenn hans skiptu sér lítið að leikmönnunum. Þeir ferðuðust þannig ekki í sama bíl og leikmennirnir. Leikmennirnir vissu oft ekkert um hvað var í gangi eða hvar þeir áttu að vera.
EM 2018 í handbolta Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Sjá meira