Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 82-57 | Sannfærandi sigur Valskvenna Dagur Lárusson skrifar 24. febrúar 2018 18:00 Aalyah Whiteside í leiknum í dag. Vísir/Andri Marinó Valur tók á móti Stjörnunni frá Garðabæ á heimavelli sínum að Hlíðarenda í Domino’s deild kvenna í körfubolta í dag. Fyrir leikinn voru Valskonur í öðru sæti deildarinnar með 30 stig, en Stjarnan í því fjórða með 22 stig. Leikurinn fór fjörlega á stað og var jafnræði með liðunum til að byrja með, Valskonur náðu þó fljótlega yfirhöndinni og horfðu aldrei til baka eftir það. Valsliðið hélt Stjörnukonum í þægilegri fjarlægð nánast allan leikinn, ef frá eru taldir góðir kaflar Stjörnukvenna undir lok fyrri hálfleiks og í upphafi þriðja leikhluta. Leikurinn virtist þó alltaf vera í höndum Valsliðsins sem spilað gríðarlega sterkan varnaleik sem lagði grunn að sigrinum. Eftir leikinn eru Valskonur á toppi deildarinnar með 32 stig, tveimur fleiri en Haukakonur sem eiga þó leik til góða, en Stjarnan er eftir sem áður í ágætis málum í fjórða sæti.Afhverju vann Valur Varnaleikur liðsins var mjög góður í dag ,líkt og oft áður á þessari leiktíð, hann lagði grunninn að sigrinum í dag. Þá skilaði liðið skotunum vel niður í dag en 31 af 62 skotum liðsins rötuðu niður, það er 50% nýting sem telst gott í körfubolta.Hverjar stóðu upp úr? Guðbjörg Sverrisdóttir, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir og Aalyah Whiteside skiluðu allar góðu dagsverki og þá kom Dagbjört Samúelsdóttir sterk inn af bekknum og spilaði vel. Hjá Stjörnunni voru Danielle Victoria Rodriguez, Bríet Sif Hinriksdóttir og María Lind Kristjánsdóttir góðar og gerðu hvað þær gátu til að halda í við Valsliðið.Hvað gekk illa? Stjörnuliðið var ekki að hitta vel í dag en aðeins 22 af 79 skotum liðsins fóru niður en það skilar aðeins 27,8% nýtingu. Þegar andstæðingurinn er jafn sterkur og Valsliðið, þá þurfa skotin að detta til að þú eigir séns á móti þeim.Hvað gerist næst? Valskonur halda áfram baráttunni við Haukakonur um toppsæti deildarinnar, á meðan Stjarnan siglir nokkuð lygnan sjó um miðja deild. Valur-Stjarnan (22-13, 37-27, 57-39, 82-57)Valur: Aalyah Whiteside 26/9/7, Dagbjört Samúelsdóttir 14/4/, Guðbjörg Sverrisdóttir 10/11/5, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 11/9/1, Ragnheiður Benónísdótti 9/2/2, Hallveig Jónsdóttir 8/5/2,Ásta Júlía Grímsdóttir 4/4/1.Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 24/13/8, Bríet Sif Hinriksdóttir 17/4, María Lind Sigurðardóttir 14/9, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 2/4/2.Pétur Sigurðsson þjálfari Stjörnunnar. „Þær voru bara númeri og stórar, það er bara þannig. Ég er ekkert óánægður með spilamennskunni í dag, við vorum að láta boltann ganga vel og töpuðum ekkert það mörgum boltum en skotin voru bara ekki að detta hjá okkur. Þegar þú lendir undir strax á móti liði eins og Val þá er alltaf erfitt að koma til baka og það þarf mikla orku til þess, við höfðum hana í dag en skotin vildu bara ekki detta fyrir okkur.“ Sagði Pétur Sigurðsson þjálfari Stjörnunnar að leik loknum.Darri Freyr Atlason þjálfari Vals. Mér fannst við smella vel í dag, við höfum verið í smá vandræðum með flæðið en það var í fínu lagi í dag. Við höfum verið að spila góðan varnarleik undanfarið, því héldum við áfram í dag þar sem liðið spilaði góðan varnaleik í 40 mínútur að mínu mati.“ „Fyrir mér skiptir það ekki höfuð máli hvort við endum númer eitt tvö þrjú eða fjögur, aðal atriðið er að komast inn í úrslitakeppnina. Þegar þangað er komið tekur við ný keppni þar sem þú þarft alltaf að leggja tvo sterka andstæðinga til vinna íslandsmeistaratitilinn.” Sagði Darri Freyr Arnarsson þjálfari Vals sem fer sáttu á koddann í kvöld eftir góða frammistöðu liðsins í dag.Guðbjörg Sverrisdóttir leikmaður Vals. Guðbjörg Sverrisdóttir leikmaður Vals var ánægð með sigurinn í dag og sagði liðið vera á góðum stað. Þegar hún var spurð út í harða baráttu liðsins um topp sætið í deildinni við Haukakonur svaraði hún því að auðvita væri stefnan sett á það að hafa betur í þeirri baráttu. „Fyrir mig persónulega skiptir það líka máli því ég vill auðvita enda ofar en systir mín “ sagði Guðbjörg Sverrisdóttir brosandi að lokum og átti þar auðvitað við Helenu Sverrisdóttur systir sína, eina fremstu körfuboltakonu landsins.Bryndís Hanna Hreinsdóttir.Vísir/Andri MarinóGuðbjörg Sverrisdóttir.Vísir/Andri MarinóJenný Harðardóttir.Vísir/Andri MarinóBergþóra Holton Tómasdóttir, Val og Danielle Victoria Rodriguez, Stjörnunni.Vísir/Andri MarinóVísir/Andri MarinóAalyah Whiteside.Vísir/Andri MarinóAalyah Whiteside.Vísir/Andri MarinóAalyah Whiteside.Vísir/Andri MarinóHallveig Jónsdóttir.Vísir/Andri MarinóDanielle Victoria Rodriguez.Vísir/Andri MarinóDanielle Victoria Rodriguez.Vísir/Andri MarinóGuðbjörg Sverrisdóttir.Vísir/Andri MarinóDanielle Victoria Rodriguez.Vísir/Andri MarinóDavíð Kristján Hreiðarsson, Ísak Ernir Kristinsson og Jóhann Guðmundsson.Vísir/Andri Marinó Dominos-deild kvenna
Valur tók á móti Stjörnunni frá Garðabæ á heimavelli sínum að Hlíðarenda í Domino’s deild kvenna í körfubolta í dag. Fyrir leikinn voru Valskonur í öðru sæti deildarinnar með 30 stig, en Stjarnan í því fjórða með 22 stig. Leikurinn fór fjörlega á stað og var jafnræði með liðunum til að byrja með, Valskonur náðu þó fljótlega yfirhöndinni og horfðu aldrei til baka eftir það. Valsliðið hélt Stjörnukonum í þægilegri fjarlægð nánast allan leikinn, ef frá eru taldir góðir kaflar Stjörnukvenna undir lok fyrri hálfleiks og í upphafi þriðja leikhluta. Leikurinn virtist þó alltaf vera í höndum Valsliðsins sem spilað gríðarlega sterkan varnaleik sem lagði grunn að sigrinum. Eftir leikinn eru Valskonur á toppi deildarinnar með 32 stig, tveimur fleiri en Haukakonur sem eiga þó leik til góða, en Stjarnan er eftir sem áður í ágætis málum í fjórða sæti.Afhverju vann Valur Varnaleikur liðsins var mjög góður í dag ,líkt og oft áður á þessari leiktíð, hann lagði grunninn að sigrinum í dag. Þá skilaði liðið skotunum vel niður í dag en 31 af 62 skotum liðsins rötuðu niður, það er 50% nýting sem telst gott í körfubolta.Hverjar stóðu upp úr? Guðbjörg Sverrisdóttir, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir og Aalyah Whiteside skiluðu allar góðu dagsverki og þá kom Dagbjört Samúelsdóttir sterk inn af bekknum og spilaði vel. Hjá Stjörnunni voru Danielle Victoria Rodriguez, Bríet Sif Hinriksdóttir og María Lind Kristjánsdóttir góðar og gerðu hvað þær gátu til að halda í við Valsliðið.Hvað gekk illa? Stjörnuliðið var ekki að hitta vel í dag en aðeins 22 af 79 skotum liðsins fóru niður en það skilar aðeins 27,8% nýtingu. Þegar andstæðingurinn er jafn sterkur og Valsliðið, þá þurfa skotin að detta til að þú eigir séns á móti þeim.Hvað gerist næst? Valskonur halda áfram baráttunni við Haukakonur um toppsæti deildarinnar, á meðan Stjarnan siglir nokkuð lygnan sjó um miðja deild. Valur-Stjarnan (22-13, 37-27, 57-39, 82-57)Valur: Aalyah Whiteside 26/9/7, Dagbjört Samúelsdóttir 14/4/, Guðbjörg Sverrisdóttir 10/11/5, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 11/9/1, Ragnheiður Benónísdótti 9/2/2, Hallveig Jónsdóttir 8/5/2,Ásta Júlía Grímsdóttir 4/4/1.Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 24/13/8, Bríet Sif Hinriksdóttir 17/4, María Lind Sigurðardóttir 14/9, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 2/4/2.Pétur Sigurðsson þjálfari Stjörnunnar. „Þær voru bara númeri og stórar, það er bara þannig. Ég er ekkert óánægður með spilamennskunni í dag, við vorum að láta boltann ganga vel og töpuðum ekkert það mörgum boltum en skotin voru bara ekki að detta hjá okkur. Þegar þú lendir undir strax á móti liði eins og Val þá er alltaf erfitt að koma til baka og það þarf mikla orku til þess, við höfðum hana í dag en skotin vildu bara ekki detta fyrir okkur.“ Sagði Pétur Sigurðsson þjálfari Stjörnunnar að leik loknum.Darri Freyr Atlason þjálfari Vals. Mér fannst við smella vel í dag, við höfum verið í smá vandræðum með flæðið en það var í fínu lagi í dag. Við höfum verið að spila góðan varnarleik undanfarið, því héldum við áfram í dag þar sem liðið spilaði góðan varnaleik í 40 mínútur að mínu mati.“ „Fyrir mér skiptir það ekki höfuð máli hvort við endum númer eitt tvö þrjú eða fjögur, aðal atriðið er að komast inn í úrslitakeppnina. Þegar þangað er komið tekur við ný keppni þar sem þú þarft alltaf að leggja tvo sterka andstæðinga til vinna íslandsmeistaratitilinn.” Sagði Darri Freyr Arnarsson þjálfari Vals sem fer sáttu á koddann í kvöld eftir góða frammistöðu liðsins í dag.Guðbjörg Sverrisdóttir leikmaður Vals. Guðbjörg Sverrisdóttir leikmaður Vals var ánægð með sigurinn í dag og sagði liðið vera á góðum stað. Þegar hún var spurð út í harða baráttu liðsins um topp sætið í deildinni við Haukakonur svaraði hún því að auðvita væri stefnan sett á það að hafa betur í þeirri baráttu. „Fyrir mig persónulega skiptir það líka máli því ég vill auðvita enda ofar en systir mín “ sagði Guðbjörg Sverrisdóttir brosandi að lokum og átti þar auðvitað við Helenu Sverrisdóttur systir sína, eina fremstu körfuboltakonu landsins.Bryndís Hanna Hreinsdóttir.Vísir/Andri MarinóGuðbjörg Sverrisdóttir.Vísir/Andri MarinóJenný Harðardóttir.Vísir/Andri MarinóBergþóra Holton Tómasdóttir, Val og Danielle Victoria Rodriguez, Stjörnunni.Vísir/Andri MarinóVísir/Andri MarinóAalyah Whiteside.Vísir/Andri MarinóAalyah Whiteside.Vísir/Andri MarinóAalyah Whiteside.Vísir/Andri MarinóHallveig Jónsdóttir.Vísir/Andri MarinóDanielle Victoria Rodriguez.Vísir/Andri MarinóDanielle Victoria Rodriguez.Vísir/Andri MarinóGuðbjörg Sverrisdóttir.Vísir/Andri MarinóDanielle Victoria Rodriguez.Vísir/Andri MarinóDavíð Kristján Hreiðarsson, Ísak Ernir Kristinsson og Jóhann Guðmundsson.Vísir/Andri Marinó
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum