Bragi í leyfi frá Barnaverndarstofu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. febrúar 2018 12:00 Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. vísir/valli Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að sækjast eftir sæti fyrir Íslands hönd í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna. Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu verður í kjöri til nefndarinnar en í henni sitja 18 sérfræðingar og hafa þeir það hlutverk að fylgjast með framkvæmd Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Segir í tilkynningunni að staða Braga sem frambjóðanda Íslands sé sterk vegna áratuga reynslu hans af málaflokknum og þátttöku í alþjóðlegu samstarfi á þessu sviði.Utanríkisráðuneytið stýrir kosningabaráttunni Samkvæmt tilkynningu frá Velferðarráðuneytinu hefur Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, veitt Braga leyfi til eins árs frá embætti forstjóra Barnaverndarstofu. Nái Bragi kjöri lætur hann af embætti sínu sem forstjóri Barnaverndarstofu þar sem áhersla er lögð á að nefndarmenn séu óháðir barnaverndaryfirvöldum í einstökum ríkjum Sameinuðu þjóðanna. „Samhliða undirbúningi vegna framboðs síns mun Bragi sinna afmörkuðum verkefnum í velferðarráðuneytinu sem snúa að tilteknum áherslumálum ráðherra í málefnum barna samkvæmt samningi þar að lútandi. Er þar einkum horft til þess að tryggja börnum og fjölskyldum þeirra sem skjótasta íhlutun og stuðla að heildstæðri nálgun og samfellu þjónustunnar þannig að hún mæti sem best þörfum barna og fjölskyldna hverju sinni,” segir í tilkynningunni. Fresturinn til að skila inn framboði rennur út í lok apríl en hingað til hefur ekkert Norðurlandanna skilað inn framboði. Kirsten Sandberg, lögfræðingur og sérfræðingur í réttindum barna frá Noregi, hefur setið í nefndinni í átta ár en gefur ekki kost á sér áfram. Kosið er í nefndina á tveggja ára fresti, níu fulltrúar í senn. Hver fulltrúi er kosinn til fjögurra ára. Næsta val fer fram þann 29. júní næstkomandi og mun Utanríkisráðuneytið stýra kosningabaráttu vegna framboðs fulltrúa Íslands með milligöngu fastanefndarinnar í New York.Ætla að endurheimta traust Ásmundur Einar kynnti í dag breytingar á sviði barnaverndar hér á landi. Ráðherra segir að fyrirhugaðar breytingar á sviði barnaverndar séu að hluta til liður í viðbrögðum ráðuneytisins til að endurheimta traust í kjölfar fyrrnefndra umkvartana en þeim sé einnig ætlað að bæta stjórnsýslu málaflokksins og stuðla að þróun nýrra úrræða í barnavernd. Í tilkynningu um breytingarnar kom fram að Bragi myndi á næstunni vinna að verkefnum sem þessu tengjast á grundvelli samkomulags sem gert hefði verið á milli hans og Velferðarráðuneytisins. Tengdar fréttir Boða breytingar á sviði barnaverndar Eftirlit með öllu barnaverndarstarfi í landinu verður endurskoðað og ráðist í heildarendurskoðun barnaverndarlaga. 23. febrúar 2018 10:20 Sigríður Jónsdóttir metin hæfust Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur skipað Sigríði Jónsdóttur, sérfræðing í velferðarráðuneytinu, til að fara með stjórn nýrrar gæða- og eftirlitsstofnunar á sviði félagsþjónustu. 23. febrúar 2018 10:15 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að sækjast eftir sæti fyrir Íslands hönd í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna. Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu verður í kjöri til nefndarinnar en í henni sitja 18 sérfræðingar og hafa þeir það hlutverk að fylgjast með framkvæmd Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Segir í tilkynningunni að staða Braga sem frambjóðanda Íslands sé sterk vegna áratuga reynslu hans af málaflokknum og þátttöku í alþjóðlegu samstarfi á þessu sviði.Utanríkisráðuneytið stýrir kosningabaráttunni Samkvæmt tilkynningu frá Velferðarráðuneytinu hefur Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, veitt Braga leyfi til eins árs frá embætti forstjóra Barnaverndarstofu. Nái Bragi kjöri lætur hann af embætti sínu sem forstjóri Barnaverndarstofu þar sem áhersla er lögð á að nefndarmenn séu óháðir barnaverndaryfirvöldum í einstökum ríkjum Sameinuðu þjóðanna. „Samhliða undirbúningi vegna framboðs síns mun Bragi sinna afmörkuðum verkefnum í velferðarráðuneytinu sem snúa að tilteknum áherslumálum ráðherra í málefnum barna samkvæmt samningi þar að lútandi. Er þar einkum horft til þess að tryggja börnum og fjölskyldum þeirra sem skjótasta íhlutun og stuðla að heildstæðri nálgun og samfellu þjónustunnar þannig að hún mæti sem best þörfum barna og fjölskyldna hverju sinni,” segir í tilkynningunni. Fresturinn til að skila inn framboði rennur út í lok apríl en hingað til hefur ekkert Norðurlandanna skilað inn framboði. Kirsten Sandberg, lögfræðingur og sérfræðingur í réttindum barna frá Noregi, hefur setið í nefndinni í átta ár en gefur ekki kost á sér áfram. Kosið er í nefndina á tveggja ára fresti, níu fulltrúar í senn. Hver fulltrúi er kosinn til fjögurra ára. Næsta val fer fram þann 29. júní næstkomandi og mun Utanríkisráðuneytið stýra kosningabaráttu vegna framboðs fulltrúa Íslands með milligöngu fastanefndarinnar í New York.Ætla að endurheimta traust Ásmundur Einar kynnti í dag breytingar á sviði barnaverndar hér á landi. Ráðherra segir að fyrirhugaðar breytingar á sviði barnaverndar séu að hluta til liður í viðbrögðum ráðuneytisins til að endurheimta traust í kjölfar fyrrnefndra umkvartana en þeim sé einnig ætlað að bæta stjórnsýslu málaflokksins og stuðla að þróun nýrra úrræða í barnavernd. Í tilkynningu um breytingarnar kom fram að Bragi myndi á næstunni vinna að verkefnum sem þessu tengjast á grundvelli samkomulags sem gert hefði verið á milli hans og Velferðarráðuneytisins.
Tengdar fréttir Boða breytingar á sviði barnaverndar Eftirlit með öllu barnaverndarstarfi í landinu verður endurskoðað og ráðist í heildarendurskoðun barnaverndarlaga. 23. febrúar 2018 10:20 Sigríður Jónsdóttir metin hæfust Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur skipað Sigríði Jónsdóttur, sérfræðing í velferðarráðuneytinu, til að fara með stjórn nýrrar gæða- og eftirlitsstofnunar á sviði félagsþjónustu. 23. febrúar 2018 10:15 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Boða breytingar á sviði barnaverndar Eftirlit með öllu barnaverndarstarfi í landinu verður endurskoðað og ráðist í heildarendurskoðun barnaverndarlaga. 23. febrúar 2018 10:20
Sigríður Jónsdóttir metin hæfust Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur skipað Sigríði Jónsdóttur, sérfræðing í velferðarráðuneytinu, til að fara með stjórn nýrrar gæða- og eftirlitsstofnunar á sviði félagsþjónustu. 23. febrúar 2018 10:15
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent