Boða breytingar á sviði barnaverndar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. febrúar 2018 10:20 Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, fundaði í dag með formönnum barnaverndarnefnda Reykjavíkur, Hafnarfjarðar og Kópavogs og kynnti þeim hinar áformuðu breytingar. Fréttablaðið/Pjetur Eftirlit með öllu barnaverndarstarfi í landinu verður endurskoðað og ráðist í heildarendurskoðun barnaverndarlaga. Þá verða settar skýrar formkröfur um samskiptahætti stjórnvalda sem gegna hlutverki á sviði barnaverndar. Markmiðið er að efla og þróa barnaverndarstarf í landinu og styrkja stjórnsýslu málaflokksins samkvæmt frétt á vef Velferðarráðuneytisins. Frumvarp til laga um eftirlit með barnavernd er komið á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar. Hluti þessara verkefna verður á höndum nýrrar gæða- og eftirlitsstofnunar sem tekur til starfa innan velferðarráðuneytisins á næstu vikum. Sigríður Jónsdóttir sérfræðingur í velferðarráðuneytinu, var metin hæfust 22 umsækjenda til að fara með stjórn stofnunarinnar. Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, fundaði í dag með formönnum barnaverndarnefnda Reykjavíkur, Hafnarfjarðar og Kópavogs og kynnti þeim hinar áformuðu breytingar en þeim er ætlað að byggja upp traust innan málaflokksins. Formenn þessara barnaverndarnefnda leituðu til velferðarráðuneytisins síðastliðið haust vegna samskipta við Barnaverndarstofu og forstjóra hennar og lögðu fram umkvartanir þar að lútandi. Velferðarráðuneytið tók þær til efnislegrar umfjöllunar sem nú er lokið og hafa niðurstöðurnar verið kynntar aðilum málsins.Á grundvelli trausts og trúnaðar Ráðherra segir að fyrirhugaðar breytingar á sviði barnaverndar séu að hluta til liður í viðbrögðum ráðuneytisins til að endurheimta traust í kjölfar fyrrnefndra umkvartana en þeim sé einnig ætlað að bæta stjórnsýslu málaflokksins og stuðla að þróun nýrra úrræða í barnavernd: „Einstaklingar og stofnanir sem gegna hlutverki á sviði barnaverndar verða að geta unnið saman á grundvelli trausts og trúnaðar og fá ef nokkur viðfangsefni stjórnsýslunnar eru mikilvægari og viðkvæmari en þessi. Eftir viðræður við formenn barnaverndarnefndanna og forstjóra Barnaverndarstofu tel ég ljóst að öllum sem hlut eiga að máli sé ljós ábyrgð sín hvað þetta varðar og vilji leggja sitt af mörkum þannig að góður friður skapist og skilyrði fyrir fagleg vinnubrögð verði sem best,“ sagði Ásmundur að loknum fundinum í dag. Þá hefur félagsmálaráðherra ákveðið að ráðast í ítarlega skoðun á þjónustu við börn með það meginmarkmiði að tryggja skjóta íhlutun og stuðla að samfellu í þjónustunni þannig að hún mæti sem best þörfum barna og fjölskyldna. Þessi vinna mun nýtast við yfirstandandi endurskoðun barnaverndarlaga sem kveðið er á um í framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar nr. 15/146. Í frétt Velferðarráðuneytisins kemur fram að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, muni á næstunni vinna að verkefnum sem þessu tengjast á grundvelli samkomulags sem gert hefur verið á milli hans og Velferðarráðuneytisins. Tengdar fréttir Sigríður Jónsdóttir metin hæfust Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur skipað Sigríði Jónsdóttur, sérfræðing í velferðarráðuneytinu, til að fara með stjórn nýrrar gæða- og eftirlitsstofnunar á sviði félagsþjónustu. 23. febrúar 2018 10:15 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Eftirlit með öllu barnaverndarstarfi í landinu verður endurskoðað og ráðist í heildarendurskoðun barnaverndarlaga. Þá verða settar skýrar formkröfur um samskiptahætti stjórnvalda sem gegna hlutverki á sviði barnaverndar. Markmiðið er að efla og þróa barnaverndarstarf í landinu og styrkja stjórnsýslu málaflokksins samkvæmt frétt á vef Velferðarráðuneytisins. Frumvarp til laga um eftirlit með barnavernd er komið á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar. Hluti þessara verkefna verður á höndum nýrrar gæða- og eftirlitsstofnunar sem tekur til starfa innan velferðarráðuneytisins á næstu vikum. Sigríður Jónsdóttir sérfræðingur í velferðarráðuneytinu, var metin hæfust 22 umsækjenda til að fara með stjórn stofnunarinnar. Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, fundaði í dag með formönnum barnaverndarnefnda Reykjavíkur, Hafnarfjarðar og Kópavogs og kynnti þeim hinar áformuðu breytingar en þeim er ætlað að byggja upp traust innan málaflokksins. Formenn þessara barnaverndarnefnda leituðu til velferðarráðuneytisins síðastliðið haust vegna samskipta við Barnaverndarstofu og forstjóra hennar og lögðu fram umkvartanir þar að lútandi. Velferðarráðuneytið tók þær til efnislegrar umfjöllunar sem nú er lokið og hafa niðurstöðurnar verið kynntar aðilum málsins.Á grundvelli trausts og trúnaðar Ráðherra segir að fyrirhugaðar breytingar á sviði barnaverndar séu að hluta til liður í viðbrögðum ráðuneytisins til að endurheimta traust í kjölfar fyrrnefndra umkvartana en þeim sé einnig ætlað að bæta stjórnsýslu málaflokksins og stuðla að þróun nýrra úrræða í barnavernd: „Einstaklingar og stofnanir sem gegna hlutverki á sviði barnaverndar verða að geta unnið saman á grundvelli trausts og trúnaðar og fá ef nokkur viðfangsefni stjórnsýslunnar eru mikilvægari og viðkvæmari en þessi. Eftir viðræður við formenn barnaverndarnefndanna og forstjóra Barnaverndarstofu tel ég ljóst að öllum sem hlut eiga að máli sé ljós ábyrgð sín hvað þetta varðar og vilji leggja sitt af mörkum þannig að góður friður skapist og skilyrði fyrir fagleg vinnubrögð verði sem best,“ sagði Ásmundur að loknum fundinum í dag. Þá hefur félagsmálaráðherra ákveðið að ráðast í ítarlega skoðun á þjónustu við börn með það meginmarkmiði að tryggja skjóta íhlutun og stuðla að samfellu í þjónustunni þannig að hún mæti sem best þörfum barna og fjölskyldna. Þessi vinna mun nýtast við yfirstandandi endurskoðun barnaverndarlaga sem kveðið er á um í framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar nr. 15/146. Í frétt Velferðarráðuneytisins kemur fram að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, muni á næstunni vinna að verkefnum sem þessu tengjast á grundvelli samkomulags sem gert hefur verið á milli hans og Velferðarráðuneytisins.
Tengdar fréttir Sigríður Jónsdóttir metin hæfust Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur skipað Sigríði Jónsdóttur, sérfræðing í velferðarráðuneytinu, til að fara með stjórn nýrrar gæða- og eftirlitsstofnunar á sviði félagsþjónustu. 23. febrúar 2018 10:15 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Sigríður Jónsdóttir metin hæfust Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur skipað Sigríði Jónsdóttur, sérfræðing í velferðarráðuneytinu, til að fara með stjórn nýrrar gæða- og eftirlitsstofnunar á sviði félagsþjónustu. 23. febrúar 2018 10:15