Segja að hælisleitandinn sé 22 en ekki 18 ára Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. febrúar 2018 13:30 Útlendingastofnun segir rangfærslur í umræðunni um mál hælisleitandans Houssin Bsraoi sem fluttur var úr landi í gær. Vísir/Eyþór Útlendingastofnun segir að í máli Houssin Bsraoi, hælisleitandans sem fjallað var um í fjölmiðlum í gær, hafi legið fyrir endanleg niðurstaða á stjórnsýslustigi um að honum bæri að yfirgefa landið og hafði Útlendingastofnun óskað eftir flutningi hans við stoðdeild ríkislögreglustjóra. Útlendingastofnun segir margt rangt í umræðu og fjölmiðlaumfjöllun um málið í gær, þar á meðal aldur hans.Sjá einnig: Hælisleitandinn sem varð fyrir árás á Litla-Hrauni fluttur úr landi Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, greindi frá flutningi Houssin á Facebook-síðu sinni í gær en þar fordæmdi hún vinnubrögð Útlendingastofnunar í málinu.Houssin varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Litla-Hrauni í janúar en hann sat þar eftir. Eftir árásina var hann fluttur á Hólmsheiði og sat þar inni í gær þegar hann var sóttur og fluttur úr landi til Marokkó þaðan sem hann flúði. Helga Vala gagnrýndi að beðið væri niðurstöðu vegna beiðni hans á endurupptöku á máli sínu og sagði að fulltrúar hans hafi ekki verið látnir vita. Í tilkynningu sem Útlendingastofnun birti á síðu sinni í dag er tekið fram að öllum hlutaðeigandi hafi verið ljóst að flutningur yrði framkvæmdur á næstunni. „Þann 15. febrúar óskaði talsmaður mannsins eftir því við kærunefnd útlendingamála að málið yrði endurupptekið en nefndin hafði þá þegar hafnað tveimur beiðnum um endurupptöku. Í reglugerð um útlendinga kemur skýrt fram að beiðni um endurupptöku frestar ekki réttaráhrifum fyrirliggjandi ákvörðunar.“Ekki venjan að fresta flutningi Tekur stofnunin fyrir að það hafi verið venjan hingað til að beiðni um endurupptöku fresti framkvæmd flutnings. „Útlendingastofnun óskar aðeins eftir því við stoðdeild að flutningi sé frestað vegna framkominnar endurupptökubeiðni til kærunefndar útlendingamála ef nefndin óskar eftir því við Útlendingastofnun. Sama verklag var viðhaft í þessu máli og öðrum.“ Útlendingastofnun vildi einnig koma því á framfæri að maðurinn sé 22 ára en ekki 18 ára eins og komið hefði fram í fjölmiðlum. „Við undirbúning flutnings til heimalands staðfestu yfirvöld í Marokkó auðkenni mannsins og gáfu út tímabundin ferðaskilríki fyrir hann, þar sem fram kemur rétt nafn mannsins og aldur. Hann er fæddur árið 1996 og var því ekki fylgdarlaust ungmenni við komuna til landsins árið 2016.“ Houssin kom hingað til lands haustið 2016 með Norrænu ásamt vini sínum Yassine. Báðir sögðust þeir vera yngri en 18 ára og óskuðu eftir hæli hér á landi. Þeir gengust svo undir sérstaka tannrannsókn og var Houssin úrskurðaður eldri en 18 ára. Yassine fékk hins vegar dvalarleyfi hér af mannúðarástæðum og býr nú hjá fósturfjölskyldu á Bolungarvík. Málið rekið áfram í kerfinu Í tilkynningunni kemur fram að maðurinn hafi ekki viljað að haft væri samband við neinn fyrir sína hönd og að hann hafi líka verið með aðgang að síma. „Samkvæmt upplýsingum frá stoðdeild var manninum boðið að haft yrði samband við verjanda hans eða aðra þegar hann var upplýstur um ferðaáætlun, eins og venja er við undirbúning flutnings fullorðinna einstaklinga úr landi. Maðurinn óskaði ekki eftir því að haft yrði samband við neinn fyrir sína hönd og var það því ekki gert. Hann hafði aðgang að síma til að geta sjálfur haft samband við þá sem hann vildi.“ Útlendingastofnun synjaði manninum ekki um alþjóðlega meðferð á grundvelli aldursgreiningar og hafi ekki fengið aðra málsmeðferð en umsækjandi sem var metinn yngri en 18 ára eftir aldursgreiningu. „Þetta er rangt. Það er ekki skilyrði fyrir því að hljóta alþjóðlega vernd að vera yngri en 18 ára. Einstaklingum sem þurfa á alþjóðlegri vernd að halda er veitt alþjóðleg vernd óháð því hvort þeir eru fullorðnir eða börn að aldri.“ Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossi Íslands sagði í samtali við fréttastofu í gær að endurupptökubeiðnin verði áfram rekin í kerfinu þrátt fyrir að Houssin sé farin úr landi. Það geri málsmeðferðina þó erfiðari að Houssin sé ekki hér. Tengdar fréttir Vinur Houssin segir erfitt að vita af því að hann sæti misþyrmingum í fangelsi Haustið 2016 komu félagarnir Yassine og Houssin saman til landsins með Norrænu, en þeir flúðu hingað frá Marokkó. 26. janúar 2018 20:45 Segja Houssin enn eitt fórnarlamb skilningsleysis þeirra sem bera ábyrgð á málefnum flóttafólks Solaris, hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, fordæma vinnubrögð við brottvísun umsækjenda um alþjóðlega vernd í tilkynningu sem þau sendu frá sér í kvöld. 21. febrúar 2018 20:40 Hælisleitandinn sem varð fyrir árás á Litla-Hrauni fluttur úr landi Ungur hælisleitandi, Houssin Bsraoi, sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Litla-Hrauni um miðjan síðasta mánuð var í gær fluttur úr landi. 21. febrúar 2018 19:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Útlendingastofnun segir að í máli Houssin Bsraoi, hælisleitandans sem fjallað var um í fjölmiðlum í gær, hafi legið fyrir endanleg niðurstaða á stjórnsýslustigi um að honum bæri að yfirgefa landið og hafði Útlendingastofnun óskað eftir flutningi hans við stoðdeild ríkislögreglustjóra. Útlendingastofnun segir margt rangt í umræðu og fjölmiðlaumfjöllun um málið í gær, þar á meðal aldur hans.Sjá einnig: Hælisleitandinn sem varð fyrir árás á Litla-Hrauni fluttur úr landi Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, greindi frá flutningi Houssin á Facebook-síðu sinni í gær en þar fordæmdi hún vinnubrögð Útlendingastofnunar í málinu.Houssin varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Litla-Hrauni í janúar en hann sat þar eftir. Eftir árásina var hann fluttur á Hólmsheiði og sat þar inni í gær þegar hann var sóttur og fluttur úr landi til Marokkó þaðan sem hann flúði. Helga Vala gagnrýndi að beðið væri niðurstöðu vegna beiðni hans á endurupptöku á máli sínu og sagði að fulltrúar hans hafi ekki verið látnir vita. Í tilkynningu sem Útlendingastofnun birti á síðu sinni í dag er tekið fram að öllum hlutaðeigandi hafi verið ljóst að flutningur yrði framkvæmdur á næstunni. „Þann 15. febrúar óskaði talsmaður mannsins eftir því við kærunefnd útlendingamála að málið yrði endurupptekið en nefndin hafði þá þegar hafnað tveimur beiðnum um endurupptöku. Í reglugerð um útlendinga kemur skýrt fram að beiðni um endurupptöku frestar ekki réttaráhrifum fyrirliggjandi ákvörðunar.“Ekki venjan að fresta flutningi Tekur stofnunin fyrir að það hafi verið venjan hingað til að beiðni um endurupptöku fresti framkvæmd flutnings. „Útlendingastofnun óskar aðeins eftir því við stoðdeild að flutningi sé frestað vegna framkominnar endurupptökubeiðni til kærunefndar útlendingamála ef nefndin óskar eftir því við Útlendingastofnun. Sama verklag var viðhaft í þessu máli og öðrum.“ Útlendingastofnun vildi einnig koma því á framfæri að maðurinn sé 22 ára en ekki 18 ára eins og komið hefði fram í fjölmiðlum. „Við undirbúning flutnings til heimalands staðfestu yfirvöld í Marokkó auðkenni mannsins og gáfu út tímabundin ferðaskilríki fyrir hann, þar sem fram kemur rétt nafn mannsins og aldur. Hann er fæddur árið 1996 og var því ekki fylgdarlaust ungmenni við komuna til landsins árið 2016.“ Houssin kom hingað til lands haustið 2016 með Norrænu ásamt vini sínum Yassine. Báðir sögðust þeir vera yngri en 18 ára og óskuðu eftir hæli hér á landi. Þeir gengust svo undir sérstaka tannrannsókn og var Houssin úrskurðaður eldri en 18 ára. Yassine fékk hins vegar dvalarleyfi hér af mannúðarástæðum og býr nú hjá fósturfjölskyldu á Bolungarvík. Málið rekið áfram í kerfinu Í tilkynningunni kemur fram að maðurinn hafi ekki viljað að haft væri samband við neinn fyrir sína hönd og að hann hafi líka verið með aðgang að síma. „Samkvæmt upplýsingum frá stoðdeild var manninum boðið að haft yrði samband við verjanda hans eða aðra þegar hann var upplýstur um ferðaáætlun, eins og venja er við undirbúning flutnings fullorðinna einstaklinga úr landi. Maðurinn óskaði ekki eftir því að haft yrði samband við neinn fyrir sína hönd og var það því ekki gert. Hann hafði aðgang að síma til að geta sjálfur haft samband við þá sem hann vildi.“ Útlendingastofnun synjaði manninum ekki um alþjóðlega meðferð á grundvelli aldursgreiningar og hafi ekki fengið aðra málsmeðferð en umsækjandi sem var metinn yngri en 18 ára eftir aldursgreiningu. „Þetta er rangt. Það er ekki skilyrði fyrir því að hljóta alþjóðlega vernd að vera yngri en 18 ára. Einstaklingum sem þurfa á alþjóðlegri vernd að halda er veitt alþjóðleg vernd óháð því hvort þeir eru fullorðnir eða börn að aldri.“ Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossi Íslands sagði í samtali við fréttastofu í gær að endurupptökubeiðnin verði áfram rekin í kerfinu þrátt fyrir að Houssin sé farin úr landi. Það geri málsmeðferðina þó erfiðari að Houssin sé ekki hér.
Tengdar fréttir Vinur Houssin segir erfitt að vita af því að hann sæti misþyrmingum í fangelsi Haustið 2016 komu félagarnir Yassine og Houssin saman til landsins með Norrænu, en þeir flúðu hingað frá Marokkó. 26. janúar 2018 20:45 Segja Houssin enn eitt fórnarlamb skilningsleysis þeirra sem bera ábyrgð á málefnum flóttafólks Solaris, hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, fordæma vinnubrögð við brottvísun umsækjenda um alþjóðlega vernd í tilkynningu sem þau sendu frá sér í kvöld. 21. febrúar 2018 20:40 Hælisleitandinn sem varð fyrir árás á Litla-Hrauni fluttur úr landi Ungur hælisleitandi, Houssin Bsraoi, sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Litla-Hrauni um miðjan síðasta mánuð var í gær fluttur úr landi. 21. febrúar 2018 19:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Vinur Houssin segir erfitt að vita af því að hann sæti misþyrmingum í fangelsi Haustið 2016 komu félagarnir Yassine og Houssin saman til landsins með Norrænu, en þeir flúðu hingað frá Marokkó. 26. janúar 2018 20:45
Segja Houssin enn eitt fórnarlamb skilningsleysis þeirra sem bera ábyrgð á málefnum flóttafólks Solaris, hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, fordæma vinnubrögð við brottvísun umsækjenda um alþjóðlega vernd í tilkynningu sem þau sendu frá sér í kvöld. 21. febrúar 2018 20:40
Hælisleitandinn sem varð fyrir árás á Litla-Hrauni fluttur úr landi Ungur hælisleitandi, Houssin Bsraoi, sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Litla-Hrauni um miðjan síðasta mánuð var í gær fluttur úr landi. 21. febrúar 2018 19:00