Sannleikurinn kostaði Cuban meira en 60 milljónir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2018 11:15 Mark Cuban, eigandi Dallas Mavericks. Vísir/Getty Mark Cuban, eigandi Dallas Mavericks, fékk stóra sekt frá yfirmanni NBA-deildarinni í gær og það fyrir að segja sannleikann og tala um hlut sem enginn er í vafa um að tíðkist í deildinni. Cuban þarf að borga 600 þúsund dollara fyrir orðin sem hann lét falla fyrr í vikunni. Hann sagðist þá hafa beðið leikmenn Dallas liðsins um að tapa leikjum svo félagið fengi betri stað í nýliðavalinu í sumar. Cuban talaði jafnframt um það að hann hafi bara viljað koma hreint fram og segja sannleikann. „Ég á líklega ekki að segja frá þessu en ég fór í mat með nokkrum leikmönnum liðsins um daginn. Við erum ekki að keppa um sæti í úrslitakeppninni og ég sagði við þá að það besta sem gæti komið fyrir liðið núna væri að tapa sem flestum leikjum. Yfirmaður NBA-deildarinnar verður ekki ánægður að heyra þetta,“ sagði Mark Cuban og hann hitti naglann á höfuðið þar.Mavs owner Mark Cuban hit with a $600,000 fine for his recent comments about tanking on a podcast with Dr. J ... https://t.co/i9XoKrQYLS — Marc Stein (@TheSteinLine) February 21, 2018 600 þúsund dollarar eru meira en 60 milljónir íslenskra króna. Þetta er enn ein sektin sem Cuban fær á ferlinum en hann hefur aldrei verið hræddur við að tjá sig frjálslega um það sem honum líkar ekki. Adam Silver, yfirmaður NBA-deildarinnar, sagði að sektin væri vegna þess að orð Mark Cuban hafi verið skaðleg fyrir deildina. Darren Rovell kom með sitt sjónarhorn á sektina á Twitter og þá virka 60 milljónir kannski ekki svo mikill peningur, fyrir Cuban þar að segja.Fining Mark Cuban $600,000 on his net worth of $3.7 billion is the equivalent of fining the average American $28. — Darren Rovell (@darrenrovell) February 21, 2018 Mark Cuban er margfaldur milljarðamæringur og virði 3,7 milljarða dollara. Þannig að hlutfallslega var hann því aðeins að fá 28 dollara sekt miðað við meðal Bandaríkjamann. Cuban hefur þó ekki tekist að sannfæra stórstjörnuna Dirk Nowitzki um að tapa leikjum viljandi. „Það myndi ég aldrei líða. Þannig maður er ég ekki,“ sagði Nowitzki. NBA Mest lesið Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
Mark Cuban, eigandi Dallas Mavericks, fékk stóra sekt frá yfirmanni NBA-deildarinni í gær og það fyrir að segja sannleikann og tala um hlut sem enginn er í vafa um að tíðkist í deildinni. Cuban þarf að borga 600 þúsund dollara fyrir orðin sem hann lét falla fyrr í vikunni. Hann sagðist þá hafa beðið leikmenn Dallas liðsins um að tapa leikjum svo félagið fengi betri stað í nýliðavalinu í sumar. Cuban talaði jafnframt um það að hann hafi bara viljað koma hreint fram og segja sannleikann. „Ég á líklega ekki að segja frá þessu en ég fór í mat með nokkrum leikmönnum liðsins um daginn. Við erum ekki að keppa um sæti í úrslitakeppninni og ég sagði við þá að það besta sem gæti komið fyrir liðið núna væri að tapa sem flestum leikjum. Yfirmaður NBA-deildarinnar verður ekki ánægður að heyra þetta,“ sagði Mark Cuban og hann hitti naglann á höfuðið þar.Mavs owner Mark Cuban hit with a $600,000 fine for his recent comments about tanking on a podcast with Dr. J ... https://t.co/i9XoKrQYLS — Marc Stein (@TheSteinLine) February 21, 2018 600 þúsund dollarar eru meira en 60 milljónir íslenskra króna. Þetta er enn ein sektin sem Cuban fær á ferlinum en hann hefur aldrei verið hræddur við að tjá sig frjálslega um það sem honum líkar ekki. Adam Silver, yfirmaður NBA-deildarinnar, sagði að sektin væri vegna þess að orð Mark Cuban hafi verið skaðleg fyrir deildina. Darren Rovell kom með sitt sjónarhorn á sektina á Twitter og þá virka 60 milljónir kannski ekki svo mikill peningur, fyrir Cuban þar að segja.Fining Mark Cuban $600,000 on his net worth of $3.7 billion is the equivalent of fining the average American $28. — Darren Rovell (@darrenrovell) February 21, 2018 Mark Cuban er margfaldur milljarðamæringur og virði 3,7 milljarða dollara. Þannig að hlutfallslega var hann því aðeins að fá 28 dollara sekt miðað við meðal Bandaríkjamann. Cuban hefur þó ekki tekist að sannfæra stórstjörnuna Dirk Nowitzki um að tapa leikjum viljandi. „Það myndi ég aldrei líða. Þannig maður er ég ekki,“ sagði Nowitzki.
NBA Mest lesið Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira