Brú yfir Fossvog myndi gerbreyta tengingu Kársness við miðborgina Heimir Már Pétursson skrifar 21. febrúar 2018 20:15 Brú yfir Fossvog frá Kársnesi að suðurenda Reykjavíkurflugvallar gæti risið á innan við fjórum árum. Borgarstjóri segir framhaldið ráðast af viðræðum Kópavogs og Reykjavíkurborgar við stjórnvöld. Brú sem þessi yrði mikil samgöngubót og myndi létta á umferð á öðrum umferðarþungum leiðum. Í dag eru í megindráttum tvær leiðir fyrir fólk að komast akandi eða með strætó á milli Reykjavíkur og Kópavogs, annars vegar um stofnbraut í Fossvogsdal eða um Reykjanesbraut. Nú eru upp hugmyndir um brú yfir Fossvoginn frá Kársnesi í vestubæ Kópavogs yfir að suðurenda Reykjavíkurflugvallar. Bæjarráð Kópavogs samþykkti fyrir sitt leyti í gær að brúin yrði ekki eingöngu fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur heldur fyrir almenningssamgöngur einng. Þetta myndi gerbreyta tengslum vesturbæjar Kópavogs við háskólana og miðborg Reykjavíkur. Töluverð skipulagsvinna hefur nú þegar farið fram sem í heildina gæti tekið tvö til þrjú ár en áætlað er að brúarsmíðin sjálf taki eitt ár. Miklar byggingarframkvæmdir eru fyrirhugaðar á Kársnesinu og segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri nesið í raun verða háskólahverfi með tilkomu brúarinnar. „Þetta er líka gott fyrir alla sem nota hjólreiðar og almenningssamgögnur til að fara til og frá vinnu. Léttir þar með á stofnbrautunum sem eru erfiðar á álagstímum bæði kvölds og morgna,“ segir borgarstjóri. Þá megi vel hugsa sér að brúa víðar í framtíðinni fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur og jafnvel almenningssamgöngur sem nýtist bæði þeim sem það vilji og þá sem keyri einkabíla. Nú þurfi að ljúka skipulagi og ná samkomulagi til lengri tíma við Vegagerðina um þessi mál, borgarlínu og fleira. En venjulega standi ríkið undir helmingi kostnaðar við stofnleiðir sem þessa. „En þetta tengist auðvitað því eins og bæjarráð Kópavogs samþykkti, með því að gera ráð fyrir almenningssamgöngum þarna yfir, opnast þessi leið sem hefur verið metin ein sú áhugaverðasta í fyrsta áfanga borgarlínu. Þannig að heildarmyndin liggur fyrir en það á eftir að semja, segir Dagur. Þeir samningar velti á vilja ríkisins en í stjórnarsáttmála sé bæði talað um borgarlínu og fjölbreytta ferðamáta. „Þannig að ég á von á að í þeim samtölum sem við munum eiga næstu vikur í tengslum við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sé þetta eitt af því sem þurfi að ræða,“ segir Dagur B. Eggertsson. Skipulag Fossvogsbrú Kópavogur Reykjavík Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Brú yfir Fossvog frá Kársnesi að suðurenda Reykjavíkurflugvallar gæti risið á innan við fjórum árum. Borgarstjóri segir framhaldið ráðast af viðræðum Kópavogs og Reykjavíkurborgar við stjórnvöld. Brú sem þessi yrði mikil samgöngubót og myndi létta á umferð á öðrum umferðarþungum leiðum. Í dag eru í megindráttum tvær leiðir fyrir fólk að komast akandi eða með strætó á milli Reykjavíkur og Kópavogs, annars vegar um stofnbraut í Fossvogsdal eða um Reykjanesbraut. Nú eru upp hugmyndir um brú yfir Fossvoginn frá Kársnesi í vestubæ Kópavogs yfir að suðurenda Reykjavíkurflugvallar. Bæjarráð Kópavogs samþykkti fyrir sitt leyti í gær að brúin yrði ekki eingöngu fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur heldur fyrir almenningssamgöngur einng. Þetta myndi gerbreyta tengslum vesturbæjar Kópavogs við háskólana og miðborg Reykjavíkur. Töluverð skipulagsvinna hefur nú þegar farið fram sem í heildina gæti tekið tvö til þrjú ár en áætlað er að brúarsmíðin sjálf taki eitt ár. Miklar byggingarframkvæmdir eru fyrirhugaðar á Kársnesinu og segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri nesið í raun verða háskólahverfi með tilkomu brúarinnar. „Þetta er líka gott fyrir alla sem nota hjólreiðar og almenningssamgögnur til að fara til og frá vinnu. Léttir þar með á stofnbrautunum sem eru erfiðar á álagstímum bæði kvölds og morgna,“ segir borgarstjóri. Þá megi vel hugsa sér að brúa víðar í framtíðinni fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur og jafnvel almenningssamgöngur sem nýtist bæði þeim sem það vilji og þá sem keyri einkabíla. Nú þurfi að ljúka skipulagi og ná samkomulagi til lengri tíma við Vegagerðina um þessi mál, borgarlínu og fleira. En venjulega standi ríkið undir helmingi kostnaðar við stofnleiðir sem þessa. „En þetta tengist auðvitað því eins og bæjarráð Kópavogs samþykkti, með því að gera ráð fyrir almenningssamgöngum þarna yfir, opnast þessi leið sem hefur verið metin ein sú áhugaverðasta í fyrsta áfanga borgarlínu. Þannig að heildarmyndin liggur fyrir en það á eftir að semja, segir Dagur. Þeir samningar velti á vilja ríkisins en í stjórnarsáttmála sé bæði talað um borgarlínu og fjölbreytta ferðamáta. „Þannig að ég á von á að í þeim samtölum sem við munum eiga næstu vikur í tengslum við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sé þetta eitt af því sem þurfi að ræða,“ segir Dagur B. Eggertsson.
Skipulag Fossvogsbrú Kópavogur Reykjavík Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira