Grímseyingar fengu svefnfrið í nótt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. febrúar 2018 10:36 Stærð skjálftanna hefur farið minnkandi. Mynd/Veðurstofa Íslands Jarðskjálftahrinan við Grímsey virðist ekki hafa truflað nætursvefn eyjarskeggja í nótt. Dregið hefur úr jarðskjálfavirkni sé miðað við gærdaginn þegar mikil virkni var á svæðinu. „Það er enn að skjálfa en það virðist vera smá rénun miðað við gærdaginn,“ segir Hildur María Friðriksdóttir náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Það lýsir sér í því að stærðin á skjálftunum er að minnka.“ Í gær mældust fjölmargir skjálftar yfir þrjú stig en stærsti skjálftinn var upp úr klukkan hálfsex í gærmorgun og var 5,2 að stærð. Skjálftavirknin hefur haldið áfram í morgun en á lista Veðurstofunnar yfir jarðskjálfta síðustu 48 klukkustundirnar má sjá að enginn skjálfti hefur náð yfir þrjú stig frá því í gærkvöldi. „Það getur allt gerst en við erum að vonast til þess að þetta haldi áfram að róast,“ segir Hildur.Stærsti skjálftinn reið yfir í gær, 5.2 stig.Vísir/PjeturFjarlægðu muni úr hillum„Það er búið að vera mjög rólegt,“ segir Jóhannes G. Henningsson, formaður hverfisráðs Grímseyja í samtali við Vísi. Frá því á sunnudag hafa alls orðið um 1500 skjálftar á Tjörnesbrotabeltinu, flestir um og yfir eitt stig og segir Jóhannes að miðað við gærdaginn líti út fyrir að jarðskjálftahrinan sé að róast. „Maður allavega svaf þetta af sér í nótt. Við fundum aðeins fyrir þessu í gærkvöldi en þetta hefur verið voða meinlaust,“ segir Jóhannes. Viðlagatryggingar minntu Grímseyinga sem og aðra á skjálftasvæðum að mikilvægt væri að koma þungum munum úr hillum en þeir væru líklegastir til að valda skaða í stórum skjálftum. Jóhannes segir að Grímseyingar hafi farið að þessum ráðum í gær. „Við vorum að taka hluti þar sem fólk sefur svo það væri ekki með eitthvað hangandi yfir sér. Þetta er það sem er verið að mælast til í öryggisskyni. Fólk fer að huga að þessu þegar svona læti er,“ segir Jóhannes sem vonar að það versta sé um garð gengið. „Við förum að sjá hvort þetta sé ekki að fara verða búið en það eru allir mjög rólegir hérna og við vonum bara að þetta sé að ganga um garð.“ Eldgos og jarðhræringar Grímsey Tengdar fréttir „Það hefur ekki verið svefnfriður fyrir þessu helvíti“ Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram og valdi einn íbúi í Grímsey að gista í bátnum sínum í nótt. 19. febrúar 2018 09:05 Þessi hraunmoli staðfestir nýlegt eldgos við Grímsey Hraunmoli, sem náðist af hafsbotni norðan Grímseyjar, staðfesti að þar hafði nýlega orðið neðansjávargos sem vísindamenn vissu ekki af. 19. febrúar 2018 20:45 Lýsa yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu við Grímsey Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi við Grímsey. 19. febrúar 2018 11:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Jarðskjálftahrinan við Grímsey virðist ekki hafa truflað nætursvefn eyjarskeggja í nótt. Dregið hefur úr jarðskjálfavirkni sé miðað við gærdaginn þegar mikil virkni var á svæðinu. „Það er enn að skjálfa en það virðist vera smá rénun miðað við gærdaginn,“ segir Hildur María Friðriksdóttir náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Það lýsir sér í því að stærðin á skjálftunum er að minnka.“ Í gær mældust fjölmargir skjálftar yfir þrjú stig en stærsti skjálftinn var upp úr klukkan hálfsex í gærmorgun og var 5,2 að stærð. Skjálftavirknin hefur haldið áfram í morgun en á lista Veðurstofunnar yfir jarðskjálfta síðustu 48 klukkustundirnar má sjá að enginn skjálfti hefur náð yfir þrjú stig frá því í gærkvöldi. „Það getur allt gerst en við erum að vonast til þess að þetta haldi áfram að róast,“ segir Hildur.Stærsti skjálftinn reið yfir í gær, 5.2 stig.Vísir/PjeturFjarlægðu muni úr hillum„Það er búið að vera mjög rólegt,“ segir Jóhannes G. Henningsson, formaður hverfisráðs Grímseyja í samtali við Vísi. Frá því á sunnudag hafa alls orðið um 1500 skjálftar á Tjörnesbrotabeltinu, flestir um og yfir eitt stig og segir Jóhannes að miðað við gærdaginn líti út fyrir að jarðskjálftahrinan sé að róast. „Maður allavega svaf þetta af sér í nótt. Við fundum aðeins fyrir þessu í gærkvöldi en þetta hefur verið voða meinlaust,“ segir Jóhannes. Viðlagatryggingar minntu Grímseyinga sem og aðra á skjálftasvæðum að mikilvægt væri að koma þungum munum úr hillum en þeir væru líklegastir til að valda skaða í stórum skjálftum. Jóhannes segir að Grímseyingar hafi farið að þessum ráðum í gær. „Við vorum að taka hluti þar sem fólk sefur svo það væri ekki með eitthvað hangandi yfir sér. Þetta er það sem er verið að mælast til í öryggisskyni. Fólk fer að huga að þessu þegar svona læti er,“ segir Jóhannes sem vonar að það versta sé um garð gengið. „Við förum að sjá hvort þetta sé ekki að fara verða búið en það eru allir mjög rólegir hérna og við vonum bara að þetta sé að ganga um garð.“
Eldgos og jarðhræringar Grímsey Tengdar fréttir „Það hefur ekki verið svefnfriður fyrir þessu helvíti“ Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram og valdi einn íbúi í Grímsey að gista í bátnum sínum í nótt. 19. febrúar 2018 09:05 Þessi hraunmoli staðfestir nýlegt eldgos við Grímsey Hraunmoli, sem náðist af hafsbotni norðan Grímseyjar, staðfesti að þar hafði nýlega orðið neðansjávargos sem vísindamenn vissu ekki af. 19. febrúar 2018 20:45 Lýsa yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu við Grímsey Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi við Grímsey. 19. febrúar 2018 11:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
„Það hefur ekki verið svefnfriður fyrir þessu helvíti“ Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram og valdi einn íbúi í Grímsey að gista í bátnum sínum í nótt. 19. febrúar 2018 09:05
Þessi hraunmoli staðfestir nýlegt eldgos við Grímsey Hraunmoli, sem náðist af hafsbotni norðan Grímseyjar, staðfesti að þar hafði nýlega orðið neðansjávargos sem vísindamenn vissu ekki af. 19. febrúar 2018 20:45
Lýsa yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu við Grímsey Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi við Grímsey. 19. febrúar 2018 11:31