MAST ekki enn tekið út kvíar Arnarlax Sveinn Arnarsson skrifar 20. febrúar 2018 08:00 Arnarlax á Bíldudal er stærsta fiskeldisfyrirtæki landsins. Vísir/Pjetur Matvælastofnun barst tilkynning frá Arnarlaxi mánudaginn 12. febrúar um tvö aðskilin óhöpp hjá fyrirtækinu. Annars vegar var um að ræða skemmd á sjókví Arnarlax í Tálknafirði og hins vegar tilkynnti fyrirtækið að gat hefði komið á sjókví fyrirtækisins í Arnarfirði í kjölfar óveðurs í firðinum. Hjalti Andrason, upplýsingafulltrúi Matvælastofnunar, staðfestir að fyrirtækið hafi enn ekki tekið út kvíarnar sem um ræðir, viku eftir að stofnuninni var tilkynnt um óhöppin. „Matvælastofnun var í reglulegum samskiptum við Arnarlax eftir að tjónið kom í ljós vegna úrbóta og bíður nú skýrslu fyrirtækisins um atvikin. Matvælastofnun hefur eftirlit með búnaði fiskeldisfyrirtækja. Sjókvíarnar verða teknar út af stofnuninni eins fljótt og unnt er,“ segir Hjalti. Arnarlax rataði í fréttir í gær þar sem sjókví er sögð hafa sokkið í Tálknafirði. Starfsmenn fyrirtækisins hafa viðurkennt að hafa siglt á kvína með fyrrgreindum afleiðingum. Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarlax, segir þetta alrangt í tilkynningu sem hann sendi frá sér í gær. Einn af flothringjum kvíarinnar hafi brotnað, en engin net rofnað. Enginn vafi leiki á því að fiskur hafi ekki sloppið úr kvínni. Hætta er á, þegar gat kemur á sjókvíar, að eldislax sleppi úr kvíunum, en slíkt er flokkað sem mengunarslys. Þá getur eldislax auðveldlega blandast við villtan náttúrulegan laxastofn sem gengur í ár í nágrenni kvíanna. Umhverfisstofnun hafði ekki heyrt af þessum óhöppum hjá Arnarlaxi fyrr en í fjölmiðlum í gær. Björn Þorláksson, upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar, segir að ef grunur leiki á mengunarslysi verði tafarlaust að láta vita af slíku. „Skylt er að tilkynna um mengunaróhöpp samkvæmt starfsleyfi. Ef það er ekki gert telst það frávik,“ segir Björn. Ekki náðist að spyrja Víking Gunnarsson um óhappið sem olli gati á sjókví í Arnarfirði, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir blaðamanns.Uppfært klukkan 12:59 þar sem Víkingur var rangfeðraður í fyrri útgáfu fréttarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Tengdar fréttir Uppsafnaður úrgangur frá laxeldi fækkar botndýrum Laxeldi Arnarlax við Hlaðseyri í Patreksfirði hefur verið slegið af og fiskur verður ekki settur í kvíarnar. Uppsafnaður lífrænn úrgangur mikill og flyst með straumum inn fjörðinn. 27. september 2017 06:00 Sjókvíar á Íslandi menga á við óhreinsað skólp Reykvíkinga Samkvæmt tölum Landssambands fiskeldisstöðva er mengun frá sjókvíum líkt og óhreinsað skólp Reykjavíkur rynni í sjó fram. 9. nóvember 2017 07:00 Segir eftirliti með fiskeldi ábótavant Hann segir að mengun vegna uppsafnaðs úrgangs frá fiskeldi sé fylgifiskur slíkrar starfsemi, en þó ekki mesta áhyggjuefnið. 3. janúar 2018 06:00 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira
Matvælastofnun barst tilkynning frá Arnarlaxi mánudaginn 12. febrúar um tvö aðskilin óhöpp hjá fyrirtækinu. Annars vegar var um að ræða skemmd á sjókví Arnarlax í Tálknafirði og hins vegar tilkynnti fyrirtækið að gat hefði komið á sjókví fyrirtækisins í Arnarfirði í kjölfar óveðurs í firðinum. Hjalti Andrason, upplýsingafulltrúi Matvælastofnunar, staðfestir að fyrirtækið hafi enn ekki tekið út kvíarnar sem um ræðir, viku eftir að stofnuninni var tilkynnt um óhöppin. „Matvælastofnun var í reglulegum samskiptum við Arnarlax eftir að tjónið kom í ljós vegna úrbóta og bíður nú skýrslu fyrirtækisins um atvikin. Matvælastofnun hefur eftirlit með búnaði fiskeldisfyrirtækja. Sjókvíarnar verða teknar út af stofnuninni eins fljótt og unnt er,“ segir Hjalti. Arnarlax rataði í fréttir í gær þar sem sjókví er sögð hafa sokkið í Tálknafirði. Starfsmenn fyrirtækisins hafa viðurkennt að hafa siglt á kvína með fyrrgreindum afleiðingum. Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarlax, segir þetta alrangt í tilkynningu sem hann sendi frá sér í gær. Einn af flothringjum kvíarinnar hafi brotnað, en engin net rofnað. Enginn vafi leiki á því að fiskur hafi ekki sloppið úr kvínni. Hætta er á, þegar gat kemur á sjókvíar, að eldislax sleppi úr kvíunum, en slíkt er flokkað sem mengunarslys. Þá getur eldislax auðveldlega blandast við villtan náttúrulegan laxastofn sem gengur í ár í nágrenni kvíanna. Umhverfisstofnun hafði ekki heyrt af þessum óhöppum hjá Arnarlaxi fyrr en í fjölmiðlum í gær. Björn Þorláksson, upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar, segir að ef grunur leiki á mengunarslysi verði tafarlaust að láta vita af slíku. „Skylt er að tilkynna um mengunaróhöpp samkvæmt starfsleyfi. Ef það er ekki gert telst það frávik,“ segir Björn. Ekki náðist að spyrja Víking Gunnarsson um óhappið sem olli gati á sjókví í Arnarfirði, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir blaðamanns.Uppfært klukkan 12:59 þar sem Víkingur var rangfeðraður í fyrri útgáfu fréttarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Tengdar fréttir Uppsafnaður úrgangur frá laxeldi fækkar botndýrum Laxeldi Arnarlax við Hlaðseyri í Patreksfirði hefur verið slegið af og fiskur verður ekki settur í kvíarnar. Uppsafnaður lífrænn úrgangur mikill og flyst með straumum inn fjörðinn. 27. september 2017 06:00 Sjókvíar á Íslandi menga á við óhreinsað skólp Reykvíkinga Samkvæmt tölum Landssambands fiskeldisstöðva er mengun frá sjókvíum líkt og óhreinsað skólp Reykjavíkur rynni í sjó fram. 9. nóvember 2017 07:00 Segir eftirliti með fiskeldi ábótavant Hann segir að mengun vegna uppsafnaðs úrgangs frá fiskeldi sé fylgifiskur slíkrar starfsemi, en þó ekki mesta áhyggjuefnið. 3. janúar 2018 06:00 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira
Uppsafnaður úrgangur frá laxeldi fækkar botndýrum Laxeldi Arnarlax við Hlaðseyri í Patreksfirði hefur verið slegið af og fiskur verður ekki settur í kvíarnar. Uppsafnaður lífrænn úrgangur mikill og flyst með straumum inn fjörðinn. 27. september 2017 06:00
Sjókvíar á Íslandi menga á við óhreinsað skólp Reykvíkinga Samkvæmt tölum Landssambands fiskeldisstöðva er mengun frá sjókvíum líkt og óhreinsað skólp Reykjavíkur rynni í sjó fram. 9. nóvember 2017 07:00
Segir eftirliti með fiskeldi ábótavant Hann segir að mengun vegna uppsafnaðs úrgangs frá fiskeldi sé fylgifiskur slíkrar starfsemi, en þó ekki mesta áhyggjuefnið. 3. janúar 2018 06:00