Minna rask á Teigsskógi og stærri brýr yfir firði Kristján Már Unnarsson skrifar 9. mars 2018 21:15 Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps. Stöð 2/Sindri Reyr Einarsson. Vegagerðin hefur breytt hönnun vegar um Teigsskóg í nokkrum vegamiklum atriðum frá upphaflegri tillögu. Þannig er núna gert ráð fyrir að skerðing skóglendis verði innan við þrjú prósent og að brýr yfir firði verði stærri til að hleypa sjávarföllum betur í gegn. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti með fjórum atkvæðum gegn einu í gær að framtíðarlega Vestfjarðavegar skuli vera um Teigsskóg en hafnaði um leið göngum undir Hjallaháls. Loftmyndin sýnir firðina þrjá og nesin, sem vegurinn mun liggja um, en deilan snýst ekki aðeins um skóglendi heldur einnig um fjarðaþveranir.Séð yfir mynni Gufufjarðar, Djúpafjarðar og Þorskafjarðar.Stöð 2/Sindri Reyr Einarsson.Með veglínu um Teigsskóg færist vegurinn af hálsunum og verður allur á láglendi en jafnframt fæst 22 kílómetra stytting. Athygli vekur í tillögu Vegagerðarinnar að leiðin, sem nú er áformað að setja á aðalskipulag, er talsvert frábrugðin þeirri tillögu sem rætt var um fyrir nokkrum árum. Fyrirhuguð brú yfir Gufufjörð hefur verið lengd úr 120 metrum upp í 130 metra, brú yfir Djúpafjörð lengist úr 182 metrum upp í 300 metra og brú yfir Þorskafjörð fer úr 182 metrum upp í 260 metra, í því skyni að draga sem mest úr straumhraða undir brýrnar.Þá gerði fyrri veglína ráð fyrir að 7,5 prósentum af skógarþekju, eða 50 hekturum, yrði raskað en ný veglína þýðir að 2,8 prósentum verður raskað, eða 19 hekturum. Fyrri hugmynd gerði ráð fyrir að vegurinn lægi í gegnum skóginn á 6 kílómetra kafla en nú er gert ráð fyrir að 2,15 kílómetrar verði í gegnum skóglendi. Vegagerðin áætlar núna að leiðin um Teigsskóg kosti 7,3 milljarða króna en jarðgangaleið undir Hjallaháls kosti 13,3 milljarða króna. Þessi sex milljarða króna kostnaðarmunur er að mati sveitarstjórnar slíkur að hann sé líklegur til að hafa afgerandi áhrif á tímasetningar samgöngubóta. Ekið niður Ódrjúgsháls í Gufudalssveit.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Í bókun sveitarstjórnar er dregið fram að leið um Teigsskóg auki umferðaröryggi meira heldur en jarðgangaleiðin, en það er mat Vegagerðarinnar. Þar munar miklu að, þrátt fyrir göng undir Hjallaháls, yrði áfram gert ráð fyrir vegi yfir Ódrjúgsháls sem færi í 168 metra hæð yfir sjávarmáli og kallaði á meiri brekkur. Í beinni útsendingu Stöðvar 2 í gærkvöldi eftir fund hreppsnefndarinnar kvaðst Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps, vonast til að framkvæmdir hæfust í haust. „Ef allt gengur að óskum ætti að vera hægt að veita framkvæmdaleyfi bara núna á fyrstu haustdögum,” sagði sveitarstjórinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í kvöld: Tengdar fréttir Ráðherra segir vel hægt að leggja veginn um Teigsskóg Nýr samgönguráðherra segist enn þeirrar skoðunar, eftir vettvangskönnun, að skynsamt sé að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg en kveðst þó reiðubúinn að skoða aðra valkosti. 21. desember 2017 20:39 Teigsskógur varð fyrir valinu Hreppsnefnd Reykhólahrepps ákvað á fundi sem lauk nú fyrir skömmu að setja veglínu um Teigsskóg inn á aðalskipulag sveitarfélagsins. 8. mars 2018 18:30 Alveg sama hvar vegurinn kemur, bara að þeir byrji Bændur í Gufudalssveit eru opnir fyrir öðrum lausnum í stað vegar um Teigsskóg, bæði jarðgöngum og þverun Þorskafjarðar með sjávarfallavirkjun. 11. desember 2017 22:15 Leiðin Reykjavík-Ísafjörður 60 km styttri eftir átta ár Líklegt má telja að vesturleiðin svokallaða taki við af Djúpvegi sem aðalvegurinn milli Reykjavíkur og Ísafjarðar. 31. maí 2016 19:35 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Vegagerðin hefur breytt hönnun vegar um Teigsskóg í nokkrum vegamiklum atriðum frá upphaflegri tillögu. Þannig er núna gert ráð fyrir að skerðing skóglendis verði innan við þrjú prósent og að brýr yfir firði verði stærri til að hleypa sjávarföllum betur í gegn. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti með fjórum atkvæðum gegn einu í gær að framtíðarlega Vestfjarðavegar skuli vera um Teigsskóg en hafnaði um leið göngum undir Hjallaháls. Loftmyndin sýnir firðina þrjá og nesin, sem vegurinn mun liggja um, en deilan snýst ekki aðeins um skóglendi heldur einnig um fjarðaþveranir.Séð yfir mynni Gufufjarðar, Djúpafjarðar og Þorskafjarðar.Stöð 2/Sindri Reyr Einarsson.Með veglínu um Teigsskóg færist vegurinn af hálsunum og verður allur á láglendi en jafnframt fæst 22 kílómetra stytting. Athygli vekur í tillögu Vegagerðarinnar að leiðin, sem nú er áformað að setja á aðalskipulag, er talsvert frábrugðin þeirri tillögu sem rætt var um fyrir nokkrum árum. Fyrirhuguð brú yfir Gufufjörð hefur verið lengd úr 120 metrum upp í 130 metra, brú yfir Djúpafjörð lengist úr 182 metrum upp í 300 metra og brú yfir Þorskafjörð fer úr 182 metrum upp í 260 metra, í því skyni að draga sem mest úr straumhraða undir brýrnar.Þá gerði fyrri veglína ráð fyrir að 7,5 prósentum af skógarþekju, eða 50 hekturum, yrði raskað en ný veglína þýðir að 2,8 prósentum verður raskað, eða 19 hekturum. Fyrri hugmynd gerði ráð fyrir að vegurinn lægi í gegnum skóginn á 6 kílómetra kafla en nú er gert ráð fyrir að 2,15 kílómetrar verði í gegnum skóglendi. Vegagerðin áætlar núna að leiðin um Teigsskóg kosti 7,3 milljarða króna en jarðgangaleið undir Hjallaháls kosti 13,3 milljarða króna. Þessi sex milljarða króna kostnaðarmunur er að mati sveitarstjórnar slíkur að hann sé líklegur til að hafa afgerandi áhrif á tímasetningar samgöngubóta. Ekið niður Ódrjúgsháls í Gufudalssveit.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Í bókun sveitarstjórnar er dregið fram að leið um Teigsskóg auki umferðaröryggi meira heldur en jarðgangaleiðin, en það er mat Vegagerðarinnar. Þar munar miklu að, þrátt fyrir göng undir Hjallaháls, yrði áfram gert ráð fyrir vegi yfir Ódrjúgsháls sem færi í 168 metra hæð yfir sjávarmáli og kallaði á meiri brekkur. Í beinni útsendingu Stöðvar 2 í gærkvöldi eftir fund hreppsnefndarinnar kvaðst Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps, vonast til að framkvæmdir hæfust í haust. „Ef allt gengur að óskum ætti að vera hægt að veita framkvæmdaleyfi bara núna á fyrstu haustdögum,” sagði sveitarstjórinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í kvöld:
Tengdar fréttir Ráðherra segir vel hægt að leggja veginn um Teigsskóg Nýr samgönguráðherra segist enn þeirrar skoðunar, eftir vettvangskönnun, að skynsamt sé að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg en kveðst þó reiðubúinn að skoða aðra valkosti. 21. desember 2017 20:39 Teigsskógur varð fyrir valinu Hreppsnefnd Reykhólahrepps ákvað á fundi sem lauk nú fyrir skömmu að setja veglínu um Teigsskóg inn á aðalskipulag sveitarfélagsins. 8. mars 2018 18:30 Alveg sama hvar vegurinn kemur, bara að þeir byrji Bændur í Gufudalssveit eru opnir fyrir öðrum lausnum í stað vegar um Teigsskóg, bæði jarðgöngum og þverun Þorskafjarðar með sjávarfallavirkjun. 11. desember 2017 22:15 Leiðin Reykjavík-Ísafjörður 60 km styttri eftir átta ár Líklegt má telja að vesturleiðin svokallaða taki við af Djúpvegi sem aðalvegurinn milli Reykjavíkur og Ísafjarðar. 31. maí 2016 19:35 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Ráðherra segir vel hægt að leggja veginn um Teigsskóg Nýr samgönguráðherra segist enn þeirrar skoðunar, eftir vettvangskönnun, að skynsamt sé að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg en kveðst þó reiðubúinn að skoða aðra valkosti. 21. desember 2017 20:39
Teigsskógur varð fyrir valinu Hreppsnefnd Reykhólahrepps ákvað á fundi sem lauk nú fyrir skömmu að setja veglínu um Teigsskóg inn á aðalskipulag sveitarfélagsins. 8. mars 2018 18:30
Alveg sama hvar vegurinn kemur, bara að þeir byrji Bændur í Gufudalssveit eru opnir fyrir öðrum lausnum í stað vegar um Teigsskóg, bæði jarðgöngum og þverun Þorskafjarðar með sjávarfallavirkjun. 11. desember 2017 22:15
Leiðin Reykjavík-Ísafjörður 60 km styttri eftir átta ár Líklegt má telja að vesturleiðin svokallaða taki við af Djúpvegi sem aðalvegurinn milli Reykjavíkur og Ísafjarðar. 31. maí 2016 19:35