Var að selja krakk en komst inn í NBA-deildina Henry Birgir Gunnarsson skrifar 9. mars 2018 22:00 Francis segir sínum mönnum í Rockets til. vísir/getty Fyrrum NBA-stjarnan Steve Francis var sjálfur hissa á því að hafa komist í NBA-deildina á sínum tíma enda var hann krakksali nokkrum árum áður en hann komst í deildina. Francis kom inn í deildina árið 1999 og sló í gegn hjá Houston Rockets. Þar var hann í fimm ár áður en hann fór til Orlando og NY Knicks. Hann tók svo eitt lokaár hjá Rockets tímabilið 2007-08 áður en hann hætti í boltanum. Hann reif reyndar skóna fram árið 2010 til þess að spila í Kína og næla sér í smá pening í leiðinni. „Ég gleymi aldrei að vera í flugvélinni með Rockets og Hakeem Olajuwon segir við mig að við séum að fara að versla kasmír-jakkaföt saman. Ég var líka að fara að spila við Gary Payton. Fjórum árum áður stóð ég á götuhorni að selja krakk,“ sagði Francis í flottri opinberun við Players Tribune þar sem leikmenn stíga fram og segja magnaða sögu sína. Francis er alinn upp í Washington D.C. á þeim tíma sem allir voru á krakki. Faðir hans sat í fangelsi og móðir hans var látin. Það var því bara gatan sem beið hans. „Krakkið eyðilagði samfélagið okkar. Þetta var eins og plága. Ég horfði á það, upplifði það og seldi það.“Francis er hann kom til Kína til þess að klára ferilinn. Frekar lifaður.vísir/gettyHann var ekki eins mikið í körfubolta og aðrir. Spilaði varla í framhaldsskóla og komst svo inn í lítinn skóla í Texas. Þar sá Maryland hann spila og tók hann yfir. Það endaði með því að Francis fór annar í nýliðavalinu árið 1999. „18 ára gamall er ég að selja dóp út á götuhorni og það er verið að ræna mig og beina að mér byssum. 22 ára er ég svo kominn í NBA-deildina,“ sagði Francis sem sló strax í gegn og var valinn nýliði ársins í deildinni. Eftir nokkur góð ár hjá Rockets var Francis skipt til Orlando Magic fyrir Tracy McGrady árið 2004. Tveimur árum síðar var hann sendur til NY Knicks fyrir Penny Hardaway. Fljótlega eftir það var eins og Francis hefði horfið af yfirborði jarðar. „Ég veit að margir voru að spyrja hvað í fjandanum hefði orðið um Steve Francis? Það var samt erfitt að lesa tómt bull á netinu um að ég væri farinn í krakkið. Ég seldi krakk en ég notaði það aldrei,“ segir Francis. „Ég var aftur að móti að drekka mjög mikið. Það getur verið jafn slæmt. Ég týndi mér í ruglinu en fór svo í meðferð.“ NBA Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Sjá meira
Fyrrum NBA-stjarnan Steve Francis var sjálfur hissa á því að hafa komist í NBA-deildina á sínum tíma enda var hann krakksali nokkrum árum áður en hann komst í deildina. Francis kom inn í deildina árið 1999 og sló í gegn hjá Houston Rockets. Þar var hann í fimm ár áður en hann fór til Orlando og NY Knicks. Hann tók svo eitt lokaár hjá Rockets tímabilið 2007-08 áður en hann hætti í boltanum. Hann reif reyndar skóna fram árið 2010 til þess að spila í Kína og næla sér í smá pening í leiðinni. „Ég gleymi aldrei að vera í flugvélinni með Rockets og Hakeem Olajuwon segir við mig að við séum að fara að versla kasmír-jakkaföt saman. Ég var líka að fara að spila við Gary Payton. Fjórum árum áður stóð ég á götuhorni að selja krakk,“ sagði Francis í flottri opinberun við Players Tribune þar sem leikmenn stíga fram og segja magnaða sögu sína. Francis er alinn upp í Washington D.C. á þeim tíma sem allir voru á krakki. Faðir hans sat í fangelsi og móðir hans var látin. Það var því bara gatan sem beið hans. „Krakkið eyðilagði samfélagið okkar. Þetta var eins og plága. Ég horfði á það, upplifði það og seldi það.“Francis er hann kom til Kína til þess að klára ferilinn. Frekar lifaður.vísir/gettyHann var ekki eins mikið í körfubolta og aðrir. Spilaði varla í framhaldsskóla og komst svo inn í lítinn skóla í Texas. Þar sá Maryland hann spila og tók hann yfir. Það endaði með því að Francis fór annar í nýliðavalinu árið 1999. „18 ára gamall er ég að selja dóp út á götuhorni og það er verið að ræna mig og beina að mér byssum. 22 ára er ég svo kominn í NBA-deildina,“ sagði Francis sem sló strax í gegn og var valinn nýliði ársins í deildinni. Eftir nokkur góð ár hjá Rockets var Francis skipt til Orlando Magic fyrir Tracy McGrady árið 2004. Tveimur árum síðar var hann sendur til NY Knicks fyrir Penny Hardaway. Fljótlega eftir það var eins og Francis hefði horfið af yfirborði jarðar. „Ég veit að margir voru að spyrja hvað í fjandanum hefði orðið um Steve Francis? Það var samt erfitt að lesa tómt bull á netinu um að ég væri farinn í krakkið. Ég seldi krakk en ég notaði það aldrei,“ segir Francis. „Ég var aftur að móti að drekka mjög mikið. Það getur verið jafn slæmt. Ég týndi mér í ruglinu en fór svo í meðferð.“
NBA Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Sjá meira