Tiger bjargaði pari með ótrúlegu höggi úr skóginum | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. mars 2018 08:30 Tiger Woods í erfiðri stöðu en leysti þetta vel. vísir/getty Tiger Woods heldur áfram að spila ágætlega í endurkomu sinni á PGA-mótaröðina, en hann er þremur höggum á eftir efstu mönnum eftir fyrsta hringinn á Valspar-meistaramótinu sem hófst í gærkvöldi. Tiger kom í hús á 70 höggum eða einu höggi undir pari eftir nokkuð skrautlegan hring þar sem að hann fékk fimm fugla og fjóra skolla og sýndi nokkur ótrúleg tilþrif. Þau allra flottustu sáust á 16. braut þar sem Tiger sló boltann út í skóg úr teighögginu og þurfti að koma sér inn á braut og að flöt með því að slá boltann alveg upp við tré. Töframaðurinn Tiger sýndi að hann er ekki dauður úr öllum æðum og kom sér úr skóginum í fína stöðu til að bjarga pari sem og hann gerði. Geggjað högg sem má sjá hér að neðan sem og það helsta frá fyrsta hringnum hans. Kanadamaðurin Corey Conners er efstur á fjórum höggum undir pari eftir fyrsta hring en Whee Kim frá Suður-Kóreu er höggi á eftir sem og Bandaríkjamennirnir Nick Whatney og Keegan Bradley.Staðan á mótinu.Trouble in the trees for Tiger. #QuickHits pic.twitter.com/SGVRs1t5oz— PGA TOUR (@PGATOUR) March 8, 2018 Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods heldur áfram að spila ágætlega í endurkomu sinni á PGA-mótaröðina, en hann er þremur höggum á eftir efstu mönnum eftir fyrsta hringinn á Valspar-meistaramótinu sem hófst í gærkvöldi. Tiger kom í hús á 70 höggum eða einu höggi undir pari eftir nokkuð skrautlegan hring þar sem að hann fékk fimm fugla og fjóra skolla og sýndi nokkur ótrúleg tilþrif. Þau allra flottustu sáust á 16. braut þar sem Tiger sló boltann út í skóg úr teighögginu og þurfti að koma sér inn á braut og að flöt með því að slá boltann alveg upp við tré. Töframaðurinn Tiger sýndi að hann er ekki dauður úr öllum æðum og kom sér úr skóginum í fína stöðu til að bjarga pari sem og hann gerði. Geggjað högg sem má sjá hér að neðan sem og það helsta frá fyrsta hringnum hans. Kanadamaðurin Corey Conners er efstur á fjórum höggum undir pari eftir fyrsta hring en Whee Kim frá Suður-Kóreu er höggi á eftir sem og Bandaríkjamennirnir Nick Whatney og Keegan Bradley.Staðan á mótinu.Trouble in the trees for Tiger. #QuickHits pic.twitter.com/SGVRs1t5oz— PGA TOUR (@PGATOUR) March 8, 2018
Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira