Guðmundur Andri segir samræmd próf skapa ævintýraleg leiðindi hjá nemendum Heimir Már Pétursson skrifar 8. mars 2018 19:00 Menntamálaráðherra hefur boðað alla helstu hagsmunaaðila á sinn fund í næstu viku vegna þeirra mistaka sem urðu við framkvæmd samræmds prófs í íslensku í grunnskólum landsins í gær. Ráðherra segir rauð ljós loga víða í menntakerfinu. Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingarinnar gerði mistök sem urðu við framkvæmd samræmds prófs í íslensku í grunnskólum landsins í gær að umtalsefni í fyrirspurn til menntamálaráðherra á Alþingi í dag. En hann vitnaði einnig til gagnrýni Eiríks Rögnvaldssonar prófessors á sjálfum samræmdi prófunum í íslensku. Þau mældu illa raunverulega þekkingu á íslensku máli, leiddu nemendur í gildrur auk þess sem villur hafi reynst vera í prófinu. „Íslenskunám nemenda grunnskóla fer mikið í að búa sig undir þessi próf með tilheyrandi ævintýralegum leiðindum og jafnvel áralangri andúð á íslenskri tungu og íslenskum bókmenntum,“ sagði Guðmundur Andri. Þingmaðurinn spurði menntamálaráðherra hvað þessi samræmdu próf ættu að mæla og hvort þau hefðu bætt skólastarfið. Í morgun sendi menntamálaráðuneytið frá sér yfirlýsingu þar sem mistökin við próftökuna í gær voru hörmuð. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segist hafa fundað með forstjóra Menntamálastofnunar í gær vegna málsins. „Í kjölfarið hef ég ákveðið að boða alla hagsmunaaðila á fund minn næst komandi miðvikudag. Til að fara yfir þessa stöðu og taka ákvörðun um hvað verður gert vegna þessarar stöðu sem er komin upp,“ sagði Lilja. Hagsmunir nemenda verði hafðir að leiðarljósi í því mati. Hins vegar telur Lilja ekki komið að því að ákveða um framtíð samræmdu prófanna almennt sem þurfi að undirbúa vel. „Ég tel að það sé mjög brýnt að skoða þessi mál og athuga hvað á við í dag og hvað á ekki við. Við stöndum á ákveðnum tímamótum í menntamálum þjóðarinnar. Við erum á rauðu ljósi mjög víða,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir. Alþingi Íslenska á tækniöld Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Prófið verði annað hvort tekið aftur eða fellt niður Þá kemur einnig fram að fyrirlögn samræmds könnunarprófs í stærðfræði í dag hafi gengið vel. 8. mars 2018 11:50 Ráðherra um stöðu menntamála: „Við erum á rauðu ljósi mjög víða“ Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, segir tilefni til þess að skoða það hvort að samræmd próf í grunnskólum landsins eigi enn við í dag eða ekki. 8. mars 2018 11:53 Harmar mistök við framkvæmd samræmdra prófa í íslensku Mennta- og menningarmálaráðuneyti harmar að framkvæmd samræmdra prófa í íslensku í 9. bekk hafi mistekist með tilheyrandi óþægindum fyrir nemendur og kennara. 8. mars 2018 10:33 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Sjá meira
Menntamálaráðherra hefur boðað alla helstu hagsmunaaðila á sinn fund í næstu viku vegna þeirra mistaka sem urðu við framkvæmd samræmds prófs í íslensku í grunnskólum landsins í gær. Ráðherra segir rauð ljós loga víða í menntakerfinu. Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingarinnar gerði mistök sem urðu við framkvæmd samræmds prófs í íslensku í grunnskólum landsins í gær að umtalsefni í fyrirspurn til menntamálaráðherra á Alþingi í dag. En hann vitnaði einnig til gagnrýni Eiríks Rögnvaldssonar prófessors á sjálfum samræmdi prófunum í íslensku. Þau mældu illa raunverulega þekkingu á íslensku máli, leiddu nemendur í gildrur auk þess sem villur hafi reynst vera í prófinu. „Íslenskunám nemenda grunnskóla fer mikið í að búa sig undir þessi próf með tilheyrandi ævintýralegum leiðindum og jafnvel áralangri andúð á íslenskri tungu og íslenskum bókmenntum,“ sagði Guðmundur Andri. Þingmaðurinn spurði menntamálaráðherra hvað þessi samræmdu próf ættu að mæla og hvort þau hefðu bætt skólastarfið. Í morgun sendi menntamálaráðuneytið frá sér yfirlýsingu þar sem mistökin við próftökuna í gær voru hörmuð. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segist hafa fundað með forstjóra Menntamálastofnunar í gær vegna málsins. „Í kjölfarið hef ég ákveðið að boða alla hagsmunaaðila á fund minn næst komandi miðvikudag. Til að fara yfir þessa stöðu og taka ákvörðun um hvað verður gert vegna þessarar stöðu sem er komin upp,“ sagði Lilja. Hagsmunir nemenda verði hafðir að leiðarljósi í því mati. Hins vegar telur Lilja ekki komið að því að ákveða um framtíð samræmdu prófanna almennt sem þurfi að undirbúa vel. „Ég tel að það sé mjög brýnt að skoða þessi mál og athuga hvað á við í dag og hvað á ekki við. Við stöndum á ákveðnum tímamótum í menntamálum þjóðarinnar. Við erum á rauðu ljósi mjög víða,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir.
Alþingi Íslenska á tækniöld Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Prófið verði annað hvort tekið aftur eða fellt niður Þá kemur einnig fram að fyrirlögn samræmds könnunarprófs í stærðfræði í dag hafi gengið vel. 8. mars 2018 11:50 Ráðherra um stöðu menntamála: „Við erum á rauðu ljósi mjög víða“ Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, segir tilefni til þess að skoða það hvort að samræmd próf í grunnskólum landsins eigi enn við í dag eða ekki. 8. mars 2018 11:53 Harmar mistök við framkvæmd samræmdra prófa í íslensku Mennta- og menningarmálaráðuneyti harmar að framkvæmd samræmdra prófa í íslensku í 9. bekk hafi mistekist með tilheyrandi óþægindum fyrir nemendur og kennara. 8. mars 2018 10:33 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Sjá meira
Prófið verði annað hvort tekið aftur eða fellt niður Þá kemur einnig fram að fyrirlögn samræmds könnunarprófs í stærðfræði í dag hafi gengið vel. 8. mars 2018 11:50
Ráðherra um stöðu menntamála: „Við erum á rauðu ljósi mjög víða“ Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, segir tilefni til þess að skoða það hvort að samræmd próf í grunnskólum landsins eigi enn við í dag eða ekki. 8. mars 2018 11:53
Harmar mistök við framkvæmd samræmdra prófa í íslensku Mennta- og menningarmálaráðuneyti harmar að framkvæmd samræmdra prófa í íslensku í 9. bekk hafi mistekist með tilheyrandi óþægindum fyrir nemendur og kennara. 8. mars 2018 10:33