Haltu kjafti og vertu sæt!
En það var kannski vegna þess að þær voru einstæðar sem ég var þæg, ég tengdi karlmannsleysi þeirra við baráttuandann, hvaða karlmaður þorði að vera með svona sterkum konum? Ég lærði snemma að það væri betra að vera soldið þæg, yfirmenn og kærastar kunnu að meta að maður væri ekki með of mikil læti, manni var verðlaunað fyrir það að haga sér eins þeir vildu. Ég var vel liðin í starfi hvert sem ég kom, en stundum gerðist eitthvað í vinnu þar sem réttlætiskennd minni var svo misboðið að ég lét í mér heyra, ég vann eitt sinn á karlmannsvinnustað í þjónustu við stórfyrirtæki, einn karlmaður hjá stærsta fyrirtækinu sem við þjónustuðum var alltaf mjög dónalegur við mig og samstarfsmenn mína, hann hellti sér yfir okkur við minnsta tilefni með svívirðingum. Eitt föstudagskvöld þegar ég var loks komin heim eftir mikla vinnutörn þar sem ég hafði eytt vikunni í að reyna þjónusta þennan mann með tilheyrandi niðrandi athugasemdum þá hringdi hann og hellti sér yfir mig og vinnuna sem við höfðum skilað og kallaði samtarfskonur mínar heimskar, hæfileikalausar og þaðan fram eftir götunum, þá fékk ég nóg, ég sagði honum “að hoppa upp í rassgatið á sér” og skellti á hann. Ég vissi hver afleiðing þess yrði, mér yrði vikið úr starfi, og það stóðst, mér var sama, ég gat ekki lengur unnið á vinnustað þar sem svona framkoma var liðin og yfirmenn mínir leyfðu viðskiptavinum að koma illa fram við starfsfólk sitt. Þessum manni var svo mánuði seinna vikið úr starfi á sínum vinnustað vegna hegðunar sinnar.
Ég er ekki fyrsta og ekki síðasta konan til að vera rekin úr starfi fyrir að vilja lágmarks virðingu, mannsæmandi laun og vinnuskilyrði, þegar við höfum hátt þá hefur það afleiðingar og við þurfum að geta tekið þeim, en sumar konur hafa ekki val.
Margar konur hafa ekki bakland sem styður þær, þær vinna í láglaunastörfum, eru margar erlendar og án fjölskyldu hér og hafa fyrir börnum að sjá, þær þora ekki að láta í sér heyra. Vinnuveitendur þeirra eru sjaldnast að kynna þeim réttindi sín og allt of algengt er að á þeim er brotið. Þegar #metoo sögur kvenna af erlendum uppruna komu í dagsljósið í vetur komst skíturinn upp á yfirborðið. Við urðum öll sjokkeruð yfir meðferðinni sem þær máttu sæta, ég varð að hætta að lesa þessar sögur því ég grét svo mikið, ég skammaðist mín, ég skammaðist mín fyrir að hafa ekki vitað af þessu og hafa ekki gert betur til að huga að konum í lægstu stéttum samfélagsins.
En sem betur fer er fólk sem vill gera betur, það er ný dögun í uppsiglingu, Sólveig Anna Jónsdóttir og félagar hennar í B-lista hlutu yfirburða sigur í kosningum Eflingar, þar er fólk á ferð sem mun vinna fyrir lægstu stéttir og bæta kjör þeirra, kynna þeim réttindi sín og að framfylgja þeim. “Sólveig Anna skekur markaðinn” er fyrirsögn ársins í Viðskiptablaðinu, og það er satt, markaðurinn má vara sig, græðgisöfl mega vara sig, konur hafa rödd og munu láta í sér heyra. Innan Pírata eru sterkar konur sem ég hef kynnst gegnum starf mitt þar, konur sem eru með ríka réttlætiskennd, vinna fyrir bættum kjörum fólks og gegn spillingu. Við höfum loks stofnað Femínistafélag Pírata og fannst mér sérstaklega ánægjulegt að á stofnfundinn mættu karlar sem og konur og Helgi Hrafn er til að mynda með okkur í stjórn. Í Pírötum styðja karlmenn baráttu kvenna og það er mikilvægt, þar eru menn ekki hræddir við sterkar konur því þeir eru sterkir sjálfir.
Eða eins og vinur minn sagði eitt sinn við mig þegar ég sagðist vera fráhrindandi fyrir karlmenn vegna “öfgafulla” skoðanna minna, “Hvers vegna ættir þú að vilja vera með manni sem ekki þolir baráttuanda þinn, karlmaður með baráttuanda lítur á það sem sinn helsta kost og aðdráttarafl, þú ættir að gera það líka!”
Áfram Stelpur!
Höfundur er stofnandi Puzzy Patrol og býður sig fram í prófkjöri Pírata í Reykjavík
Skoðun
Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi
Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar
Að þora að stíga skref
Magnús Þór Jónsson skrifar
Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu?
Örn Karlsson skrifar
Ó Palestína
Arnar Eggert Thoroddsen skrifar
Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga?
Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
„Þetta er algerlega galið“
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
Hvernig getum við stigið upp úr sorginni?
Birna Guðný Björnsdóttir skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland
Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar
Haraldur Ólafsson skrifar
Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða
Árni Sigurðsson skrifar
Skilaboð hátíðarinnar
Skúli S. Ólafsson skrifar
Er þetta alvöru?
Bjarni Karlsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól!
Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið
Tinna Traustadóttir skrifar
Gott knatthús veldur deilum
Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Göngum fyrir friði
Guttormur Þorsteinsson skrifar
Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum
Sigvaldi Einarsson skrifar
Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins
Reynir Böðvarsson skrifar
Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn
Þorvarður Sveinsson skrifar
Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins
Jón Frímann Jónsson skrifar
„Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér
Guðni Freyr Öfjörð skrifar
2027 væri hálfkák
Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hvað eru jólin fyrir þér?
Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar
Landið helga?
Ingólfur Steinsson skrifar
Að sinna orkuþörf almennings
Kristín Linda Árnadóttir skrifar
Tímamót
Jón Steindór Valdimarsson skrifar
Menntun fyrir Hans Vögg
Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar
Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur
Erna Bjarnadóttir skrifar
Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn
Ole Anton Bieltvedt skrifar
Jól í sól versus jóla í dimmu
Matthildur Björnsdóttir skrifar