Toyota sýndi nýja Aygo og Auris Finnur Thorlacius skrifar 8. mars 2018 08:00 Glæsileiki á glæsileika ofan. Ekki var minna um dýrðir hjá Toyota en hjá systurfyrirtækinu Lexus á bílasýningunni í Genf og sýndi Toyota bæði nýuppfærðan smábílinn Aygo sem og nýja þriðju kynslóð Auris, sem nú er orðinn gullfallegur bíll. Smábíllinn Aygo hefur slegið í gegn í Evrópu og seldist til að mynda í meira en 85.000 eintökum þar í fyrra og náði 6,6% af markaðshlutdeild í A-stærðarflokki. Toyota ætlar að byggja á þessari velgengni og býður hann nú í miklu fleiri litríkum útfærslum. Hann er þó líka orðinn aksturshæfari bíll því talsvert hefur verið átt við undirvagninn og einnig ytra útlitið og á pöllunum stóðu margar ferlega flottar litaútfærslur hans.Þriðja kynslóð Auris gullfalleg Stóra frumsýningin hjá Toyota að þessu sinni var á þriðju kynslóð Auris og þar fer svo ánægjuleg breyting að leitun er að fallegri bíl í þessum stærðarflokki. Nokkuð þarf þó að bíða eftir þeim snoppufríða því hann mun ekki rata á göturnar fyrr en á nýju ári. Eitt það ánægjulegasta við nýja gerð Auris er 180 hestafla Hybrid-drifrásin sem í boði verður í bílnum og því verður þessi fremur netti bíll orðinn mjög sprækur. Toyota sýndi einnig keppnisútfærslu hins nýja Supra-sportbíls sem kemur út síðar í hefðbundinni útfærslu fyrir almenning, en á honum má sjá hvað kaupendur Supra eiga von á góðu. Þá var á pöllum Toyota einnig Dakar-keppnisbíll Tommi Hirvonen og þolakstursbíll Toyota úr Le Mans-keppninni, en Toyota hefur verið að auka þátttöku sína í keppnisakstri ýmiss konar á síðustu árum. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Tengdar fréttir Audi frumsýndi nýjan A6 Audi fylgdi eftir nýjum A8 og A7 bílum með frumsýningu á nýjum Audi A6 og fær hann greinilega talsvert lánað frá ytra útliti A8 bílsins, enda hönnuður bílanna allra hinn nýi hönnuður Audi, Marc Lichte. Þ 8. mars 2018 08:00 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent
Ekki var minna um dýrðir hjá Toyota en hjá systurfyrirtækinu Lexus á bílasýningunni í Genf og sýndi Toyota bæði nýuppfærðan smábílinn Aygo sem og nýja þriðju kynslóð Auris, sem nú er orðinn gullfallegur bíll. Smábíllinn Aygo hefur slegið í gegn í Evrópu og seldist til að mynda í meira en 85.000 eintökum þar í fyrra og náði 6,6% af markaðshlutdeild í A-stærðarflokki. Toyota ætlar að byggja á þessari velgengni og býður hann nú í miklu fleiri litríkum útfærslum. Hann er þó líka orðinn aksturshæfari bíll því talsvert hefur verið átt við undirvagninn og einnig ytra útlitið og á pöllunum stóðu margar ferlega flottar litaútfærslur hans.Þriðja kynslóð Auris gullfalleg Stóra frumsýningin hjá Toyota að þessu sinni var á þriðju kynslóð Auris og þar fer svo ánægjuleg breyting að leitun er að fallegri bíl í þessum stærðarflokki. Nokkuð þarf þó að bíða eftir þeim snoppufríða því hann mun ekki rata á göturnar fyrr en á nýju ári. Eitt það ánægjulegasta við nýja gerð Auris er 180 hestafla Hybrid-drifrásin sem í boði verður í bílnum og því verður þessi fremur netti bíll orðinn mjög sprækur. Toyota sýndi einnig keppnisútfærslu hins nýja Supra-sportbíls sem kemur út síðar í hefðbundinni útfærslu fyrir almenning, en á honum má sjá hvað kaupendur Supra eiga von á góðu. Þá var á pöllum Toyota einnig Dakar-keppnisbíll Tommi Hirvonen og þolakstursbíll Toyota úr Le Mans-keppninni, en Toyota hefur verið að auka þátttöku sína í keppnisakstri ýmiss konar á síðustu árum.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Tengdar fréttir Audi frumsýndi nýjan A6 Audi fylgdi eftir nýjum A8 og A7 bílum með frumsýningu á nýjum Audi A6 og fær hann greinilega talsvert lánað frá ytra útliti A8 bílsins, enda hönnuður bílanna allra hinn nýi hönnuður Audi, Marc Lichte. Þ 8. mars 2018 08:00 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent
Audi frumsýndi nýjan A6 Audi fylgdi eftir nýjum A8 og A7 bílum með frumsýningu á nýjum Audi A6 og fær hann greinilega talsvert lánað frá ytra útliti A8 bílsins, enda hönnuður bílanna allra hinn nýi hönnuður Audi, Marc Lichte. Þ 8. mars 2018 08:00