Innlent

Einum sleppt úr haldi vegna innbrotahrinu

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Alls hefur lögreglan 60 innbrot á höfuðborgarsvæðinu til rannsóknar sem hafa átt sér stað undanfarna mánuði.
Alls hefur lögreglan 60 innbrot á höfuðborgarsvæðinu til rannsóknar sem hafa átt sér stað undanfarna mánuði. Vísir
Karlmaður var í dag í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðaður í níu daga áframhaldandi gæsluvarðhald, eða til 16. mars, á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Maðurinn var handtekinn í síðustu viku í þágu rannsóknar lögreglu á innbrotum í umdæminu. Annar maður, sem var handtekinn af sama tilefni, er laus úr haldi lögreglu.

Fjórir menn voru handteknir á þriðjudag og miðvikudag í síðustu viku. Einn var úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 20. mars í gær og ungur karlmaður sætir vistun í úrræði á vegum barnaverndaryfirvalda til 20. mars.

Alls hefur lögreglan 60 innbrot á höfuðborgarsvæðinu til rannsóknar sem hafa átt sér stað undanfarna mánuði. Rannsókn á innbrotahrinunni snýr einnig að mansali.

 


Tengdar fréttir

Áfram í gæsluvarðhaldi vegna innbrotahrinu

Karlmaður var í dag úrskurðaður í tveggja vikna áframhaldandi gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×