Bandaríkjaforseti heldur áfram að ljúga um ímyndaða árás í Svíþjóð Kjartan Kjartansson skrifar 7. mars 2018 09:41 Löfven og Trump ræddu við blaðamenn eftir fund þeirra í Hvíta húsinu. Þar var Trump enn við sama heygarðshornið. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti rifjaði upp ársgamlar rangfærslur sínar um ímyndaða árás í Svíþjóð á blaðamannafundi með Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, í Hvíta húsinu í gær. Trump fullyrti að hann hefði „reynst hafa rétt fyrir sér“ um árásina. Töluverða athygli vakti þegar Trump vísaði til árásar í Svíþjóð þegar hann tengdi komu flóttamanna þangað við aukna hættu á hryðjuverkum á fjöldafundi með stuðningsmönnum sínum á Flórída í febrúar í fyrra. „Sjáið bara hvað er að gerast í Þýskalandi. Sjáið hvað gerðist í gærkvöldi í Svíþjóð. Hver hefði trúað þessu? Svíar tóku inn mikinn fjölda, þeir eru nú að glíma við vanda sem enginn gat ímyndað sér. Þið sjáið hvað er að gerast um allan heim,“ sagði Trump.“ Sænsk yfirvöld komu hins vegar af fjöllum og neituðu því að hryðjuverkaárás hefði átt sér stað kvöldið sem Trump vísaði til.Segir Svía eiga í vandræðum með innflytjendurÍ fyrstu sagðist Trump ekki hafa verið að vísa til neinnar sérstakrar árásar með ummælum sínum heldur til vaxandi glæpatíðni í Svíþjóð sem sagt hafði verið frá á Fox-sjónvarpsstöðinni. Mánuði síðar hafði Trump hins vegar undið kvæði sínu í kross og fullyrti þá að um raunverulegt atvik hafi verið að ræða. Það atvik átti sér hins vegar stað tveimur dögum eftir að hann lét ummælin um Svíþjóð falla. Um var að ræða óeirðir í hverfi innflytjenda í Stokkhólmi. Trump sagði Time hins vegar að óeirðirnar hefðu átt sér stað daginn eftir ræðuna vafasömu. Nú rúmu ári síðar virðist Trump enn sannfærður um að hann hafi haft lög að mæla um meintu árásina í Svíþjóð. „Þið eigið sannarlega við vanda að stríða með innflytjendur. Það hefur valdið vandamálum í Svíþjóð. Ég var einn af þeim fyrstu til að segja það. Ég varð fyrir svolítilli gagnrýni en það var allt í lagi því ég reyndist hafa rétt fyrir mér,“ sagði Trump þegar sænskur blaðamaður spurði hann út í álit hans á Svíþjóð og innflytjendamálum í landinu, að sögn Washington Post. Trump hefur sjálfur ítrekað útmálað innflytjendur almennt sem hættulega glæpamenn. Þannig kallaði hann Mexíkóa „nauðgara“ í kosningabaráttunni og krafðist þess að múslimum yrði bannað að koma til Bandaríkjanna. Í embætti hefur hann reynt að framfylgja þessum stefnumálum sínum með ferðabanni á múslimalönd, vegg á landamærunum að Mexíkó og tillögum um að stórfækka löglegum innflytjendum. Donald Trump Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti rifjaði upp ársgamlar rangfærslur sínar um ímyndaða árás í Svíþjóð á blaðamannafundi með Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, í Hvíta húsinu í gær. Trump fullyrti að hann hefði „reynst hafa rétt fyrir sér“ um árásina. Töluverða athygli vakti þegar Trump vísaði til árásar í Svíþjóð þegar hann tengdi komu flóttamanna þangað við aukna hættu á hryðjuverkum á fjöldafundi með stuðningsmönnum sínum á Flórída í febrúar í fyrra. „Sjáið bara hvað er að gerast í Þýskalandi. Sjáið hvað gerðist í gærkvöldi í Svíþjóð. Hver hefði trúað þessu? Svíar tóku inn mikinn fjölda, þeir eru nú að glíma við vanda sem enginn gat ímyndað sér. Þið sjáið hvað er að gerast um allan heim,“ sagði Trump.“ Sænsk yfirvöld komu hins vegar af fjöllum og neituðu því að hryðjuverkaárás hefði átt sér stað kvöldið sem Trump vísaði til.Segir Svía eiga í vandræðum með innflytjendurÍ fyrstu sagðist Trump ekki hafa verið að vísa til neinnar sérstakrar árásar með ummælum sínum heldur til vaxandi glæpatíðni í Svíþjóð sem sagt hafði verið frá á Fox-sjónvarpsstöðinni. Mánuði síðar hafði Trump hins vegar undið kvæði sínu í kross og fullyrti þá að um raunverulegt atvik hafi verið að ræða. Það atvik átti sér hins vegar stað tveimur dögum eftir að hann lét ummælin um Svíþjóð falla. Um var að ræða óeirðir í hverfi innflytjenda í Stokkhólmi. Trump sagði Time hins vegar að óeirðirnar hefðu átt sér stað daginn eftir ræðuna vafasömu. Nú rúmu ári síðar virðist Trump enn sannfærður um að hann hafi haft lög að mæla um meintu árásina í Svíþjóð. „Þið eigið sannarlega við vanda að stríða með innflytjendur. Það hefur valdið vandamálum í Svíþjóð. Ég var einn af þeim fyrstu til að segja það. Ég varð fyrir svolítilli gagnrýni en það var allt í lagi því ég reyndist hafa rétt fyrir mér,“ sagði Trump þegar sænskur blaðamaður spurði hann út í álit hans á Svíþjóð og innflytjendamálum í landinu, að sögn Washington Post. Trump hefur sjálfur ítrekað útmálað innflytjendur almennt sem hættulega glæpamenn. Þannig kallaði hann Mexíkóa „nauðgara“ í kosningabaráttunni og krafðist þess að múslimum yrði bannað að koma til Bandaríkjanna. Í embætti hefur hann reynt að framfylgja þessum stefnumálum sínum með ferðabanni á múslimalönd, vegg á landamærunum að Mexíkó og tillögum um að stórfækka löglegum innflytjendum.
Donald Trump Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Sjá meira