21 flóttamaður frá Írak og Sýrlandi komu til landsins í dag Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. mars 2018 20:00 Frá og með deginum í dag hafa 42 arabískumælandi kvótaflóttamenn komið til landsins í boði íslenskra stjórnvalda á þessu ári Vísir/Egill Fjórar flóttafjölskyldur komu til landsins í dag en þeirra bíða ný heimili í Fjarðabyggð og á Vestfjörðum. 21 kvótaflóttamaður kom til landsins í síðustu viku en í dag kom 21 til viðbótar, sjö frá Írak og fjórtán frá Sýrlandi. Fólkið, bæði börn og fullorðnir, á það sameiginlegt að hafa þurft að flýja erfiðar aðstæður í heimalandinu og hafðist við í flóttamannabúðum í Jórdaníu áður en það kom hingað til lands í dag. „Aðstæður í Jórdaníu eru mjög erfiðar þrátt fyrir að stjórnvöld þar reyni að gera sitt besta þá hefur fólk ekki alltaf heimild til að vinna, það er spurning alltaf um heilsufar og hvort það hefur aðgang að heilsugæslu en, þetta eru allt einstaklingar sem hafa búið í borgum,“ segir Linda Rós Alfreðsdóttir, sérfræðingur hjá velferðarráðuneytinu, í samtali við Stöð 2. Fólkið mun því venjast talsvert ólíku umhverfi á Íslandi en ein fjölskyldan fer austur í Fjarðabyggð og hinar þrjár fara vestur á firði. Árið 2015 var auglýst eftir sveitarfélögum voru tilbúin að taka á móti flóttafólki og kom þá í ljós mikill áhugi að sögn Lindu. „Við skoðum auðvitað þarfir flóttamannanna og getu sveitarfélaganna og pörum það saman og það hefur gengið vel hingað til,“ segir Linda. Frá og með deginum í dag hafa því 42 arabískumælandi kvótaflóttamenn komið til landsins í boði íslenskra stjórnvalda á þessu ári og von er á hópi tíu hinsegin flóttamanna frá Úganda síðar í þessum mánuði. Hefst nú nýr kafli á Íslandi hjá þeim sem komu til landsins í dag. „Þau geta hafið nýtt líf eða haldið kannski áfram. Af því oft er það einkenni flóttamanna að þau hafa þurft að setja pásu á líf sitt og þau geta núna haldið áfram sínu lífi í nýju umhverfi þar sem ég veit að það verður tekið vel á móti þeim.“Linda Rós Alfreðsdóttir, sérfræðingur í velferðarráðuneytinu.Vísir/Egill Flóttamenn Tengdar fréttir 52 flóttamenn á leið til landsins Fjölskyldufólk frá Írak og Sýrlandi mun fara á Vestfirði og í Fjarðabyggð og hinsegin fólk frá Úganda mun búa sér heimili í Mosfellsbæ. 7. febrúar 2018 20:30 Sumir í hópnum verið á flótta í allt að ellefu ár 21 kvótaflóttamaður frá Írak kom til landsins í dag. Nú hefst nýr kafli í lífi þeirra hér á Íslandi, ýmist í Fjarðabyggð eða á Vestfjörðum. 27. febrúar 2018 19:45 Fimm flóttamannafjölskyldur komnar til landsins Um er að ræða fyrsta hóp svokallaðra kvótaflóttamanna sem ríkisstjórnin samþykkti í ágúst síðastliðnum að taka á móti. 27. febrúar 2018 14:39 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Sjá meira
Fjórar flóttafjölskyldur komu til landsins í dag en þeirra bíða ný heimili í Fjarðabyggð og á Vestfjörðum. 21 kvótaflóttamaður kom til landsins í síðustu viku en í dag kom 21 til viðbótar, sjö frá Írak og fjórtán frá Sýrlandi. Fólkið, bæði börn og fullorðnir, á það sameiginlegt að hafa þurft að flýja erfiðar aðstæður í heimalandinu og hafðist við í flóttamannabúðum í Jórdaníu áður en það kom hingað til lands í dag. „Aðstæður í Jórdaníu eru mjög erfiðar þrátt fyrir að stjórnvöld þar reyni að gera sitt besta þá hefur fólk ekki alltaf heimild til að vinna, það er spurning alltaf um heilsufar og hvort það hefur aðgang að heilsugæslu en, þetta eru allt einstaklingar sem hafa búið í borgum,“ segir Linda Rós Alfreðsdóttir, sérfræðingur hjá velferðarráðuneytinu, í samtali við Stöð 2. Fólkið mun því venjast talsvert ólíku umhverfi á Íslandi en ein fjölskyldan fer austur í Fjarðabyggð og hinar þrjár fara vestur á firði. Árið 2015 var auglýst eftir sveitarfélögum voru tilbúin að taka á móti flóttafólki og kom þá í ljós mikill áhugi að sögn Lindu. „Við skoðum auðvitað þarfir flóttamannanna og getu sveitarfélaganna og pörum það saman og það hefur gengið vel hingað til,“ segir Linda. Frá og með deginum í dag hafa því 42 arabískumælandi kvótaflóttamenn komið til landsins í boði íslenskra stjórnvalda á þessu ári og von er á hópi tíu hinsegin flóttamanna frá Úganda síðar í þessum mánuði. Hefst nú nýr kafli á Íslandi hjá þeim sem komu til landsins í dag. „Þau geta hafið nýtt líf eða haldið kannski áfram. Af því oft er það einkenni flóttamanna að þau hafa þurft að setja pásu á líf sitt og þau geta núna haldið áfram sínu lífi í nýju umhverfi þar sem ég veit að það verður tekið vel á móti þeim.“Linda Rós Alfreðsdóttir, sérfræðingur í velferðarráðuneytinu.Vísir/Egill
Flóttamenn Tengdar fréttir 52 flóttamenn á leið til landsins Fjölskyldufólk frá Írak og Sýrlandi mun fara á Vestfirði og í Fjarðabyggð og hinsegin fólk frá Úganda mun búa sér heimili í Mosfellsbæ. 7. febrúar 2018 20:30 Sumir í hópnum verið á flótta í allt að ellefu ár 21 kvótaflóttamaður frá Írak kom til landsins í dag. Nú hefst nýr kafli í lífi þeirra hér á Íslandi, ýmist í Fjarðabyggð eða á Vestfjörðum. 27. febrúar 2018 19:45 Fimm flóttamannafjölskyldur komnar til landsins Um er að ræða fyrsta hóp svokallaðra kvótaflóttamanna sem ríkisstjórnin samþykkti í ágúst síðastliðnum að taka á móti. 27. febrúar 2018 14:39 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Sjá meira
52 flóttamenn á leið til landsins Fjölskyldufólk frá Írak og Sýrlandi mun fara á Vestfirði og í Fjarðabyggð og hinsegin fólk frá Úganda mun búa sér heimili í Mosfellsbæ. 7. febrúar 2018 20:30
Sumir í hópnum verið á flótta í allt að ellefu ár 21 kvótaflóttamaður frá Írak kom til landsins í dag. Nú hefst nýr kafli í lífi þeirra hér á Íslandi, ýmist í Fjarðabyggð eða á Vestfjörðum. 27. febrúar 2018 19:45
Fimm flóttamannafjölskyldur komnar til landsins Um er að ræða fyrsta hóp svokallaðra kvótaflóttamanna sem ríkisstjórnin samþykkti í ágúst síðastliðnum að taka á móti. 27. febrúar 2018 14:39