María Helga endurkjörin formaður Samtakanna '78 Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. mars 2018 15:10 María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna ´78. Vísir/Anton Brink Aðalfundur Samtakanna 78 var haldinn í húsakynnum samtakanna að Suðurgötu 3 á sunnudag. Á fundinum lágu fyrir hefðbundin aðalfundarstörf og meðal annars kjör formanns, stjórnar og trúnaðarráðs. María Helga Guðmundsdóttir var endurkjörin formaður Samtakanna ’78 með öllum greiddum atkvæðum. Kosið var í stjórn samtakanna til tveggja ára og voru þau Rúnar Þórir Ingólfsson, Unnsteinn Jóhannsson og Þorbjörg Þorvaldsdóttir kjörin. Einnig var kosið til stjórnar til eins árs og hlutu Marion Lerner, Sigurður Júlíus Guðmundsson og Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir kjör. María Helga formaður hélt ræðu á aðalfundinum og nefndi þar hin mörgu baráttumál sem samtökin hafa beitt sér fyrir á árinu. Þá minntist hún Guðna Baldurssonar, fyrsta formanns Samtakanna 78 sem lést í sumar. María Helga minntist þó einnig á að þó að Íslendingar hefðu unnið stóra sigra í málum hinsegin fólks væri enn langt í land. „En um leið og við gleðjumst yfir árangri í baráttunni er margt sem minnir okkur á að halda baráttunni áfram. Líkamsárás á homma í miðborg Reykjavíkur og hatursfull ummæli á samfélagsmiðlum sem leggja hinsegin fræðslu og barnaníð að jöfnu minna okkur á að fordómar og hatur þrífast allt of víða í samfélaginu,“ sagði María Helga. „Og þótt meðvitund og viðurkenning á trans og intersex fólki fari vaxandi í íslensku samfélagi eru nauðsynlegar réttarbætur fyrir þessa hópa enn ekki í höfn. Sterk hagsmunasamtök leika lykilhlutverk í því að takast á við þessi vandamál.“ Samtökin 78 fagna 40 ára afmæli þann 9. maí næstkomandi. Hér má nálgast starfsskýrslu samtakanna fyrir veturinn 2017-2018. Mest lesið Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Fleiri fréttir Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Sjá meira
Aðalfundur Samtakanna 78 var haldinn í húsakynnum samtakanna að Suðurgötu 3 á sunnudag. Á fundinum lágu fyrir hefðbundin aðalfundarstörf og meðal annars kjör formanns, stjórnar og trúnaðarráðs. María Helga Guðmundsdóttir var endurkjörin formaður Samtakanna ’78 með öllum greiddum atkvæðum. Kosið var í stjórn samtakanna til tveggja ára og voru þau Rúnar Þórir Ingólfsson, Unnsteinn Jóhannsson og Þorbjörg Þorvaldsdóttir kjörin. Einnig var kosið til stjórnar til eins árs og hlutu Marion Lerner, Sigurður Júlíus Guðmundsson og Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir kjör. María Helga formaður hélt ræðu á aðalfundinum og nefndi þar hin mörgu baráttumál sem samtökin hafa beitt sér fyrir á árinu. Þá minntist hún Guðna Baldurssonar, fyrsta formanns Samtakanna 78 sem lést í sumar. María Helga minntist þó einnig á að þó að Íslendingar hefðu unnið stóra sigra í málum hinsegin fólks væri enn langt í land. „En um leið og við gleðjumst yfir árangri í baráttunni er margt sem minnir okkur á að halda baráttunni áfram. Líkamsárás á homma í miðborg Reykjavíkur og hatursfull ummæli á samfélagsmiðlum sem leggja hinsegin fræðslu og barnaníð að jöfnu minna okkur á að fordómar og hatur þrífast allt of víða í samfélaginu,“ sagði María Helga. „Og þótt meðvitund og viðurkenning á trans og intersex fólki fari vaxandi í íslensku samfélagi eru nauðsynlegar réttarbætur fyrir þessa hópa enn ekki í höfn. Sterk hagsmunasamtök leika lykilhlutverk í því að takast á við þessi vandamál.“ Samtökin 78 fagna 40 ára afmæli þann 9. maí næstkomandi. Hér má nálgast starfsskýrslu samtakanna fyrir veturinn 2017-2018.
Mest lesið Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Fleiri fréttir Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Sjá meira