Eddu langar að leika fleiri viðbjóðslegar konur Stefán Árni Pálsson skrifar 6. mars 2018 12:30 Edda Björgvins geislaði á rauða dreglinum á síðasta ári. Það var hennar ár. vísir/getty Ein allra vinsælasta leikkona okkar Íslendinga, Edda Björgvinsdóttir, hefur nánast gert allt í sjónvarpi og á sviði. Fyrstu Eddu-verðlaunin eru nú loksins komin í hús og var það fyrir hlutverk hennar í verðlaunamyndinni Undir trénu. Edda Björgvins ræddi við Sindra Sindrason í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég fór að grenja þegar ég fékk Edduna, en ég er orðinn svo óforbeitaleg grenjuskjóða og rosalega viðkvæm,“ segir Edda sem fór algjörlega á kostum í kvikmyndinni Undir trénu. Hún segist alltaf ætlað sér að verða leikkona. „Grín er svo fágæt guðgjöf en dramaleikur er allt öðruvísi. Maður hreyfir kannski ekki við öllum en manni er ekki hafnað á sömu forsendum og þegar misheppnast í gríni.“ Edda hefur leikið fjölmarga mismunandi karaktera á sínum ferli. „Ég get ekki sagt að mér þykir vænna um einn karakter en annan en mér þykir svo ótrúlega vænt um þessar konur tvær, sem eru svo rosalega ólíkar en eiga svo bátt. Annars vegar konan sem ég lék í Undir trénu og núna sem ég leik í Risaeðlunum, sendiherrafrúin drykkfellda. Af því að það er svo mikill harmur en grínið einhvern veginn tætir upp hjartað manns. Mig langar að leika fleiri viðbjóðslegar konur, konur sem eru illa innrættar. Það væri gaman að leika svoleiðis.“ Edda segist sækja sína karaktera í vini og fjölskyldumeðlimi. „Ég myndi aldrei segja um hverja ræðir, því sumt er svo nálægt mér. Ég er svo heppin að eiga svo marga alkahólista í kringum mig sem eru allir í bata.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Eddu í heild sinni. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Fangar og Undir trénu með flest verðlaun Sjónvarpsþáttaröðin Fangar hlaut tíu verðlaun og kvikmyndin Undir trénu hlaut sjö Eddur. 25. febrúar 2018 23:04 Fangar og Undir trénu með flestar tilnefningar til Edduverðlauna Þáttaröðin Fangar hlýtur flestar tilnefningar til Edduverðlauna í ár, eða alls 14 tilnefningar. 9. febrúar 2018 21:31 Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Ein allra vinsælasta leikkona okkar Íslendinga, Edda Björgvinsdóttir, hefur nánast gert allt í sjónvarpi og á sviði. Fyrstu Eddu-verðlaunin eru nú loksins komin í hús og var það fyrir hlutverk hennar í verðlaunamyndinni Undir trénu. Edda Björgvins ræddi við Sindra Sindrason í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég fór að grenja þegar ég fékk Edduna, en ég er orðinn svo óforbeitaleg grenjuskjóða og rosalega viðkvæm,“ segir Edda sem fór algjörlega á kostum í kvikmyndinni Undir trénu. Hún segist alltaf ætlað sér að verða leikkona. „Grín er svo fágæt guðgjöf en dramaleikur er allt öðruvísi. Maður hreyfir kannski ekki við öllum en manni er ekki hafnað á sömu forsendum og þegar misheppnast í gríni.“ Edda hefur leikið fjölmarga mismunandi karaktera á sínum ferli. „Ég get ekki sagt að mér þykir vænna um einn karakter en annan en mér þykir svo ótrúlega vænt um þessar konur tvær, sem eru svo rosalega ólíkar en eiga svo bátt. Annars vegar konan sem ég lék í Undir trénu og núna sem ég leik í Risaeðlunum, sendiherrafrúin drykkfellda. Af því að það er svo mikill harmur en grínið einhvern veginn tætir upp hjartað manns. Mig langar að leika fleiri viðbjóðslegar konur, konur sem eru illa innrættar. Það væri gaman að leika svoleiðis.“ Edda segist sækja sína karaktera í vini og fjölskyldumeðlimi. „Ég myndi aldrei segja um hverja ræðir, því sumt er svo nálægt mér. Ég er svo heppin að eiga svo marga alkahólista í kringum mig sem eru allir í bata.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Eddu í heild sinni.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Fangar og Undir trénu með flest verðlaun Sjónvarpsþáttaröðin Fangar hlaut tíu verðlaun og kvikmyndin Undir trénu hlaut sjö Eddur. 25. febrúar 2018 23:04 Fangar og Undir trénu með flestar tilnefningar til Edduverðlauna Þáttaröðin Fangar hlýtur flestar tilnefningar til Edduverðlauna í ár, eða alls 14 tilnefningar. 9. febrúar 2018 21:31 Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Fangar og Undir trénu með flest verðlaun Sjónvarpsþáttaröðin Fangar hlaut tíu verðlaun og kvikmyndin Undir trénu hlaut sjö Eddur. 25. febrúar 2018 23:04
Fangar og Undir trénu með flestar tilnefningar til Edduverðlauna Þáttaröðin Fangar hlýtur flestar tilnefningar til Edduverðlauna í ár, eða alls 14 tilnefningar. 9. febrúar 2018 21:31