„Kominn tími til þess að það taki allir afstöðu til þess hvort þeir treysti dómsmálaráðherra eða ekki“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. mars 2018 10:13 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir tíma til kominn að þingmenn taki afstöðu til þess hvort þeir treysti dómsmálaráðherra eða ekki. Vísir/Anton Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að það gæti alveg verið að einhverjir stjórnarliðar muni styðja vantrauststillögu sem Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram gegn Sigríði Andersen. Ef allir þingmenn stjórnarandstöðunnar styðja tillöguna þarf fjóra stjórnarþingmenn til viðbótar svo tillagan verði samþykkt. Tveir þingmenn Vinstri grænna, þau Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, studdu ekki stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þegar hann var lagður fyrir flokksráðsfund VG í nóvember. Í samtali við Vísi daginn eftir kvaðst Rósa Björk áskilja sér rétt til að taka afstöðu til mála sem fram koma eftir sinni sannfæringu.Sjá einnig:Hafa lagt fram tillögu um vantraust á dómsmálaráðherra „Núna liggja öll gögn málsins fyrir og eftir engu að bíða. Það er kominn tími til þess að það taki allir afstöðu til þess hvort þeir treysti dómsmálaráðherra eða ekki eftir allt sem á undan er gengið,“ segir Þórhildur Sunna í samtali við Vísi aðspurð hvers vegna vantrauststillagan sé lögð fram nú. Hún segir raunhæft að tillagan komist á dagskrá á í dag og segir að flokkarnir sem leggi tillöguna fram stefni á það að verði gert. Hefð er fyrir því að taka vantrauststillögur fyrir eins fljótt og verða má.En hvers vegna er lagt fram vantraust á dómsmálaráðherra en ekki ríkisstjórnina? „„Því það er ráðherra sem nýtur ekki trausts. Það er hún sem gerðist brotleg við stjórnsýslulög, það er hún sem hefur verið dæmd tvívegis í Hæstarétti og hefur ekki sýnt eina einustu viðleitni til að bæta þar úr eða taka ábyrgð þar á. Þar með hefur hún gefið mjög skýr skilaboð um að hún muni ekkert láta þetta vera einu embættisathafnirnar þar sem að hún virðir að vettugi allar ráðleggingar og brýtur lög til þess að geta gert hlutina eftir eigin geðþótta. Þannig ráðherra er ekki treystandi. Ríkisstjórnin er alltaf líka að fara að verja sjálfa sig falli en hér erum við að athuga hvort að ríkisstjórnin og stjórnarliðar sætti sig virkilega við að hafa manneskju yfir málaflokkunum dómsmál, mannréttindamál, dómsmál sem virðir ekki grundvallarreglur réttarríkisins í sínum störfum,“ segir Þórhildur Sunna. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Gerir ekki athugun á ráðherra Umboðsmaður Alþingis skoðar stigagjöf við mat á umsækjendum um opinber störf og áhrif hennar á stjórnsýsluhætti. Hann telur dómstóla hafa svarað álitaefnum um embættisfærslur dómsmálaráðherra. 5. mars 2018 06:00 „Sýnir að það er ekki þessi tiltrú sem ætti jafnan að vera á dómsmálaráðherra“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir umræðuna um hugsanlega vantrauststillögu stjórnarandstöðuflokkanna á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sýna alvarleika Landsréttarmálsins. 5. mars 2018 21:21 Hafa lagt fram tillögu um vantraust á dómsmálaráðherra Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram tillögu um vantraust á Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra, vegna Landsréttarmálsins. 6. mars 2018 08:26 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að það gæti alveg verið að einhverjir stjórnarliðar muni styðja vantrauststillögu sem Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram gegn Sigríði Andersen. Ef allir þingmenn stjórnarandstöðunnar styðja tillöguna þarf fjóra stjórnarþingmenn til viðbótar svo tillagan verði samþykkt. Tveir þingmenn Vinstri grænna, þau Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, studdu ekki stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þegar hann var lagður fyrir flokksráðsfund VG í nóvember. Í samtali við Vísi daginn eftir kvaðst Rósa Björk áskilja sér rétt til að taka afstöðu til mála sem fram koma eftir sinni sannfæringu.Sjá einnig:Hafa lagt fram tillögu um vantraust á dómsmálaráðherra „Núna liggja öll gögn málsins fyrir og eftir engu að bíða. Það er kominn tími til þess að það taki allir afstöðu til þess hvort þeir treysti dómsmálaráðherra eða ekki eftir allt sem á undan er gengið,“ segir Þórhildur Sunna í samtali við Vísi aðspurð hvers vegna vantrauststillagan sé lögð fram nú. Hún segir raunhæft að tillagan komist á dagskrá á í dag og segir að flokkarnir sem leggi tillöguna fram stefni á það að verði gert. Hefð er fyrir því að taka vantrauststillögur fyrir eins fljótt og verða má.En hvers vegna er lagt fram vantraust á dómsmálaráðherra en ekki ríkisstjórnina? „„Því það er ráðherra sem nýtur ekki trausts. Það er hún sem gerðist brotleg við stjórnsýslulög, það er hún sem hefur verið dæmd tvívegis í Hæstarétti og hefur ekki sýnt eina einustu viðleitni til að bæta þar úr eða taka ábyrgð þar á. Þar með hefur hún gefið mjög skýr skilaboð um að hún muni ekkert láta þetta vera einu embættisathafnirnar þar sem að hún virðir að vettugi allar ráðleggingar og brýtur lög til þess að geta gert hlutina eftir eigin geðþótta. Þannig ráðherra er ekki treystandi. Ríkisstjórnin er alltaf líka að fara að verja sjálfa sig falli en hér erum við að athuga hvort að ríkisstjórnin og stjórnarliðar sætti sig virkilega við að hafa manneskju yfir málaflokkunum dómsmál, mannréttindamál, dómsmál sem virðir ekki grundvallarreglur réttarríkisins í sínum störfum,“ segir Þórhildur Sunna.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Gerir ekki athugun á ráðherra Umboðsmaður Alþingis skoðar stigagjöf við mat á umsækjendum um opinber störf og áhrif hennar á stjórnsýsluhætti. Hann telur dómstóla hafa svarað álitaefnum um embættisfærslur dómsmálaráðherra. 5. mars 2018 06:00 „Sýnir að það er ekki þessi tiltrú sem ætti jafnan að vera á dómsmálaráðherra“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir umræðuna um hugsanlega vantrauststillögu stjórnarandstöðuflokkanna á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sýna alvarleika Landsréttarmálsins. 5. mars 2018 21:21 Hafa lagt fram tillögu um vantraust á dómsmálaráðherra Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram tillögu um vantraust á Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra, vegna Landsréttarmálsins. 6. mars 2018 08:26 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira
Gerir ekki athugun á ráðherra Umboðsmaður Alþingis skoðar stigagjöf við mat á umsækjendum um opinber störf og áhrif hennar á stjórnsýsluhætti. Hann telur dómstóla hafa svarað álitaefnum um embættisfærslur dómsmálaráðherra. 5. mars 2018 06:00
„Sýnir að það er ekki þessi tiltrú sem ætti jafnan að vera á dómsmálaráðherra“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir umræðuna um hugsanlega vantrauststillögu stjórnarandstöðuflokkanna á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sýna alvarleika Landsréttarmálsins. 5. mars 2018 21:21
Hafa lagt fram tillögu um vantraust á dómsmálaráðherra Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram tillögu um vantraust á Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra, vegna Landsréttarmálsins. 6. mars 2018 08:26