Stjakaði við formanni FÍL eftir kjaraviðræður Ólöf Skaftadóttir og Sigurður Mikael Jónsson skrifa 6. mars 2018 07:00 Birna Hafstein, formaður FÍL, ætlaði að faðma leikhússtjórann eftir að kjaraviðræður voru leiddar til lykta, en Ari brást ókvæða við. Vísir/ernir Birna Hafstein, formaður Félags íslenskra leikara (FÍL), lýsti stirðum samskiptum á milli sín og Ara Matthíassonar, leikhússtjóra Þjóðleikhússins, á fundi með fimmtán til tuttugu félagsmönnum sem í hlut áttu í kjölfar undirritunar nýs kjarasamnings við leikara Þjóðleikhússins í febrúar. Eftir nokkuð harðar samningaviðræður um kaup og kjör leikaranna hafi samningur loks verið undirritaður. Stirt hafi verið milli Birnu og Ara á meðan á viðræðum stóð. Þegar Birna ætlaði að faðma Ara inni á skrifstofu hans í leikhúsinu, eftir að viðræðum var lokið og samningur í höfn, hafi Þjóðleikhússtjórinn þess í stað stjakað við henni í vitna viðurvist og hún hrasað í kjölfarið. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Ari neitaði því ekki að atvikið hefði átti sér stað, þegar leitað var eftir viðbrögðum hans. „Við Birna tókumst á í þessum samningi, við tókumst í hendur við undirritun samningsins. Þó við höfum ekki faðmast við undirritunina þá höfum við faðmast síðan og ég lít á Birnu sem öflugan og kröftugan formann síns stéttarfélags sem hefur náð mikilli kjarabót fyrir leikara og er þess vegna góður formaður og samskipti mín við hana eru góð og verða vonandi áfram góð, hér eftir sem hingað til,“ útskýrði Ari í samtali við Fréttablaðið, en vildi ekki tjá sig frekar um málið. Formleg kvörtun vegna atviksins hefur ekki borist mennta- og menningarmálaráðuneytinu, sem fer með málefni Þjóðleikhússins, né Þjóðleikhúsráði, sem fer þó aðallega með rekstrartengd málefni leikhússins. Hins vegar höfðu meðlimir Þjóðleikhúsráðs heyrt af málinu þegar það var borið undir þá og það verið rætt óformlega þeirra á milli. Ekki náðist í Birnu Hafstein við vinnslu fréttarinnar. Ari, sem hefur mikla reynslu af leikhússtörfum, tók við stöðu framkvæmdastjóra Þjóðleikhússins árið 2010 og starfaði þá við hlið Tinnu Gunnlaugsdóttur, sem gegndi embætti þjóðleikhússtjóra. Hann var síðan skipaður þjóðleikhússtjóri til fimm ára, líkt og venjan er, þann 1. janúar 2015. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Menning Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Birna Hafstein, formaður Félags íslenskra leikara (FÍL), lýsti stirðum samskiptum á milli sín og Ara Matthíassonar, leikhússtjóra Þjóðleikhússins, á fundi með fimmtán til tuttugu félagsmönnum sem í hlut áttu í kjölfar undirritunar nýs kjarasamnings við leikara Þjóðleikhússins í febrúar. Eftir nokkuð harðar samningaviðræður um kaup og kjör leikaranna hafi samningur loks verið undirritaður. Stirt hafi verið milli Birnu og Ara á meðan á viðræðum stóð. Þegar Birna ætlaði að faðma Ara inni á skrifstofu hans í leikhúsinu, eftir að viðræðum var lokið og samningur í höfn, hafi Þjóðleikhússtjórinn þess í stað stjakað við henni í vitna viðurvist og hún hrasað í kjölfarið. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Ari neitaði því ekki að atvikið hefði átti sér stað, þegar leitað var eftir viðbrögðum hans. „Við Birna tókumst á í þessum samningi, við tókumst í hendur við undirritun samningsins. Þó við höfum ekki faðmast við undirritunina þá höfum við faðmast síðan og ég lít á Birnu sem öflugan og kröftugan formann síns stéttarfélags sem hefur náð mikilli kjarabót fyrir leikara og er þess vegna góður formaður og samskipti mín við hana eru góð og verða vonandi áfram góð, hér eftir sem hingað til,“ útskýrði Ari í samtali við Fréttablaðið, en vildi ekki tjá sig frekar um málið. Formleg kvörtun vegna atviksins hefur ekki borist mennta- og menningarmálaráðuneytinu, sem fer með málefni Þjóðleikhússins, né Þjóðleikhúsráði, sem fer þó aðallega með rekstrartengd málefni leikhússins. Hins vegar höfðu meðlimir Þjóðleikhúsráðs heyrt af málinu þegar það var borið undir þá og það verið rætt óformlega þeirra á milli. Ekki náðist í Birnu Hafstein við vinnslu fréttarinnar. Ari, sem hefur mikla reynslu af leikhússtörfum, tók við stöðu framkvæmdastjóra Þjóðleikhússins árið 2010 og starfaði þá við hlið Tinnu Gunnlaugsdóttur, sem gegndi embætti þjóðleikhússtjóra. Hann var síðan skipaður þjóðleikhússtjóri til fimm ára, líkt og venjan er, þann 1. janúar 2015.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Menning Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira