Lag sem var bara „væb“ Stefán Þór Hjartarson skrifar 6. mars 2018 08:00 Lagið Önnur tilfinning er fyrsti síngúll af komandi mixteipi með Rari Boys og hellingur í burðarliðnum. Vísir/eyþór Rari Boys hópurinn gaf út lagið Önnur tilfinning með stórglæsilegu tónlistarmyndbandi í gær. Rari Boys vilja ekki kalla sig hljómsveit og segjast heldur vera hópur tónlistarmanna með svipaðar hugmyndir sem vinna undir sama hatti. „Rari Boys eru ég – Ísleifur Eldur [IZLEIFUR], Andri Gunnarsson eða HLANDRI – við tveir erum svona að pródúsera alla heildina. Svo eru það Gabríel – Icy G og Funi sem rappar í Önnur tilfinning, en hann kallar sig Bleachekid. Loks eru það Máni og Dagur,“ segir hinn nítján ára Ísleifur Eldur Illugason, eða IZLEIFUR eins og hann kallar sig, en hann er að snúa tökkum fyrir Rari Boys. Hópurinn stefnir á að senda frá sér mixteip núna bráðlega og Önnur tilfinning er fyrsti „singúll“ þess. „Þetta hefur verið svona ár í mótun, en síðan í september varð þetta svona alvöru. Við spiluðum tvisvar sinnum á síðasta Airwaves á Hressó, sem var eiginlega fyrsta alvöru spilamennskan og var auðvitað alveg geðveikt.“ Myndbandið við lagið hefur vakið sérstaklega mikla athygli en það er í litríkum teiknimyndastíl og er leikstýrt af Ágústi Elí, en hann hefur komið nálægt ansi mörgum íslenskum tónlistarmyndböndum sem hafa vakið athygli eins og I’d Love með Auði, Fullir vasar og Enginn mórall með Aroni Can auk þess að sjá reglulega um myndefni á tónleikum hjá Herra Hnetusmjöri og fleirum. „Þetta gerðist bara, þetta lag var bara væb. Lagið sjálft er gamalt en Ágúst Elí heyrði það svo bara á Soundcloud og vildi gera myndband við það því að honum fannst það svo gott. Myndbandið er bara einhver stemming sem er lýsandi fyrir textann – bara væb.“Ísleifur hefur verið að leika sér heima hjá við að gera takta í „hálfgerðu flippi“ eins og hann orðar það, en það hafi bara verið svo gaman að hann hafi ákveðið að fara lengra með það. Hann á tónlistarhæfileikana ekki langt að sækja en hann er bróðir Gísla Galdurs Þorgeirssonar tónlistarmanns. „Eftir að ég byrjaði að gera tónlist hefur hann hjálpað mér – gefið álit á hinu og þessu og er alltaf til í að hjálpa mér. Svo er það líka bara tilfinningin – það er eins og ég hafi þetta í blóðinu, hafi einhverja tilfinningu fyrir þessu.“ Rari Boys mixteipið er eins og áður segir á leiðinni og mun innihalda einhver sjö til átta lög sem er verið að fínpússa um þessar mundir og stefnan að senda það út á tónlistarveitur sem fyrst. Aðspurður um hvort einhver fleiri tónlistarmyndbönd séu í burðarliðnum segist hann ekki vera alveg viss en það geti vel verið. „Við erum bara með puttann á púlsinum og til í að fara af stað ef eitthvað gerist. Við reyndum fyrst að plana allt rosalega mikið en það gengur eiginlega ekki og þá sérstaklega ekki með svona stóran hóp.“ Ísleifur segist hafa fengið nokkur skilaboð með beiðnum um að spila á tónleikum síðan lagið hafi farið í loftið, því sé töluverð spilamennska fram undan hjá Rari Boys og ætlunin sé raunar að spila eins mikið og hægt er. Það er því óhætt að fullyrða að við munum sjá meira af þessum ungu piltum á næstunni. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Rari Boys hópurinn gaf út lagið Önnur tilfinning með stórglæsilegu tónlistarmyndbandi í gær. Rari Boys vilja ekki kalla sig hljómsveit og segjast heldur vera hópur tónlistarmanna með svipaðar hugmyndir sem vinna undir sama hatti. „Rari Boys eru ég – Ísleifur Eldur [IZLEIFUR], Andri Gunnarsson eða HLANDRI – við tveir erum svona að pródúsera alla heildina. Svo eru það Gabríel – Icy G og Funi sem rappar í Önnur tilfinning, en hann kallar sig Bleachekid. Loks eru það Máni og Dagur,“ segir hinn nítján ára Ísleifur Eldur Illugason, eða IZLEIFUR eins og hann kallar sig, en hann er að snúa tökkum fyrir Rari Boys. Hópurinn stefnir á að senda frá sér mixteip núna bráðlega og Önnur tilfinning er fyrsti „singúll“ þess. „Þetta hefur verið svona ár í mótun, en síðan í september varð þetta svona alvöru. Við spiluðum tvisvar sinnum á síðasta Airwaves á Hressó, sem var eiginlega fyrsta alvöru spilamennskan og var auðvitað alveg geðveikt.“ Myndbandið við lagið hefur vakið sérstaklega mikla athygli en það er í litríkum teiknimyndastíl og er leikstýrt af Ágústi Elí, en hann hefur komið nálægt ansi mörgum íslenskum tónlistarmyndböndum sem hafa vakið athygli eins og I’d Love með Auði, Fullir vasar og Enginn mórall með Aroni Can auk þess að sjá reglulega um myndefni á tónleikum hjá Herra Hnetusmjöri og fleirum. „Þetta gerðist bara, þetta lag var bara væb. Lagið sjálft er gamalt en Ágúst Elí heyrði það svo bara á Soundcloud og vildi gera myndband við það því að honum fannst það svo gott. Myndbandið er bara einhver stemming sem er lýsandi fyrir textann – bara væb.“Ísleifur hefur verið að leika sér heima hjá við að gera takta í „hálfgerðu flippi“ eins og hann orðar það, en það hafi bara verið svo gaman að hann hafi ákveðið að fara lengra með það. Hann á tónlistarhæfileikana ekki langt að sækja en hann er bróðir Gísla Galdurs Þorgeirssonar tónlistarmanns. „Eftir að ég byrjaði að gera tónlist hefur hann hjálpað mér – gefið álit á hinu og þessu og er alltaf til í að hjálpa mér. Svo er það líka bara tilfinningin – það er eins og ég hafi þetta í blóðinu, hafi einhverja tilfinningu fyrir þessu.“ Rari Boys mixteipið er eins og áður segir á leiðinni og mun innihalda einhver sjö til átta lög sem er verið að fínpússa um þessar mundir og stefnan að senda það út á tónlistarveitur sem fyrst. Aðspurður um hvort einhver fleiri tónlistarmyndbönd séu í burðarliðnum segist hann ekki vera alveg viss en það geti vel verið. „Við erum bara með puttann á púlsinum og til í að fara af stað ef eitthvað gerist. Við reyndum fyrst að plana allt rosalega mikið en það gengur eiginlega ekki og þá sérstaklega ekki með svona stóran hóp.“ Ísleifur segist hafa fengið nokkur skilaboð með beiðnum um að spila á tónleikum síðan lagið hafi farið í loftið, því sé töluverð spilamennska fram undan hjá Rari Boys og ætlunin sé raunar að spila eins mikið og hægt er. Það er því óhætt að fullyrða að við munum sjá meira af þessum ungu piltum á næstunni.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira