Ekkert fundað hjá starfshópi í nærri ár Jóhann Óli Eiðsson skrifar 5. mars 2018 07:30 SA og SÍS telja að frumvarpið geti kæft allar stærri framkvæmdir í fæðingu. Vísir/vilhelm Starfshópur umhverfis- og auðlindaráðherra um endurskoðun á lögum um mat á umhverfisáhrifum fundaði aldrei frá marsmánuði 2017 til febrúar 2018. Hópurinn var skipaður í apríl 2016 og átti að skila af sér frumvarpi haustið 2016 og átti heildarendurskoðun á lögunum að vera lokið í árslok 2016. Drög að frumvarpinu voru lögð fram í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar í lok síðustu viku. Starfshópurinn var skipaður fulltrúum frá SA, SÍS og tveimur fulltrúum Skipulagsstofnunar. Þá var þar þáverandi framkvæmdastjóri Landverndar og núverandi umhverfisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson. Formaður ráðsins var úr ráðuneytinu. Hópurinn lauk störfum í ágreiningi og skiluðu fulltrúar SA og SÍS séráliti við breytingarnar. „Ef vilji hefði verið fyrir af hálfu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins hefði mátt nýta þann tíma sem liðinn er mun betur, þannig að fyrir lægi heildstætt frumvarp um heildarendurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum. Þess í stað hyggst ráðherra leggja fram tvö frumvörp um breytingar á lögunum sem bæði fela í sér íþyngjandi breytingar fyrir framkvæmdaraðila og leyfisveitendur,“ segir í séráliti þeirra. Í frumvörpunum tveimur, sem varða breytingar á lögum um umhverfismat og breytingar á skipulagslögum, eru meðal annars lagðar til breyttar hæfniskröfur við umhverfismat og yfirferð þess.Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra Vísir/AntonNýtt ákvæði um undanþágu frá mati kæmi inn í lögin og ítarlegri ákvæði um ákvörðun um matsskyldu framkvæmdar. Þá er þar ákvæði um að birting upplýsinga og ákvarðana skuli vera rafræn. SA og SÍS óskuðu eftir því að sérálit þeirra myndi fylgja frumvarpsdrögunum í gáttinni en ekki var orðið við því. Því var álitið sent sérstaklega inn sem umsögn við tillögurnar. Kemur þar fram að þau hafi lagt sérstaka áherslu á að athugasemdir og ábendingar vegna hugsanlegra umhverfisáhrifa liggi fyrir eins snemma í ferlinu og unnt er, að ekki verði aukið á óvissu og að framkvæmdaraðilar og fjárfestar viti nokkurn veginn að hverju þeir ganga og hve langan tíma ferlið taki. „Ekkert af þessu náðist fram á þessu stigi endurskoðunar laganna. Mikilvægt er að skýr áætlun liggi fyrir sem fyrst um að ljúka heildarendurskoðun laganna,“ segir í umsögninni. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir því að framkvæmdaleyfi muni gilda í þrjú ár í stað tíu áður. SA og SÍS telja það óheppilegt og til þess fallið að tefja mjög fyrir framkvæmdum öllum. „Það er auðvelt að sjá fyrir sér að einstakar framkvæmdir festist í endalausu kæruferli,“ segir í umsögninni. „Áhrifin verða fyrst og fremst á umfangsmiklar framkvæmdir til dæmis samgönguframkvæmdir, iðjuver, virkjanir, rannsóknarboranir, fiskeldi og einstaka framkvæmdir í ferðaþjónustu. Færa má rök fyrir því að áform ráðuneytisins geti sett allar umfangsmiklar framkvæmdir í uppnám.“ Hægt er að gera athugasemdir við drögin í samráðsgáttinni til 9. mars. Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Fleiri fréttir Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík Sjá meira
Starfshópur umhverfis- og auðlindaráðherra um endurskoðun á lögum um mat á umhverfisáhrifum fundaði aldrei frá marsmánuði 2017 til febrúar 2018. Hópurinn var skipaður í apríl 2016 og átti að skila af sér frumvarpi haustið 2016 og átti heildarendurskoðun á lögunum að vera lokið í árslok 2016. Drög að frumvarpinu voru lögð fram í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar í lok síðustu viku. Starfshópurinn var skipaður fulltrúum frá SA, SÍS og tveimur fulltrúum Skipulagsstofnunar. Þá var þar þáverandi framkvæmdastjóri Landverndar og núverandi umhverfisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson. Formaður ráðsins var úr ráðuneytinu. Hópurinn lauk störfum í ágreiningi og skiluðu fulltrúar SA og SÍS séráliti við breytingarnar. „Ef vilji hefði verið fyrir af hálfu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins hefði mátt nýta þann tíma sem liðinn er mun betur, þannig að fyrir lægi heildstætt frumvarp um heildarendurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum. Þess í stað hyggst ráðherra leggja fram tvö frumvörp um breytingar á lögunum sem bæði fela í sér íþyngjandi breytingar fyrir framkvæmdaraðila og leyfisveitendur,“ segir í séráliti þeirra. Í frumvörpunum tveimur, sem varða breytingar á lögum um umhverfismat og breytingar á skipulagslögum, eru meðal annars lagðar til breyttar hæfniskröfur við umhverfismat og yfirferð þess.Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra Vísir/AntonNýtt ákvæði um undanþágu frá mati kæmi inn í lögin og ítarlegri ákvæði um ákvörðun um matsskyldu framkvæmdar. Þá er þar ákvæði um að birting upplýsinga og ákvarðana skuli vera rafræn. SA og SÍS óskuðu eftir því að sérálit þeirra myndi fylgja frumvarpsdrögunum í gáttinni en ekki var orðið við því. Því var álitið sent sérstaklega inn sem umsögn við tillögurnar. Kemur þar fram að þau hafi lagt sérstaka áherslu á að athugasemdir og ábendingar vegna hugsanlegra umhverfisáhrifa liggi fyrir eins snemma í ferlinu og unnt er, að ekki verði aukið á óvissu og að framkvæmdaraðilar og fjárfestar viti nokkurn veginn að hverju þeir ganga og hve langan tíma ferlið taki. „Ekkert af þessu náðist fram á þessu stigi endurskoðunar laganna. Mikilvægt er að skýr áætlun liggi fyrir sem fyrst um að ljúka heildarendurskoðun laganna,“ segir í umsögninni. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir því að framkvæmdaleyfi muni gilda í þrjú ár í stað tíu áður. SA og SÍS telja það óheppilegt og til þess fallið að tefja mjög fyrir framkvæmdum öllum. „Það er auðvelt að sjá fyrir sér að einstakar framkvæmdir festist í endalausu kæruferli,“ segir í umsögninni. „Áhrifin verða fyrst og fremst á umfangsmiklar framkvæmdir til dæmis samgönguframkvæmdir, iðjuver, virkjanir, rannsóknarboranir, fiskeldi og einstaka framkvæmdir í ferðaþjónustu. Færa má rök fyrir því að áform ráðuneytisins geti sett allar umfangsmiklar framkvæmdir í uppnám.“ Hægt er að gera athugasemdir við drögin í samráðsgáttinni til 9. mars.
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Fleiri fréttir Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík Sjá meira