„Nokkrir strákar stunduðu það að elta mig heim og berja mig“ Magnús Hlynur Hreiðarsson og Þórdís Valsdóttir skrifa 4. mars 2018 17:29 Salka Sól gerir töluvert af því að heimsækja grunnskóla og framhaldsskóla landsins til að tala um einelti. Vísir/Ernir Söngkonan Salka Sól lenti í alvarlegu einelti, fyrst níu ára gömul og alveg þar til hún hætti í grunnskóla þrettán ára gömul. Hún lýsti eineltinu á Kátum dögum nemenda Fjölbrautarskóla Suðurlands á Selfossi í vikunni en hún gerir töluvert af því að heimsækja grunnskóla og framhaldsskóla landsins til að tala um einelti. „Það byrjaði sem andlegt og byrjaði bara sem lítill kjarni en svo bættist alltaf í kjarnann. Svo urðu það eldri strákar líka, eldri bekkir. Þegar ég var tólf ára var fyrst kveikt í skólatöskunni minni og svo ráðist á mig. Þá voru þetta nokkrir strákar sem stunduðu það að elta mig heim úr skólanum og berja mig,“ sagði Salka Sól á Kátum dögum. Salka Sól segir að sitt einelti hafi bæði verið andlegt og líkamlegt sem tók mörg ár að vinna úr. „Í stað þess að rifja alltaf endalaust upp hvernig, hvað gerðist og hvað var, þá vil ég frekar einblína á hvernig við lærum að vera heild, hvernig við umberum einstaklinga og hvernig við vinnum úr því, úr áföllum og hvernig er hægt að komast upp úr því. Mér finnst ég vera lifandi dæmi um það að það sé hægt að komast upp úr því af því að mér líður vel í dag og er á góðum stað.“ Hún segst vera búin að fyrirgefa eineltið og vinna vel úr sínum málum með hjálp fjölskyldu, vina og fagaðila. „Þetta er bara samfélagsmein sem er alltaf til staðar, bæði á grunnskólum og á vinnustöðum, en ég vona að umræðan geti hjálpað til við að útrýma því og það þurfa allir að horfa inn á við,“ segir söngkonan Salka Sól. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Söngkonan Salka Sól lenti í alvarlegu einelti, fyrst níu ára gömul og alveg þar til hún hætti í grunnskóla þrettán ára gömul. Hún lýsti eineltinu á Kátum dögum nemenda Fjölbrautarskóla Suðurlands á Selfossi í vikunni en hún gerir töluvert af því að heimsækja grunnskóla og framhaldsskóla landsins til að tala um einelti. „Það byrjaði sem andlegt og byrjaði bara sem lítill kjarni en svo bættist alltaf í kjarnann. Svo urðu það eldri strákar líka, eldri bekkir. Þegar ég var tólf ára var fyrst kveikt í skólatöskunni minni og svo ráðist á mig. Þá voru þetta nokkrir strákar sem stunduðu það að elta mig heim úr skólanum og berja mig,“ sagði Salka Sól á Kátum dögum. Salka Sól segir að sitt einelti hafi bæði verið andlegt og líkamlegt sem tók mörg ár að vinna úr. „Í stað þess að rifja alltaf endalaust upp hvernig, hvað gerðist og hvað var, þá vil ég frekar einblína á hvernig við lærum að vera heild, hvernig við umberum einstaklinga og hvernig við vinnum úr því, úr áföllum og hvernig er hægt að komast upp úr því. Mér finnst ég vera lifandi dæmi um það að það sé hægt að komast upp úr því af því að mér líður vel í dag og er á góðum stað.“ Hún segst vera búin að fyrirgefa eineltið og vinna vel úr sínum málum með hjálp fjölskyldu, vina og fagaðila. „Þetta er bara samfélagsmein sem er alltaf til staðar, bæði á grunnskólum og á vinnustöðum, en ég vona að umræðan geti hjálpað til við að útrýma því og það þurfa allir að horfa inn á við,“ segir söngkonan Salka Sól.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira