Íslenska landsliðið í fótbolta mætir Perú í vináttuleik á Red Bull leikvangnum í Bandaríkjunum þann 27.mars næstkomandi.
Perúmenn hafa tilkynnt 25 manna leikmannahóp fyrir leikinn gegn Íslandi en Perú mun einnig leika gegn Króatíu þann 23.mars. Perú er, líkt og strákarnir okkar, að undirbúa sig fyrir HM í Rússlandi í sumar þar sem liðið mun mæta Frakklandi, Danmörku og Ástralíu í C-riðli.
Ekki er mikið um þekkt nöfn í evrópskum fótbolta í liði Perú en þar er þó einn leikmaður sem spilar í ensku úrvalsdeildinni, sóknarmaðurinn Andre Carrillo sem leikur fyrir Watford. Þekktasta nafnið í hópnum er líklega reynsluboltinn Jefferson Farfan en hann er jafnframt leikjahæsti maðurinn í hópnum.
Leikmannahópur Perú fyrir leiki gegn Króatíu og Íslandi
Markverðir
José Carvallo, UTC (Perú) - 5 landsleikir
Carlos Cáceda, Deportivo Municipal (Perú) - 4 landsleikir
Alejandro Duarte, San Martín (Perú) - 0 landsleikir
Varnarmenn
Alberto Rodríguez, Junior (Kólumbíu) - 72 landsleikir
Christian Ramos, Veracruz (Mexíkó) - 63 landsleikir
Luis Advíncula, BUAP (Mexíkó) - 62 landsleikir
Aldo Corzo, Universitario de Deportes (Perú) - 23 landsleikir
Miguel Trauco, Flamengo (Brasilíu) - 22 landsleikir
Miguel Araujo, Alianza Lima (Perú) - 6 landsleikir
Luis Abram, Vélez Sarsfield (Argentínu) - 4 landsleikir
Nolson Loyola, Melgar (Mexíkó) - 3 landsleikir
Anderson Santamaría, Puebla (Mexíkó) - 2 landsleikir
Miðjumenn
Yoshimar Yotún, Orlando City (Bandaríkjunum) - 70 landsleikir
Christian Cueva, Sao Paulo (Brasilíu) - 41 landsleikur
Paolo Hurdado, Vitoria Guimaraes (Portúgal) - 29 landsleikir
Renato Tapia, Feyenoord (Hollandi) - 28 landsleikir
Edison Flores, AaB (Danmörku) - 25 landsleikir
Andy Polo, Portland Timbers (Bandaríkjunum) - 15 landsleikir
Pedro Aquino, BUAP (Mexíkó) - 10 landsleikir
Sergio Pena, Granada (Spáni) - 3 landsleikir
Cristian Benavente, Charleroi (Belgíu) - 3 landsleikir
Roberto Siucho, Universitario de Deportes (Perú) - 0 landsleikir
Sóknarmenn
André Carrillo, Watford (Englandi) - 41 landsleikur
Jefferson Farfán, Lokomotiv Moskva (Rússlandi) - 79 landsleikir
Raúl Ruidíaz, Morelia (Mexíkó) - 27 landsleikir
Beto da Silva, Argentinos Juniors (Argentínu) - 5 landsleikir
