Segir ekki hægt að skýla sér bak við þekkingarleysi á vopnum Hersir Aron Ólafsson skrifar 3. mars 2018 19:00 Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG: vísir/stefán Þingmaður Vinstri grænna segir ekki hægt að skýla sér bak við þekkingarleysi þegar kemur að vopnaflutningum með heimild íslenskra yfirvalda. Yfirvöld þurfi að kanna til hlítar hvers eðlis slíkir flutningar séu hverju sinni. Í samtali við fjölmiðla í gær sagði Þórólfur Árnason forstjóri Samgöngustofu að engin vopn hefðu verið flutt til skilgreindra átakasvæða með heimild stofnunarinnar. Hins vegar hefur verið bent á að vopn sem flutt eru til Sádi Arabíu, líkt og Air Atlanta hefur gert með heimild stofnunarinnar, séu gjarnan flutt þaðan á átakasvæði í Sýrlandi og Jemen. Í samtali við hádegisfréttir Bylgjunnar sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG og fyrsti varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis, ekki duga að skoða einfaldlega hver fyrsti áfangastaður vopnanna sé. Skoða þurfi í þaula hvort hætta sé á að þau berist áfram á stríðssvæði. „Ef það leikur einhver grunur á því að um sé að ræða flutninga til þeirra svæða þá ber ríkinu að stöðva leyfisveitingar á vopnaflutninga til þeirra ríkja sem halda svo áfram með vopn inn á þau svæði,“ segir Rósa Björk.Ódýrt að skýla sér bak við skort á sérþekkingu Í samtali við fréttastofu í gær kvaðst Þórólfur hvorki geta játað né neitað að einhver þeirra vopna sem flutt hafi verið með heimild íslenskra yfirvalda séu þess eðlis að fari gegn skuldbindingum ríkisins. Samgöngustofa búi ekki yfir vopnasérfræðingum sem geti grandskoðað slíkt. Rósa Björk segir slíkar skýringar duga skammt. „Ef það er okkar afsökun fyrir því að fylgja ekki alþjóðasáttmálum og samningum þá held ég að það sé bara betra að samþykkja ekki leyfisbeiðnir um vopnaflutninga til svæða sem gætu brotið í bága við þessar ályktanir og alþjóðasamninga." Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Þingmaður Vinstri grænna segir ekki hægt að skýla sér bak við þekkingarleysi þegar kemur að vopnaflutningum með heimild íslenskra yfirvalda. Yfirvöld þurfi að kanna til hlítar hvers eðlis slíkir flutningar séu hverju sinni. Í samtali við fjölmiðla í gær sagði Þórólfur Árnason forstjóri Samgöngustofu að engin vopn hefðu verið flutt til skilgreindra átakasvæða með heimild stofnunarinnar. Hins vegar hefur verið bent á að vopn sem flutt eru til Sádi Arabíu, líkt og Air Atlanta hefur gert með heimild stofnunarinnar, séu gjarnan flutt þaðan á átakasvæði í Sýrlandi og Jemen. Í samtali við hádegisfréttir Bylgjunnar sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG og fyrsti varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis, ekki duga að skoða einfaldlega hver fyrsti áfangastaður vopnanna sé. Skoða þurfi í þaula hvort hætta sé á að þau berist áfram á stríðssvæði. „Ef það leikur einhver grunur á því að um sé að ræða flutninga til þeirra svæða þá ber ríkinu að stöðva leyfisveitingar á vopnaflutninga til þeirra ríkja sem halda svo áfram með vopn inn á þau svæði,“ segir Rósa Björk.Ódýrt að skýla sér bak við skort á sérþekkingu Í samtali við fréttastofu í gær kvaðst Þórólfur hvorki geta játað né neitað að einhver þeirra vopna sem flutt hafi verið með heimild íslenskra yfirvalda séu þess eðlis að fari gegn skuldbindingum ríkisins. Samgöngustofa búi ekki yfir vopnasérfræðingum sem geti grandskoðað slíkt. Rósa Björk segir slíkar skýringar duga skammt. „Ef það er okkar afsökun fyrir því að fylgja ekki alþjóðasáttmálum og samningum þá held ég að það sé bara betra að samþykkja ekki leyfisbeiðnir um vopnaflutninga til svæða sem gætu brotið í bága við þessar ályktanir og alþjóðasamninga."
Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira