Almennur stuðningur við umskurðarfrumvarpið á þingi Heimir Már Pétursson skrifar 2. mars 2018 14:30 Aðeins einn þingmaður lýsti afgerandi andstöðu við frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur um bann við umskurði drengja í fyrstu umræðu um frumvarpið sem lauk á Alþingi í gær. Nái frumvarpið fram að ganga yrði það í fyrsta skipti í heiminum sem aðgerð sem þessi yrði bönnuð með lögum. Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en átta meðflutningsmenn koma úr Framsóknarflokki, Vinstri grænum, Flokki fólksins og Pírötum. Fjöldi þingmanna tók til máls í umræðunum í gær og voru þeir nánast allir sammála um að umskurður á drengjum fæli í sér brot á mannréttindum þeirra en bann við umskurði fæli ekki í sér brot gegn trúfrelsi. Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins lýsti einn þingmanna yfir afgerandi andstöðu við frumvarpið. „Frumvarpið hefur fengið töluverða athygli og er fordæmt víða erlendis frá. Ég er ekki fylgjandi þessu frumvarpi. Ég vil hiins vegar taka það fram að ég er ekki sérstakur talsmaður umskurðar. Ég er hins vegar á móti því að gera umskurð refsiverðan samkvæmt hegningarlögum,“ sagði Birgir í umræðunum í gær. Eins og þingmaðurinn kom inn á hefur frumvarpið vakið athygli bæði hér á landi og í útlöndum og hafa nokkur samtök gyðinga og múslima lýst andstöðu sinni við það. En samkvæmt frumvarpinu gæti það varðað allt að sex ára fangelsi að framkvæma umskurð á sveinbörnum en bann við umskurði á stúlkum og konum er nú þegar í íslenskum lögum. Fjölmargir hafa einnig lýst stuðningi sínum við frumvarpið, meðal annarra um fjögur hundruð îslenskir læknar. Silja Dögg segir ekki eðlilegt að sársaukafull og óafturkræf aðgerð sé gerð á börnum og ekki hafi tekist að sýna fram á að umskurður bæti almennt heilsufar drengja og karlmanna. „Líffræðilegar rannsóknir á forhúðinni hafa sýnt að þéttni taugaenda í forhúðinni er mun meiri en í sjálfu reðurhöfðinu. Þá hefur forhúðin hlutverki að gegna í ónæmiskerfinu,“ sagði Silja Dögg. Silja Dögg segir frumvarpið ekki beinast gegn trúarbrögðum enda eigi umskurður sér lengri sögu en þeirra sem getið sé í trúarritum gyðinga og þótt umskurður sé algengur meðal muslima sé aðgerðarinnar ekki getið í trúarritum þeirra. Vísaði þingmaðurinn til yfirlýsingar umboðsmanna barna á öllum Norðurlöndunum og leiðandi barnalækna, barna skurðlækna og barnahjúkrunarfræðinga frá árinu 2013. „Í yfirlýsingunni kemur fram að umskurður án læknisfræðilegrar ástæðu á einstaklingi sem ekki getur sjálfur gefið samþykki fyrir aðgerðinni brjóti í grundvallaratriðum gegn mannréttindum hans. Sérstaklega þar sem slík aðgerð er óafturkræf, sársaukafull og getur haft í för með sér alvarlegar aukaberkanir. Vísað er í 12. grein barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem öll Norðurlönd eru aðilar að og jafnframt til 24. greinarinnar sem fjallar um að vernda skuli börn gegn trúarlegum og hefðbundnum siðum sem skaðað geta heilsu þeirra,“ sagði Silja Dögg. Frumvarpinu var vísað til allsherjar- og menntamálanefndar að lokinni fyrstu umræðu. Verði það að lögum yrðu það fyrstu lögin af þessu tagi í heimnum. Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Á fimmta hundrað íslenskra lækna fagna umskurðarfrumvarpi Hafa margir neitað að taka þátt í verknaðinum samvisku sinnar vegna, við mismikinn skilning. 21. febrúar 2018 13:20 Heimsbyggðin mjög forvitin um umskurðarfrumvarp Silju Daggar Óhætt er að segja að umdeilt frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, hafi vakið heimsathygli. Frétt um frumvarpið er þriðja mest lesna frétt vefútgáfu breska ríkisútvarpsins, BBC. 19. febrúar 2018 15:07 Hrafn er umskorinn og hefur liðið sálarkvalir vegna þess Silja Dögg Gunnarsdóttir öðlast óvæntan bandamann við umskurðarfrumvarp sitt. 21. febrúar 2018 09:48 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Aðeins einn þingmaður lýsti afgerandi andstöðu við frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur um bann við umskurði drengja í fyrstu umræðu um frumvarpið sem lauk á Alþingi í gær. Nái frumvarpið fram að ganga yrði það í fyrsta skipti í heiminum sem aðgerð sem þessi yrði bönnuð með lögum. Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en átta meðflutningsmenn koma úr Framsóknarflokki, Vinstri grænum, Flokki fólksins og Pírötum. Fjöldi þingmanna tók til máls í umræðunum í gær og voru þeir nánast allir sammála um að umskurður á drengjum fæli í sér brot á mannréttindum þeirra en bann við umskurði fæli ekki í sér brot gegn trúfrelsi. Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins lýsti einn þingmanna yfir afgerandi andstöðu við frumvarpið. „Frumvarpið hefur fengið töluverða athygli og er fordæmt víða erlendis frá. Ég er ekki fylgjandi þessu frumvarpi. Ég vil hiins vegar taka það fram að ég er ekki sérstakur talsmaður umskurðar. Ég er hins vegar á móti því að gera umskurð refsiverðan samkvæmt hegningarlögum,“ sagði Birgir í umræðunum í gær. Eins og þingmaðurinn kom inn á hefur frumvarpið vakið athygli bæði hér á landi og í útlöndum og hafa nokkur samtök gyðinga og múslima lýst andstöðu sinni við það. En samkvæmt frumvarpinu gæti það varðað allt að sex ára fangelsi að framkvæma umskurð á sveinbörnum en bann við umskurði á stúlkum og konum er nú þegar í íslenskum lögum. Fjölmargir hafa einnig lýst stuðningi sínum við frumvarpið, meðal annarra um fjögur hundruð îslenskir læknar. Silja Dögg segir ekki eðlilegt að sársaukafull og óafturkræf aðgerð sé gerð á börnum og ekki hafi tekist að sýna fram á að umskurður bæti almennt heilsufar drengja og karlmanna. „Líffræðilegar rannsóknir á forhúðinni hafa sýnt að þéttni taugaenda í forhúðinni er mun meiri en í sjálfu reðurhöfðinu. Þá hefur forhúðin hlutverki að gegna í ónæmiskerfinu,“ sagði Silja Dögg. Silja Dögg segir frumvarpið ekki beinast gegn trúarbrögðum enda eigi umskurður sér lengri sögu en þeirra sem getið sé í trúarritum gyðinga og þótt umskurður sé algengur meðal muslima sé aðgerðarinnar ekki getið í trúarritum þeirra. Vísaði þingmaðurinn til yfirlýsingar umboðsmanna barna á öllum Norðurlöndunum og leiðandi barnalækna, barna skurðlækna og barnahjúkrunarfræðinga frá árinu 2013. „Í yfirlýsingunni kemur fram að umskurður án læknisfræðilegrar ástæðu á einstaklingi sem ekki getur sjálfur gefið samþykki fyrir aðgerðinni brjóti í grundvallaratriðum gegn mannréttindum hans. Sérstaklega þar sem slík aðgerð er óafturkræf, sársaukafull og getur haft í för með sér alvarlegar aukaberkanir. Vísað er í 12. grein barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem öll Norðurlönd eru aðilar að og jafnframt til 24. greinarinnar sem fjallar um að vernda skuli börn gegn trúarlegum og hefðbundnum siðum sem skaðað geta heilsu þeirra,“ sagði Silja Dögg. Frumvarpinu var vísað til allsherjar- og menntamálanefndar að lokinni fyrstu umræðu. Verði það að lögum yrðu það fyrstu lögin af þessu tagi í heimnum.
Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Á fimmta hundrað íslenskra lækna fagna umskurðarfrumvarpi Hafa margir neitað að taka þátt í verknaðinum samvisku sinnar vegna, við mismikinn skilning. 21. febrúar 2018 13:20 Heimsbyggðin mjög forvitin um umskurðarfrumvarp Silju Daggar Óhætt er að segja að umdeilt frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, hafi vakið heimsathygli. Frétt um frumvarpið er þriðja mest lesna frétt vefútgáfu breska ríkisútvarpsins, BBC. 19. febrúar 2018 15:07 Hrafn er umskorinn og hefur liðið sálarkvalir vegna þess Silja Dögg Gunnarsdóttir öðlast óvæntan bandamann við umskurðarfrumvarp sitt. 21. febrúar 2018 09:48 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Á fimmta hundrað íslenskra lækna fagna umskurðarfrumvarpi Hafa margir neitað að taka þátt í verknaðinum samvisku sinnar vegna, við mismikinn skilning. 21. febrúar 2018 13:20
Heimsbyggðin mjög forvitin um umskurðarfrumvarp Silju Daggar Óhætt er að segja að umdeilt frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, hafi vakið heimsathygli. Frétt um frumvarpið er þriðja mest lesna frétt vefútgáfu breska ríkisútvarpsins, BBC. 19. febrúar 2018 15:07
Hrafn er umskorinn og hefur liðið sálarkvalir vegna þess Silja Dögg Gunnarsdóttir öðlast óvæntan bandamann við umskurðarfrumvarp sitt. 21. febrúar 2018 09:48