Markaðsmisnotkunarmál Glitnis: Allir sakborningarnir sakfelldir Birgir Olgeirsson skrifar 2. mars 2018 11:30 Lárus Welding í Héraðsdómi Reykjavikur í janúar síðastliðnum. Vísir/Anton Brink Fimm fyrrverandi stjórnendur og starfsmenn Glitnis voru sakfelldir í markaðsmisnotkunarmáli í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra, er ekki gerð frekari refsing og Jóhannes Baldursson var dæmdur í tólf mánaða fangelsi. Aðrir hlutu skilorðsbundna dóma. Lárus var dæmdur til að greiða verjanda sínum 26 milljónir króna í málskostnað og Jóhannes var dæmdur til að greiða 11 milljónir króna í málsvarnarlaun. Aðrir sakborningar voru einnig dæmdir til að greiða verjendum sínum málsvarnarlaun en þær upphæðir voru lægri en hjá Lárusi og Jóhannes. Mennirnir fimm voru ákærðir í málinu fyrir að eiga óeðlileg viðskipti með hlutabréf í Glitni í Kauphöllinni sem átti að hafa verið líklegt til að gefa eftirspurn og verð hlutabréfanna ranglega og misvísandi til kynna. Mennirnir fimm sem voru ákærðir í málinu eru Lárus Welding sem var forstjóri Glitnis, Jóhannes Baldursson sem var framkvæmdastjóri markaðsviðskipta bankans og Valgarð Már Valgarðsson, Jónas Guðmundsson og Pétur Jónsson, sem voru starfsmenn eigin viðskipta Glitnis. Lárus Welding, forstjóri Glitnis, var sakfelldur vegna málsins í héraði í morgun en honum ekki gerð refsing þar sem hann hafði áður hlotið sex ára fangelsisvist í öðrum hrunmálum. Lárus hlaut eins árs fangelsisdóm í svokölluðu Aurum-máli og fimm ára dóm í Stím-málinu svokallaða. Jóhannes Baldursson, framkvæmdastjóri markaðsviðskipta bankans, var sakfelldur í málinu. Hann var dæmdur til tólf mánaða fangelsisvistar en fyrir hafði hann hlotið refsingu sem hljóðar upp á fimm ára fangelsisvist fyrir önnur brot tengd hrunmálum. Valgarð Már Valgarðsson, starfsmaður eigin viðskipta Glitnis, hlaut níu mánaða skilorðsbundinn dóm. Jónas Guðmundsson, starfsmaður eigin viðskipta Glitnis, var sakfelldur og hlaut tólf mánaða skilorðsbundinn dóm. Pétur Jónsson, starfsmaður eigin viðskipta Glitnis, var dæmdur til sex mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar. Í ákærunni voru fimmmenningarnir sakaðir um að hafa stundað markaðsmisnotkun, með hlutabréf í bankanum sjálfum, á tímabilinu 1. júní 2007 til og með september 2008, samtals 331 viðskiptadaga. Voru þeir sakaðir um að hafa sett fram tilboð og eiga viðskipti í viðskiptakerfi Kauphallarinnar sem tryggðu óeðlilegt verð, bjuggu til verð á hlutabréfunum og gáfu eða voru líkleg til að gefa eftirspurn og verð hlutabréfanna ranglega og misvísandi til kynna. Markaðsmisnotkun í Glitni Tengdar fréttir Lárusi ekki gerð frekari refsing Saksóknari sækist ekki eftir frekari refsingu yfir Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, í stóru markaðsmisnotkunarmáli. 1. febrúar 2018 12:00 Þorsteinn fór mikinn í dómsal: „Menn eru í keppni um að reyna að sakfella menn“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja og fyrrverandi stjórnarformaður Glitnis, segist ávallt hafa treyst Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra bankans, og að hann geri það enn. 22. janúar 2018 11:13 „Mætti segja að ég hafi ekki verið sérstaklega góður yfirmaður“ Magnús Pálmi Örnólfsson, fyrrverandi forstöðumaður eigin viðskipta Glitnis, segir að hann hafi aldrei grunað að hann væri að taka þátt í markaðsmisnotkun þegar félag í hans eigu fékk lán til að kaupa hluti í Glitni banka. 22. janúar 2018 12:32 „Umbjóðandi minn verður ekki sjálfkrafa sakfelldur vegna þess að hann var forstjóri“ Óttar Pálsson, verjandi Lárusar Welding, fer fram á að Lárus verði sýknaður af öllum ákæruliðum í markaðsmisnotkunarmáli og að allur sakarkostnaður verði greiddur úr ríkissjóði. 1. febrúar 2018 14:56 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Fimm fyrrverandi stjórnendur og starfsmenn Glitnis voru sakfelldir í markaðsmisnotkunarmáli í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra, er ekki gerð frekari refsing og Jóhannes Baldursson var dæmdur í tólf mánaða fangelsi. Aðrir hlutu skilorðsbundna dóma. Lárus var dæmdur til að greiða verjanda sínum 26 milljónir króna í málskostnað og Jóhannes var dæmdur til að greiða 11 milljónir króna í málsvarnarlaun. Aðrir sakborningar voru einnig dæmdir til að greiða verjendum sínum málsvarnarlaun en þær upphæðir voru lægri en hjá Lárusi og Jóhannes. Mennirnir fimm voru ákærðir í málinu fyrir að eiga óeðlileg viðskipti með hlutabréf í Glitni í Kauphöllinni sem átti að hafa verið líklegt til að gefa eftirspurn og verð hlutabréfanna ranglega og misvísandi til kynna. Mennirnir fimm sem voru ákærðir í málinu eru Lárus Welding sem var forstjóri Glitnis, Jóhannes Baldursson sem var framkvæmdastjóri markaðsviðskipta bankans og Valgarð Már Valgarðsson, Jónas Guðmundsson og Pétur Jónsson, sem voru starfsmenn eigin viðskipta Glitnis. Lárus Welding, forstjóri Glitnis, var sakfelldur vegna málsins í héraði í morgun en honum ekki gerð refsing þar sem hann hafði áður hlotið sex ára fangelsisvist í öðrum hrunmálum. Lárus hlaut eins árs fangelsisdóm í svokölluðu Aurum-máli og fimm ára dóm í Stím-málinu svokallaða. Jóhannes Baldursson, framkvæmdastjóri markaðsviðskipta bankans, var sakfelldur í málinu. Hann var dæmdur til tólf mánaða fangelsisvistar en fyrir hafði hann hlotið refsingu sem hljóðar upp á fimm ára fangelsisvist fyrir önnur brot tengd hrunmálum. Valgarð Már Valgarðsson, starfsmaður eigin viðskipta Glitnis, hlaut níu mánaða skilorðsbundinn dóm. Jónas Guðmundsson, starfsmaður eigin viðskipta Glitnis, var sakfelldur og hlaut tólf mánaða skilorðsbundinn dóm. Pétur Jónsson, starfsmaður eigin viðskipta Glitnis, var dæmdur til sex mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar. Í ákærunni voru fimmmenningarnir sakaðir um að hafa stundað markaðsmisnotkun, með hlutabréf í bankanum sjálfum, á tímabilinu 1. júní 2007 til og með september 2008, samtals 331 viðskiptadaga. Voru þeir sakaðir um að hafa sett fram tilboð og eiga viðskipti í viðskiptakerfi Kauphallarinnar sem tryggðu óeðlilegt verð, bjuggu til verð á hlutabréfunum og gáfu eða voru líkleg til að gefa eftirspurn og verð hlutabréfanna ranglega og misvísandi til kynna.
Markaðsmisnotkun í Glitni Tengdar fréttir Lárusi ekki gerð frekari refsing Saksóknari sækist ekki eftir frekari refsingu yfir Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, í stóru markaðsmisnotkunarmáli. 1. febrúar 2018 12:00 Þorsteinn fór mikinn í dómsal: „Menn eru í keppni um að reyna að sakfella menn“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja og fyrrverandi stjórnarformaður Glitnis, segist ávallt hafa treyst Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra bankans, og að hann geri það enn. 22. janúar 2018 11:13 „Mætti segja að ég hafi ekki verið sérstaklega góður yfirmaður“ Magnús Pálmi Örnólfsson, fyrrverandi forstöðumaður eigin viðskipta Glitnis, segir að hann hafi aldrei grunað að hann væri að taka þátt í markaðsmisnotkun þegar félag í hans eigu fékk lán til að kaupa hluti í Glitni banka. 22. janúar 2018 12:32 „Umbjóðandi minn verður ekki sjálfkrafa sakfelldur vegna þess að hann var forstjóri“ Óttar Pálsson, verjandi Lárusar Welding, fer fram á að Lárus verði sýknaður af öllum ákæruliðum í markaðsmisnotkunarmáli og að allur sakarkostnaður verði greiddur úr ríkissjóði. 1. febrúar 2018 14:56 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Lárusi ekki gerð frekari refsing Saksóknari sækist ekki eftir frekari refsingu yfir Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, í stóru markaðsmisnotkunarmáli. 1. febrúar 2018 12:00
Þorsteinn fór mikinn í dómsal: „Menn eru í keppni um að reyna að sakfella menn“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja og fyrrverandi stjórnarformaður Glitnis, segist ávallt hafa treyst Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra bankans, og að hann geri það enn. 22. janúar 2018 11:13
„Mætti segja að ég hafi ekki verið sérstaklega góður yfirmaður“ Magnús Pálmi Örnólfsson, fyrrverandi forstöðumaður eigin viðskipta Glitnis, segir að hann hafi aldrei grunað að hann væri að taka þátt í markaðsmisnotkun þegar félag í hans eigu fékk lán til að kaupa hluti í Glitni banka. 22. janúar 2018 12:32
„Umbjóðandi minn verður ekki sjálfkrafa sakfelldur vegna þess að hann var forstjóri“ Óttar Pálsson, verjandi Lárusar Welding, fer fram á að Lárus verði sýknaður af öllum ákæruliðum í markaðsmisnotkunarmáli og að allur sakarkostnaður verði greiddur úr ríkissjóði. 1. febrúar 2018 14:56