Innlent

Þjófahópar ganga enn lausir

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Verksummerki benda til að fleiri en einn innbrotsþjófahópur sé að hrella Reykvíkinga.
Verksummerki benda til að fleiri en einn innbrotsþjófahópur sé að hrella Reykvíkinga. Vísir
Brotist var inn í íbúðarhús í Garðabæ í fyrradag, eftir að búið var að úrskurða samtals fjóra innbrotsþjófa í gæsluvarðhald.

Þeir eru allir útlendingar, en einn er kominn með íslenskan ríkisborgararétt. Lögreglan telur að þeir hafi gagngert komið til Íslands til að stunda innbrot. Innbrotsþjófar ganga því enn lausir en ekki er vitað hvort þeir tengjast einhverjum þeirra, sem nú eru í gæsluvarðhaldi.

Nágrannavarsla leiddi til handtöku þeirra allra og brást lögregla við með miklum mannafla eftir að tilkynningar bárust. Hátt í 60 innbrot hafa verið framin á höfuðborgarsvæðinu síðan í desember, þegar innbrotahrinan hófst.

Sjá einnig: Fjórir í gæsluvarðhaldi vegna gruns um innbrot á höfuðborgarsvæðinu

Í samtali við Morgunblaðið í dag segir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, að mismunandi innbrotaaðferðir og fjölbreytt verksummerki bendi til þess að fleiri en einn hópur innbrotsþjófa sé á ferli. Handtökurnar í vikunni renni enn frekari stoðum undir þá kenningu. 

Þá leiki jafnframt grunur á að innbrotin tengist skipulagðri glæpastarfsemi. Húsin sem brotist er inn í séu skoðuð áður en þjófarnir láta til skarar skríða. Framundan hjá embættinu eru greiningar á því mikla magni gagna sem lögreglan hefur undir höndum, til að mynda úr símum innbrotsþjófanna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×