Forseti Alþingis brýnir ríkisstjórnina til dáða Heimir Már Pétursson skrifar 1. mars 2018 19:30 Forseti Alþingis tók undir með þingmönnum stjórnarandstöðunnar sem enn einu sinni kvörtuðu undan því í dag hvað fá mál hefðu komið á dagskrá frá ríkisstjórninni. Æskilegt væri að endurskoðuð þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar verði lögð fram sem fyrst. Oddnýju G. Harðardóttur þingflokksformanni Samfylkingarinnar reiknast til að nú séu aðeins 19 þingfundadagar eftir fram að þinghléi vegna sveitarstjórnarkosninga. Eftir það hlé séu einungis reiknað með sjö þingfundardögum. Ríkisstjórnin hefur nú setið við völd í þrettán vikur. Hún boðaði í stjórnarsáttmála uppbyggingu allra helstu innviða samfélagsins. Og í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir hundrað og fjörutíu málum til afgreiðslu á Alþingi. Fæst þeirra hafa hins vegar litið dagsins ljós. Oddný G. Harðardóttir velti fyrir sér hvort stjórnarflokkarnir kæmu sér ekki saman um mál.Oddný Harðardóttir er þingflokksformaður Samfylkingarinnar.Vísir/Anton„Eru málin stopp í þingflokkunum. Eða er hér bara um almennt dugleysi og metnaðarleysi að ræða hjá þessari ríkisstjórn,“ sagði Oddný.Smári McCarthy þingmaður Pírata varaði við því að ríkisstjórnin dældi málum inn í þingið skömmu fyrir þinglok og ætlaðist til að fá þau öll afgreidd.„Skipulagsleysi að ykkar hálfu mun ekki skapa neitt neyðarástand að okkar hálfu þegar við komum fram í maí. Það mun ekki gerast. Við munum ekki leyfa það. Við verðum að gera þetta betur og það verða að koma fleiri mál frá ríkisstjórninni,“ sagði Smári.Þingmenn annarra flokka stjórnarandstöðunnar sem og Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna tóku undir þetta í tæplega klukkustundar umræðum. Skoruðu þingmenn á Steingrím J. Sigfússon forseta þingsins að ýta við ríkisstjórninni.Smári McCarthy er þingmaður Suðurkjördæmis og hefur setið á þingi fyrir Pírata frá árinu 2016.Vísir/Stefán„Forseti vill á degi hróssins hrósa mönnum fyrir hugkvæmni við að fylla út í fundartíma Alþingis. Jafnvel þótt hér séu fá mál á dagskrá. En að gamni slepptu þá tekur forseti að mörgu leyti undir þau sjónarmið sem hér hafa verið fram færð. Það er afar óheppilegt ef mál safnast upp og koma seint fram,“ sagði Steingrímur. Einnig væri mikilvægt að afgreiða mál úr nefndum. Hins vegar markaði það ástandið að ríkisstjórn hefði tekið við á miðjum vetri. Hann hefði þó skrifað forsætisráðherra bréf fyrir hönd ríkisstjórnarinnar vegna málsins í síðustu viku. „Að síðustu er ég sammála því sjónarmiði að það væri æskilegt að sem fyrst kæmi frá hæstvirtri ríkisstjórn endurskoðuð þingmálaskrá. Því það er augljóst að hún mun taka breytingum. Þannig að ég tel hafa verið fulla innistæðu fyrir því sem hér hefur verið rætt,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon. Alþingi Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Forseti Alþingis tók undir með þingmönnum stjórnarandstöðunnar sem enn einu sinni kvörtuðu undan því í dag hvað fá mál hefðu komið á dagskrá frá ríkisstjórninni. Æskilegt væri að endurskoðuð þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar verði lögð fram sem fyrst. Oddnýju G. Harðardóttur þingflokksformanni Samfylkingarinnar reiknast til að nú séu aðeins 19 þingfundadagar eftir fram að þinghléi vegna sveitarstjórnarkosninga. Eftir það hlé séu einungis reiknað með sjö þingfundardögum. Ríkisstjórnin hefur nú setið við völd í þrettán vikur. Hún boðaði í stjórnarsáttmála uppbyggingu allra helstu innviða samfélagsins. Og í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir hundrað og fjörutíu málum til afgreiðslu á Alþingi. Fæst þeirra hafa hins vegar litið dagsins ljós. Oddný G. Harðardóttir velti fyrir sér hvort stjórnarflokkarnir kæmu sér ekki saman um mál.Oddný Harðardóttir er þingflokksformaður Samfylkingarinnar.Vísir/Anton„Eru málin stopp í þingflokkunum. Eða er hér bara um almennt dugleysi og metnaðarleysi að ræða hjá þessari ríkisstjórn,“ sagði Oddný.Smári McCarthy þingmaður Pírata varaði við því að ríkisstjórnin dældi málum inn í þingið skömmu fyrir þinglok og ætlaðist til að fá þau öll afgreidd.„Skipulagsleysi að ykkar hálfu mun ekki skapa neitt neyðarástand að okkar hálfu þegar við komum fram í maí. Það mun ekki gerast. Við munum ekki leyfa það. Við verðum að gera þetta betur og það verða að koma fleiri mál frá ríkisstjórninni,“ sagði Smári.Þingmenn annarra flokka stjórnarandstöðunnar sem og Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna tóku undir þetta í tæplega klukkustundar umræðum. Skoruðu þingmenn á Steingrím J. Sigfússon forseta þingsins að ýta við ríkisstjórninni.Smári McCarthy er þingmaður Suðurkjördæmis og hefur setið á þingi fyrir Pírata frá árinu 2016.Vísir/Stefán„Forseti vill á degi hróssins hrósa mönnum fyrir hugkvæmni við að fylla út í fundartíma Alþingis. Jafnvel þótt hér séu fá mál á dagskrá. En að gamni slepptu þá tekur forseti að mörgu leyti undir þau sjónarmið sem hér hafa verið fram færð. Það er afar óheppilegt ef mál safnast upp og koma seint fram,“ sagði Steingrímur. Einnig væri mikilvægt að afgreiða mál úr nefndum. Hins vegar markaði það ástandið að ríkisstjórn hefði tekið við á miðjum vetri. Hann hefði þó skrifað forsætisráðherra bréf fyrir hönd ríkisstjórnarinnar vegna málsins í síðustu viku. „Að síðustu er ég sammála því sjónarmiði að það væri æskilegt að sem fyrst kæmi frá hæstvirtri ríkisstjórn endurskoðuð þingmálaskrá. Því það er augljóst að hún mun taka breytingum. Þannig að ég tel hafa verið fulla innistæðu fyrir því sem hér hefur verið rætt,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon.
Alþingi Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira