Viðskipti innlent

Isavia endurgreiðir ef gjaldtaka er samkeppnislagabrot

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Isavia lýsir því yfir í tilkynningu að komist Samkeppniseftirlitið að þeirri niðurstöðu að gjaldtaka á hópferðabílastæðum við Leifsstöð feli í sér brot á samkeppnislögum, verði sú breyting leiðrétt afturvirkt frá fyrsta mars 2018. Félagið hóf að taka gjald fyrir hópferðabílastæði við Leifsstöð í dag.

Stjórnarformaður Grayline, Þórir Garðarsson, ætlar ekki að skrá fyrirtækið að svo stöddu fyrir svokölluðum fjarstæðum við Leifsstöð. Hópferðabílar þess muni leggja annars staðar. Upplýsingafulltrúi Isavia segir að nú þegar séu nokkur fyrirtæki farin að nota stæðin. 

Þórir segist tilbúinn til að greiða 5000 krónur fyrir hvert stæði líkt og fyrirtæki sem eru með einkastæði við Leifsstöð geri.  Hópbifreiðir fyrirtækisins fara um 20 til 25 ferðir á dag með farþega í Leifsstöð og áætlar hann að daglegur kostnaður vegna gjaldskrárinnar verði um 500.000 krónur.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×